Færsluflokkur: Ferðalög
13.10.2009 | 21:15
Frestur til að sækja um starfslaun listamanna að renna út
Þeir sem ætla að sækja um starfslaun eru beðnir um að ganga frá sinni umsókn fyrr en seinna til að lenda ekki í mesta álaginu þegar nær dregur.
Athugið að eingöngu er hægt að sækja umsóknareyðublað á heimsíðu sjóðsins www.listamannalaun.is
Munið að frestur til að sækja um starfslaun listamanna sem verður úthlutað árið 2010 rennur út mánudaginn 19. október n.k. á miðnætti.
Umsóknargögnum skal skilað rafrænt, hægt er að nálgast þau á vefsíðunni www.listamannalaun.is.
Starfslaun listamanna
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2010, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.
Starfslaunin eru veitt úr sex sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði hönnuða,
2. Launasjóði myndlistarmanna,
3. Launasjóði rithöfunda,
4. Launasjóði sviðslistafólks,
5. Launasjóði tónlistarflytjenda,
6. Launasjóði tónskálda
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vef listamannalauna á vefslóðinni www.listamannalaun.is fram til mánudagsins 19. október 2009. Þegar komið er inn í umsókn er aðgangur veittur á kennitölu umsækjanda (ekki kennitölu félags eða samtaka) og verður lykilorð sent viðkomandi á netfang sem hann gefur upp við nýskráningu.
Lykilorðinu má breyta eftir innskráningu með því að opna Mínar stillingar. Umsækjendur skrá sig inn með kennitölu og lykilorði og velja Stjórn listamannalauna undir flipanum Umsóknir. Þar eru umsóknareyðublöðin. Svæði merkt rauðri stjörnu verður að fylla út.
Fylgigögnum með umsókn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík fyrir kl. 17:00 mánudaginn 19.október 2009.
Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna.
Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.
Nánari upplýsingar og leiðbeiningar fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is eða á skrifstofunni í síma 562 6388.
Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 19. október 2009.
Stjórn listamannalauna 16. ágúst 2009
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 09:22
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum
AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR
RÉTTARDAGUR 50. SÝNINGA RÖÐ
04.10. - 06.12.2009
Opnun sunnudaginn 4. október 2009, klukkan 11-13
Eröffnung am Sonntag 4. Oktober 2009, 11-13 Uhr
Preview on Sunday October 4th. 2009, at 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi Geöffnet nach Vereinbarung Open on appointment
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 4. október 2009 klukkan 11-13 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýninguna Réttardagur 50 sýninga röð í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Sýningin er svipmynd af fjölskyldu, sláturgerð og vangaveltur um líðandi stund.
Fyrir rúmu ári lagði Aðalheiður af stað með verkefni sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röð". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013. Sýningarnar fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast um og frá sauðkindinni.
Næstu sýningar verða í Stuttgart, London, Aðventa í Freyjulundi og Berlín.
Myndir af verkum Aðalheiðar og upplýsingar eru á síðunni www.freyjulundur.is
Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865 5091 og í adalheidur(hjá)freyjulundur.is
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur stendur til 6. desember 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 10:02
Bryndís Kondrup opnar sýningu á Café Karólínu
Bryndís Kondrup
Staðsetningar
03.10.09 - 06.11.09
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Bryndís Kondrup opnar sýninguna Staðsetningar á Café Karólínu laugardaginn 3. október klukkan 15.
Sýningin Staðsetningar samanstendur af málverkum, landakortum og trjágreinum.
Þetta eru hugleiðingar um staði og staðsetningar, hvar erum við stödd í tíma og rúmi eða hvar vildum við vera stödd?
Bryndís Kondrup er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skolen for Brugskunst og myndlistadeild Dansk Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn, listfræði við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.
Bryndís hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Bryndísar.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís í síma 866 7754 eða tölvupósti: brykondrup@gmail.com
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.11.09 - 04.12.09 Bergþór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2009 | 09:37
Gestavinnustofur á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum
Dvalarsetrin á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum bjóða vinnustofur fyrir listamenn. |
Kulturkontakt Nord Sveaborg B 28 00190 Helsingfors Finland |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 09:47
Gestavinnustofa Birgis Andréssonar laus til umsóknar
Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum um dvöl á Hóli gestavinnustofu Birgis Andréssonar á árinu 2010.
Umsóknarfrestur rennur úr 1. október, póststimpill gildir.
Vinsamlegast farið á heimasíðu Skaftfells; http://skaftfell.is til að nálgast frekari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknareiðublað.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 19:30
Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus
Myndlistarmenn!!
Þurfið þið næði og innblástur fjarri heimsins glaumi? Lista-og fræðimannsíbúðin á Húsabakka í Svarfaðardal er laus. Á Náttúrusetrinu á Húsabakka er einnig kjörin aðstaða fyrir námskeið, ráðstefnur og vinnubúðir fyrir stærri og smærri hópa í æpandi fegurð íslenskrar náttúru.
"... og fegurri dal getur naumast á þessu landi. Ber það einkum til að fjöllunum er þar skipað niður af fágætri list, eða því líkt sem snillingar hafi verið þar að verki, og á rennur eftir dalnum, sem fellur með sama listrænum hætti inn í landslagið. En auk þess er þarna að finna hina dásamlegustu liti, rauða bláa og græna, sem skipta landslaginu mjög skemmtilega á milli sín (
) Það er eins og allt í þessum einkennilega dal hafi verið sett á svið fyrir listmálara og var ég mjög heillaður af öllu sem fyrir öllu, sem fyrir augu bar.
Þannig fórust meistara Ásgrími Jónssyni orð um Skíðadal í æviminningum sínum.
Nánari upplýsingar á http://www.dalvik.is/natturusetrid
eða í síma 8618884.
Hjörleifur Hjartarson
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 09:28
LISTA- OG FRÆÐIMANNSÍBÚÐ Í SAFNASAFNINU
Tekin hefur verið í notkun Lista- og fræðimannsíbúð í risi Kaupfélags Svalbarðseyrar (1900) sem var flutt á lóð Safnasafnsins árið 2006. Íbúðin er 76 m2, með sérinngangi á 2. hæð frá bílastæði, útbúin eins og byggðasafn með andrúmslofti og rómantík liðinnar aldar en þó með nútímalegu ívafi; í henni er forstofa, bað, eldhús með setkróki, samliggjandi borð- og skrifstofa með rúmi (196x86) og herbergi með hjónasæng (200x150) og 3 rúmum (172x75/160x75/95x45)
Íbúðin er sjálfstæð eining, án tengsla við aðra starfsemi safnsins, þ.á.m. sýningarhald; hún verður leigð frá og með 24. september, eina viku í senn, frá kl. 16.00 á fimmtudegi til kl. 12.00 næsta fimmtudag. Skv. leigusamningi fær leigutaki aðstöðu til að vinna í sal við pappírsmyndir og handrit en er óheimilt að smíða, nota olíuliti og úðabrúsa eða önnur rokgjörn, rykertandi, smitandi, astma- og ofnæmisvaldandi efni; hið sama gildir um íbúðina; gæludýr eru ekki leyfð, reykingar ekki heldur. Í samningnum eru ákvæði um öryggi, eldvarnir og flóttaleiðir, hljóðmengun, tryggingar, ábyrgð á persónulegum eigum, umgengni og lágmarksþrif; þá er leigutaka óheimilt að framleigja íbúðina eða bjóða til sín dvalargestum nema fyrir liggi samþykki gestgjafa
Vikuleiga íbúðar er 40.000 kr. með rúmfatnaði, nettengingu, grunnvöru í kæli, aðgangi að þvottavél, sal og bókastofu - og kvöldverði með gestgjöfum fyrsta daginn. Hægt er að semja um ferðir að og frá flugvelli, en að öðru leyti sér leigutaki um sig sjálfur
Pantanir skulu staðfestar í tölvupósti og leigan millifærð þá, eða greidd strax við komu. Leigugjald verður uppfært 1. janúar og bókað til 15. apríl. Dregið verður út nafn eins leigutaka og honum boðnar 2 fríar nætur í röð í íbúðinni árið 2010
Leigutakar sem vilja kanna listaverk safnsins og stunda rannsóknir sem gætu varpað nýju ljósi á hana, eða sinna verkefnum sem tengjast menningu og sögu héraðsins, geta fengið niðurstöður vinnu sinnar kynntar í máli og myndum í Svalbarðsstrandarstofu, á hæðinni fyrir neðan íbúðina, frá og með vorinu 2012, einnig í sýningaskrá og á heimasíðu sama ár
Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, þau búa í Þinghúsinu sem er tengt safnbyggingunum.
SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULISTARSAFN ÍSLANDS
Aðsetur við hringveginn, 12 km frá miðbæ Akureyrar
Myndir af íbúðinni: www.safnasafnid.is / Nánari upplýsingar: 4614066 / Pantanir: safngeymsla@simnet.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 10:03
GalleríBOX sem samanstendur af Sal Myndlistarfélagsins og BOXinu er laust til umsóknar fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.
GalleríBOX hefur verið í rekið frá árinu 2004 og um mitt árið 2008 tók Myndlistarfélagið við og stækkaði GalleríBOX í tvö rými: Sal Myndlistarfélagsins og BOXið.
Salur Myndlistarfélagsins er u.þ.b. 120 fermetrar, lofthæð 2,25-2,45 m.
BOXið sem er hið upprunalega sýningarrými er lítið og óvenjulega skemmtilegt herbergi, u.þ.b. 4 fermetrar, lofthæð 2,45 m.
Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins sér um að velja úr umsóknum þá sem hún telur best til þess fallna að sýna og leggur tillögurnar fyrir stjórn Myndlistarfélagsins. Hafa skal í huga fjölbreytni og framsækna myndlist. Sýningar standa yfir í fjórar helgar og opnanir taka mið af tímasteningum á opnunum í Listasafninu á Akureyri.
Ekki þarf að greiða leigu af sýningarrýminu en sýnendur leggja fram 10.000 kr. sem tryggingu fyrir sýningunni. Þessi upphæð er endurgreidd að sýningu lokinni en ef eitthvað þarf að laga eða kostnaður hlýst af sýningunni verður það dregið frá endurgreiðslunni. Ef óskað er eftir því að félagið sjái um að útvega yfirsetu þarf að greiða fyrir hana. Sama gildir um veitingar á opnun og þrif.
Einn aðili úr sýningarnefnd sér um hverjar tvær sýningar sem opna á sama tíma í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu og er nokkurskonar sýningarstjóri.
Myndlistarfélagið hefur umsjón með báðum sýningarrýmunum. Hægt er að sækja um annað rýmið eða bæði.
Umsóknum skal skilað á netfangið: syningarnefnd@gmail.com
Umsóknin á að innihalda stuttan texta um fyrirhugaða sýningu, feril listamanns eða listamanna ef um samsýningu er að ræða, myndir af verkum og ósk um sýningartímabil og hvort rýmið henti betur. Þessu skal skilað sem pdf skjali eða aðskildu sem doc skjölum og jpg myndum.
Í undantekningartilfellum er tekið við umsóknum með pósti.
Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.
Myndlistarfélagið er aðildarfélag að SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Stjórn Myndlistarfélagsins
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 09:01
Dvalarstaður lista- og fræðimanna í Jensenshúsi í Fjarðarbyggð
Jensenshús sem er í eigu Fjarðabyggðar var byggt árið 1837 af Jens Peder Jensen. Jensenshús er elsta íbúðarhús Austurlands og eitt elsta uppistandandi íbúðarhús landsins. Húsið var friðað 1. janúar 1990. Nýbúið er að gera húsið upp og lagfæra það og nú er það nýtt sem dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn, íslenska og erlenda.
Ekki er gert ráð fyrir neinni greiðslu vegna dvalar í Jensenhúsi annarri en afnot af síma. Hins vegar er ætlast til að þeir sem þar dvelja komi á einhvern hátt á framfæri því sem þeir eru að vinna að í sinni list og/eða fræðigrein eða öðrum verkum sínum meðan á dvalartíma stendur. Gesturinn getur því verið beðinn um að halda sýningu, tónleika, fyrirlestur eða taka þátt í samkomu, skilja eftir listaverk eða eitthvað annað sem um semst milli hans og ferða- og menningarfulltrúa fyrir hönd menningar-, íþrótta- og ferðamálanefndar Fjarðabyggðar. Verkefni sem efla menningu í Fjarðabyggð munu njóta forgangs í umsóknarferlinu en litið er til fleiri þátta.
Menningar- íþrótta- og ferðamálanefnd ásamt menningar- og ferðamálafulltrúa og forstöðumanni Safnastofnunar velur úr innsendum umsóknum í samvinnu við forstöðumann Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar.
Fyrsti gestur hússins var rithöfundurinn og ljóðskáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson betur þekktur sem Sjón. Hann dvaldi nú nýlega í húsinu ásamt syni sínum Flóka. Sjón á sterkar rætur til Eskifjarðar en hann dvaldi þar oft á sumrin sem krakki og spilaði fótbolta á lóðinni við hliðina á Jensenshúsi. Feðgarnir létu vel af dvölinni og sögðu gott að dvelja í húsinu og að þar væri mjög góður andi. Sjón var með kvöldvöku í Randulfssjóhúsi á Eskifirði í Gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð, þar spjallaði hann við gesti og las upp úr bók sinni. Þeir feðgar eyddu annars miklum tíma í að skoða bæinn, fiska á bryggjunum og láta líða úr sér í sundlauginni.
Þeir sem hafa áhuga á að dvelja í húsinu er bent á að hafa samband við ferða- og menningarfulltrúa Hildigunni Jörundsdóttur, netfang: hildigunnur.jorundsdottir@fjardabyggd.is , sími: 860-4726.
Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíður Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is undir menning- og tómstundir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 20:16
Fersk Finnsk Höggmyndalist í GalleríBOXi
Container Fersk Finnsk Höggmyndalist
29.8.-20.9.2009
Kalle Mustonen, Atte Uotila, Antti-Ville Reinikainen og Petri Eskelinen
GalleriBox, Akureyri
Laugardaginn 29. Ágúst kl. 15:00 opnar samsýningin CONTAINER í GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri.
Hópurinn var mótaður fyrir heppilega tilviljun og er ætlun hans að færa ferskan blæ af finnskri nútímahöggmyndalist til Akureyrar. Það sem sameinar þessa fjóra einstaklinga er forvitnilegt og rannsakandi viðhorf gagnvart efnisviðnum. Höggmyndalist er mjög breitt hugtak er nota má yfir mismunandi tilraunir. Antti-Ville Reinikainen og Atte Uotila nota félagsfræðilega nálgun, á meðan Kalle Mustonen og Petri Eskelinen rannsaka tæknilegan og eðlisfræðilegan efnisvið.
Vísindaleg nálgum við myndlistina þurrkar í burt gagnslausar reglur sem eru einum of algengar í heimi fagurlistar. Niðurstöðurnar af þessum annað hvort tæknilegu eða félagsfræðilegu leikjum er mannleg yfirlýsing um frjálsan einstakling. Skilaboðin eru ekki prentuð á tilbúin verk, heldur byggjast þau upp í samhengi við lífstíl myndhöggvarans.
Þrír af Container hópnum byggja sýninguna á föstudegi og laugardegi. Áhorfendum er frjálst að skoða verkin frá viðarkössum til rýmisins í galleriBOX.
Myndlistarmenn eru
Petri Eskelinen www.petrieskelinen.com
Kalle Mustonen mustone.blogspot.com
Antti-Ville Reinikainen www.avreinikainen.net
Atte Uotila www.atteuotila.com
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)