GalleríBOX sem samanstendur af Sal Myndlistarfélagsins og BOXinu er laust til umsóknar fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

GalleríBOX hefur verið í rekið frá árinu 2004 og um mitt árið 2008 tók Myndlistarfélagið við og stækkaði GalleríBOX í tvö rými: Sal Myndlistarfélagsins og BOXið.

Salur Myndlistarfélagsins er u.þ.b. 120 fermetrar, lofthæð 2,25-2,45 m.

BOXið sem er hið upprunalega sýningarrými er lítið og óvenjulega skemmtilegt herbergi, u.þ.b. 4 fermetrar, lofthæð 2,45 m.

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins sér um að velja úr umsóknum þá sem hún telur best til þess fallna að sýna og leggur tillögurnar fyrir stjórn Myndlistarfélagsins. Hafa skal í huga fjölbreytni og framsækna myndlist. Sýningar standa yfir í fjórar helgar og opnanir taka mið af tímasteningum á opnunum í Listasafninu á Akureyri.

Ekki þarf að greiða leigu af sýningarrýminu en sýnendur leggja fram 10.000 kr. sem tryggingu fyrir sýningunni. Þessi upphæð er endurgreidd að sýningu lokinni en ef eitthvað þarf að laga eða kostnaður hlýst af sýningunni verður það dregið frá endurgreiðslunni. Ef óskað er eftir því að félagið sjái um að útvega yfirsetu þarf að greiða fyrir hana. Sama gildir um veitingar á opnun og þrif.

Einn aðili úr sýningarnefnd sér um hverjar tvær sýningar sem opna á sama tíma í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu og er nokkurskonar sýningarstjóri.

Myndlistarfélagið hefur umsjón með báðum sýningarrýmunum. Hægt er að sækja um annað rýmið eða bæði.

Umsóknum skal skilað á netfangið: syningarnefnd@gmail.com

Umsóknin á að innihalda stuttan texta um fyrirhugaða sýningu, feril listamanns eða listamanna ef um samsýningu er að ræða, myndir af verkum og ósk um sýningartímabil og hvort rýmið henti betur. Þessu skal skilað sem pdf skjali eða aðskildu sem doc skjölum og jpg myndum.

Í undantekningartilfellum er tekið við umsóknum með pósti.

Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

Myndlistarfélagið er aðildarfélag að SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 

Stjórn Myndlistarfélagsins

galleribox_908220.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband