Gestavinnustofur á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum


Dvalarsetrin á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum bjóđa vinnustofur fyrir listamenn.

Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunin fyrir menningu hefur á ţremur árum styrkt 22 dvalarsetur fyrir listamenn. Stjórnendur dvalarsetra sem hafa fengiđ styrk hittast um ţessar mundir í Riga til ađ rćđa eigin reynslu og skiptast á skođunum.


"Dvalarsetrin eru mikilvćg auđlind fyrir listamannasamfélagiđ á okkar slóđum. Ţau gefa listamönnum fćri á ađ starfa međ listamönnum frá öđrum löndum og sćkja innblástur í verk sín af svćđinu. Viđ erum ánćgđ međ og stolt af ţví ađ geta styrkt dvalarsetur á svo stóru svćđi - frá Grćnlandi til Lettlands", segir Ragnheiđur Tryggvadóttir formađur sérfrćđingahópsins fyrir dvalarsetrin.


Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunin fyrir menningu veitir dvalarsetrum á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum styrk sem stendur straum af kostnađi viđ dvöl listamanna og fagfólks á sviđi menningarmála. Dvalarsetrin velja sjálf gesti sína, eina skilyrđiđ er ađ ţeir séu međ fasta búsetu á Norđurlöndunum eđa í Eystrasaltslöndunum.

Dvalarsetur er hljóta styrk eru valin af fjögurra manna sérfrćđingahópi. Áriđ 2009 fengu dvalarsetrin samanlagt 320 222 evrur í styrk.

Nćst verđur hćgt ađ sćkja um dvalarsetursstyrk áriđ 2010. Ţá geta dvalarsetur stađsett á Norđulöndunum og í Eystrasaltslöndunum sótt um styrk til ţriggja ára. Norrćna menningargáttin sér um stjórnsýslu fyrir Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunina fyrir menningu.



Frekari upplýsingar:


Norrćna menningargáttin : Mira Banerjee, upplýsingafulltrúi, mb@kknord. org,
+358 (0)9 686 43 106
www.kulturkontaktnord.org

Upplýsingaskrifstofa Norrćnu ráđherranefndarinnar í Lettlandi
: Ginta Tropa, Culture Adviser, ginta@norden.lv, phone: +371 67820055, +371 26362558, www.norden.lv 



Kulturkontakt Nord
Sveaborg B 28
00190 Helsingfors
Finland

www.kulturkontaktnord.org

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband