Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardaginn 22 ágúst kl. 20 :00 mun írska kvikmyndagerðarkonan Moira Tierney sýna og fjalla um kvikmyndir sínar í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Moira Tierney stundaði nám í Dublin og París en fluttist að því loknu til New York þar sem hún starfaði með Jonas Mekas við Anthology Film Archives. Hún er stofnfélagi í SOLUS collective fyrir tilraunakvikmyndir sem hefur bækistöðvar sínar í Dublin og er þáttakandi í væntanlegri sýningarferð þeirra um Írland, Egyptaland, Túnis og Mauretaniu á haustdögum 2009.
Kvikmyndir Moiru Tierney eru fyrst og fremst teknar á Super-8mm og 16mm filmur; þær eru mannlýsingar úr þéttbýlinu og viðfangsefnin jafn fjölbreytt sem samfélag Förufólks á Írlandi til Haítískra aðgerðarsinna í New York til Snáka og Magadansara til Franskra sirkusa til Rússneskra sundkappa til veggmynda í Bronx til Max Roach og Cecil Taylor « in the house » .. í Verksmiðjunni mun Moira segja frá og sýna úrval stuttmynda frá síðustu tíu árum, viðburðinn nefnir hún strandsiglingu.
www.moiratierney.net
www.soluscollective.org
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri stendur nú ennþá yfir sýningin Kvörn sem er samsýning stofnenda Verksmiðjunnar. Sýningin er opinn um helgar frá 14:00 til 17:00, einnig er hægt að komast að samkomulagi um að fá að sjá hana utan sýningartíma. Laugardagurinn 22 ágúst er lokadagur sýningarinnar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 12:14
Maj Hasager sýnir í Populus Tremula
MAJ HASAGER
myndlistarsýning
22.-23. ágúst 2009
Laugardaginn 22. ágúst kl. 13:00 opnar listakonan Maj Hasager sýninguna HABITATION // ANTICIPATION í Populus Tremula. Þar sýnir hún á tveimur skjáum ljósmyndir og texta frá Vesturbakkanum í Palestínu verkið To Whom it May Concern, nokkurs konar ferðadagbók um breytingar á svæðinu undir hernámi Ísraela. Hasager sýnir einnig 21 verk sem hún hefur unnið á pappír meðan á dvöl hennar á Akureyri stendur.
Maj Hasager er dönsk listakona sem dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í ágúst. Maj, sem er fædd 1977, hefur stundað list- og ljósmyndanám í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi og hlaut MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2008. Hún hefur haldið sýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim á undanförnum árum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 23. ágúst kl. 13:00 - 17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 09:20
Sébastien Montéro og Steven Le Priol opna sýningu í GalleriBOX
FYRIRHEITNA LANDIÐ
Laugardaginn 8 ágúst kl.14.00 opna Sébastien Montéro og Steven Le Priol sýningu í GalleriBOX, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.
Tveir strákar með storminn í fangið þar af einn út á sjó
Hvað getur dregið tvo Fransmenn til fyrirheitna landsins hvers landslag er annálað, þegar þeir leita einskis nema ástarinnar eða ef ekki vill betur til byltingarinnar ?
Boð frá tveimur kunningjum sem hér eiga heima um að búa til list
Listin er þeim kostum búin að að lofa hverju sem er en ná síðan samkomulagi fyrir tilstuðlan jafngildis : tilfinningunni fyrir landslaginu og uppreisn eldfjallsins.
Listin er þegar við höfum ekkert betra að gera...
Sébastien Montéro og Steven Le Priol eru báðir starfandi listamenn í París. Sýningin sem ber heitið Fyrirheitna landið stendur til og með 23 ágúst . Hún er opin laugardaga og sunnudaga milli kl.14-17.
TERRE PROMISE
Deux garçons dans le vent dont un a la mer
Qu est ce qui peut amener deux français sur la terre promise du paysage chronique quand eux ne cherchent que l amour ou a défaut la révolution ? Une invitation a faire de l art par deux amis qui vivent ici
L art a cet avantage de promettre n importe quoi puis de résoudre la négociation a coups d équivalences : le sentiment du paysage et l insurrection des volcans
L art c est quand nous n avons rien de mieux a faire
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2009 | 09:29
Stofnendur Verksmiðjunnar á Hjalteyri opna sýningu
Laugardaginn 1. ágúst kl. 15.00 opnar sýningin Kvörn í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Á sýningunni eru verk eftir stofnendur Verksmiðjunnar og einn gest.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Arnar Ómarsson, Arna Valsdóttir, A.P.E. , Clémentine Roy, Gústav Geir Bollason, Hlynur Hallsson, Jón Laxdal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Knut Eckstein, Lene Zachariassen, Véronique Legros, Þórarinn Blöndal.
Átök um yfirráðin standa enn... Á sama tíma og endurmatið á gildum samfélagsins og menningarinnar fer fram í rústum gjaldþrota hlutaveltunnar, bæði andlega og efnislega.
Hlutir sem við sjáum í rými sem geymir þá, geta þeir tilheyrt okkur á okkar stað, ef að einhver annar beinir samtímis athygli sinni að þeim og gerir þannig tilkall til þeirra? Þetta megum við oft reyna meðvitað/ómeðvitað við margvíslegar aðstæður, en ekki er gott að átta sig á því af hverju samkeppni ætti að skapast á milli þeirra sem líta sömu hlutina augum. Það ber þó gjarnan við þegar mat á gildi þeirra og merkingu bætist við, sem tekur til þess hæfileika að sundurgreina og fella dóma um gildið. Um gildi hvers sem vera skal og þar með hefst oft ójöfn aðgreining þess sem telst skipta einhverju máli. Það kann að vera einhver lausn á þessari togstreitu þegar við náum að beina augum okkar að raunveruleikanum eins og hann er. Það að takast sameiginlega á við hindranir, ekki eingöngu við að sjá þennan raunveruleika, heldur skynja það sem er handan auðkenndra forsenda hans (þess sem blasir við). Við þurfum því að öðlast einhvern sameiginlegan skilning á því hvernig við hugsum og metum gildi hlutanna. Til þess þarf einhvern einn hvarfpunkt sem leyfir að út frá honum byggist upp sameiginlegt perspektív. Það má jafnframt taka með í reikninginn og minnast þá allra þeirra óbugandi huglægu viðhorfa, tilfinninga, skynjana, hugsana og framsetninga sem hvert okkar, sem af sjálfu sér, veit, hefur og þarf að fást við með eigin dómgreind, og um leið, mati á öllu því sem einhverju kann að varða.
Hvernig er best að finna þennan hvarfpunkt? Hann gæti leitt aftur til grundvallaratriða og orðið upphaf endurmats. Í bókstaflegri merkingu er hugmyndin sú að finna upp hjólið að nýju.
Um þessar mundir eru liðin tvö ár síðan hópurinn lagði af stað með fyrirætlanir um blómlegt menningarlíf í gömlu Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Ekki verður annað sagt en vel hafi tekist til og listáhugafólk verið duglegt að leggja leið sína á fjölbreytilega viðburði.
Verksmiðjan hefur öðlast nýtt líf í hugum fólks og möguleikarnir óendanlegir.
Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin um helgar frá kl. 14.00 - 17.00.
www.verksmidjan.blogspot.com
Menningarráð Eyþings, Norðurorka, Kaldi og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.
Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Nánari upplýsingar gefur Hlynur Hallsson í síma 659 4744 eða Gústav Geir Bollason í síma 461 1450
KVÖRN
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arnar Ómarsson
Arna Valsdóttir
A.P.E.
Clémentine Roy
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Knut Eckstein
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Þórarinn Blöndal
1. 22. ágúst 2009
Opnun laugardaginn 1. ágúst kl. 15
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
www.verksmidjan.blogspot.com
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2009 | 23:48
Knut Eckstein opnar í Gallerí + sunnudaginn 2. ágúst
Opnun sýningar Knut Eckstein í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri er frestað um einn dag. Opnunin verður því sunnudaginn 2. ágúst kl. 15 í stað 1. ágúst eins og auglýst er í Listasumarsbæklingnum. Sýningin nefnist "Sommer of Love" og stendur til og með 9. ágúst, opið daglega frá kl. 14-17.
Knut Eckstein er starfandi listamaður í Berlín og er þetta önnur sýning hans í Gallerí+.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 09:14
Myndlistarmenn - Rithöfundar - Tónlistarmenn
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði. Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnæðinu.
Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutað frá október 2009.
Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlistamanna, Rauðagerði 27, sími 588-8255. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 13:04
Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
* myndlistarsýningar
* vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
* annars myndlistarverkefnis
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg, auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
___________________
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. október til 2009 til 31. mars 2010. Úthlutun verður lokið 15. september 2009.
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel. Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is
undir Hagnýtt. Frekari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 25. ágúst 2009, póststimpill gildir. Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 17:33
Gestavinnustofa í Finnlandi laus til umsóknar
ARTISTS' RESIDENCY SUMU
Arte Association's Artists' Residency SUMU offers one- to three-month
residencies in 2010 to new media artists, working in the intersection of new
technologies and contemporary art.
The residence is located in Turku, in the Southwestern coast of Finland. Artists
are provided with free accommodation and studio, and a possibility of exhibiting
their work either in Sumu?s studio which is adjoined to Arte?s gallery
Titanik, or on Sumu?s website. The artists must fund all their living
expenses including food and transportation. Arte can help the artists with
material costs up to 200 euros depending on the application.
More information: http://www.arte.fi/sumu/sumu_main.html
APPLICATION REQUIREMENTS
Please prepare an individual submission, including:
-project plan (short, clear & realistic, max one page)
-short artists? statement (max one page)
-CV (max one page)
-DVD / CD including a maximum of 10 minutes worth of samples in PC
format
-samples of recent work as print-outs (3 - 5 pieces)
The submissions will not be returned. E-mail or internet applications are not
accepted, only submissions sent by mail are processed. Deadline 30th of
September is a postmark date.
The proposal can also include an exhibition either in the studio space or on our
website at the end of the residency.
Deadline September 30th, 2009 (postmark).
Session dates: From July 11th to December 31st, 2010.
********************************************************************************
NOTE! OBS!
We will invite 2-4 artists for 1 or 2 months residency periods from the Nordic
countries in addition to our normal residencies during 2010. This Nordic
program is sponsored by KulturKontakt Nord. Artists, who were born or live in
the Nordic countries, can send us their applications and project plans for
whole year of 2010 by 30th September 2009. The stipend includes accommodation,
work space, daily allowance, material money and travelling costs within
reasonable limits. See the application requirements above.
********************************************************************************
For further information please visit our website, www.arte.fi or Res Artis
website, www.resartis.org, or contact:
Please send your completed submission by mail to:
Gallery Titanik / Sumu
Itäinen Rantakatu 8
20700 Turku
Finland
Paula Väinämö
Residencies Coordinator, Arte
tel. +358 2 2338 372
sumu@arte.fi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 23:18
Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2009
Rétt til þess að sækja um verkefnastyrki hafa allir myndhöfundar.
Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa allir félagsmenn Myndstefs.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 21. ágúst 2009. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefa Þórhildur Laufey Sigurðardóttir og Kristín Magnúsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar: kl: 10:00 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Stjórn Myndstefs.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 10:04
Umsóknarfrestur um Gestavinnustofu Skaftfells er til 1. ágúst
Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi
auglýsir eftir umsóknum um gestavinnustofu Skaftfells fyrir árið 2010.
Umsóknarfrestur er 1. ágúst, póststimpill gildir.
Frekari upplýsingar og umsóknareiðublað má finna á skaftfell.is
Sendið umsóknareiðublað með viðeigandi fylgigögnum á:
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
Austurvegi 42
710 Seyðisfirði
ATH. EKKI ER TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM Í TÖLVUPÓSTI
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)