Færsluflokkur: Menning og listir

Ásta Guðmundsdóttir opnar sýninguna Náttúru afl í Flóru

13330939_1193797167318043_3179381732217935854_n

Ásta Guðmundsdóttir        
Náttúru afl
10. júní - 7. ágúst 2016
Opnun föstudaginn 10. júni kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1726808330925272
Föstudaginn 10. júní kl. 17-19 opnar Ásta Guðmundsdóttir sýninguna Náttúru afl í Flóru á Akureyri.

Ásta nam fatahönnun í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim 1990. Jafnframt því að framleiða föt undir eigin fatamerki “ásta créative clothes” hefur áhugi Ástu lengi beinst að listsköpun s.s. innsetningum og skúlptúrum. Hún notar gjarnan textíl í verkum sínum. Verkin eru oft undir áhrifum frá náttúru og veðurfari. Verklagið byggist á arfleið forfeðra Ástu sem störfuðu við netagerð og sjómennsku.
Ásta hefur sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í vinnustofum og listahátíðum m.a. á Íslandi, í Japan, Suður Kóreu og Evrópu.
Nánari upplýsingar um Ástu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: www.astaclothes.is
 
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - lau. kl. 9-19 og sunnudaga kl. 13-19.

Sýningin stendur til sunnudagsins 7. ágúst 2016.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Ásta Guðmundsdóttir í asta@astaclothes.is.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
 
Flóra, Hafnarstræti 90, Akureyri, s. 6610168 http://floraflora.is
Ljósmynd: Samantha Claire Zaccarie
 

Joris Rademaker opnar sýninguna Verk að vinna í Sal Myndlistarfélagsins

13320339_10153559190106767_113092067138048037_o

Laugardaginn 4.júní kl. 14 opnar Joris Rademaker myndlistasýninguna "Verk að vinna" í Sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 10, Listagilinu, Akureyri.

Verkin sem hann sýnir eru bæði tví- og þrívíð og þau vann hann í Bárðardal 2015. Verkin fjalla um tengsl mannsins við náttúruna, jafnt innri sem ytri.

Sýningin stendur til og með 12. júní og er opin alla daga frá kl. 14.00-17.00. (Nema mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7. júní þá er lokað).

https://www.facebook.com/events/857937447644457


Jonna sýnir Völundarhús plastsins í Nes listamiðstöð

jonna_final

Völundarhús plastsins á ferð – Nes listamiðstöð á Skagaströnd
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
 
Völundarhús plastsins á ferð nefnist sýning Jonnu – Jónborgar Sigurðardóttur, og er þetta þriðja sýning Völundarhúss plastsins. Sýningin er haldin í tilefni sjómannadagsins og er innsetning sem á að gera þátttakendur  meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar og að þessu sinni verður umfjöllunarefnið plast í hafinu. Sýningaröðin hefur fræðslugildi og fær Jonna heimafólk á Skagaströnd með sér í lið til að vinna að listsköpun með endurvinnslu plasts. Undanfarin ár hefur Jonna (f. 1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun. Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka.

Sýningin er opin á laugardag og sunnudag  4.-5.júní kl. 14-17 í Nesi listamiðstöð og eru allir velkomnir.


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13335781_1011641355579136_3865057876621238911_n

Sunnudaginn 5. júní kl. 15.30 verður sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Gunnlaugur Guðleifsson mun flytja erindi um ljósmyndaáhuga sinn og þau störf sem hann hefur unnið á þeim vettvangi.

Gunnlaugur er búsettur á Siglufirði, hann starfar sem fjárhirðir hjá Arionbanka á Siglufirði.

Gunnlaugur hafði snemma áhuga á ljósmyndun og með starfi sínu sem fréttaljósmyndari fyrir sksiglo.is magnaðist áhuginn svo, að ekki var aftur snúið. Undanfarin ár hefur hann varið töluverðum tíma í tilraunir með ljósmyndavélina að vopni. Hann hefur sýnt afraksturinn í Bláa húsinu hjá Rauðku á Siglufirði. Einnig eru myndir hans til sýnis og sölu í matvöruversluninni á Siglufirði.
Viðfangsefni hans er aðallega birtan, náttúrustemmingar og það sem verður á vegi hans í nærumhverfinu.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/137213980022071


Ymur í Verksmiðjunni á Hjalteyri

13230271_1096408337093837_2004376808728884822_n

Ymur er tilraunakennd 12 tíma hljóð.lista.hátíð sem stefnir að því að virkja öll skynfæri og skapa fjölbreytta og spennandi upplifun fyrir gesti og þátttakendur að kostnaðarlausu. Ymur er jafnframt 4. viðburðurinn undir formerkjum listahópsins Kaktus á sýningunni < stingur í augun > í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Frítt er fyrir gesti í rútu sem fer til Hjalteyrar frá Hótel KEA kl 12:00 á laugardaginn og skilar sér aftur til baka að dagskrá lokinni um kl 24:00.

Fram koma:

Dulvitund
Nicolas Kunysz
DAVEETH
Ultraorthodox
IDK | IDA
Kælan Mikla
Lestarstjórinn
AMFJ
Quadruplos
Áki Sebastian
Úlfar

Ný myndlistaratriði bætast við þegar stóra sýningu í Verksmiðjunni:

Ólöf Rún Benediktsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Kristín Karólína Helgadóttir, Linn Björklund, Loji Höskuldsson og Sigmann Þórðarson.

Kaktus/Norðlenskir listamenn/Fullorðið fólk í Verksmiðjunni á Hjalteyri:

Fritz Hendrik IV, Snædís Malmquist, Berglind Erna Tryggvadóttir, Hjálmar Guðmundsson, Harpa Finnsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Indriði Arnar Ingólfsson, Rúnar Örn Marinósson, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson, Salvör Sólnes, Geirþrúður Einarsdóttir, Katrín Helena Jónsdóttir, Árni Jónsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson, Hlynur Hallsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Ívar Freyr Kárason, Heiðdís Hólm, Lefteris Yakoumakis,Joris Rademaker, Vikar Mar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir,
Arnfinna Björnsdóttir, Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason,
Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir


Verksmiðjan er opin gestum alla virka daga frá 14:00 - 17:00, verið velkomin að koma og skoða sýninguna sem hangir fyrir í rýminu og fylgjast með uppsetningu og undirbúningi fyrir laugardaginn.

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 21.05 – 28.05 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.


--
Ymur er styrktur af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Kjarnafæði, Ásprent, SBA Norðurleið og Dagskránni.

- -
Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1053730458056508


Kristján Guðmundsson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12593775_1007564162653522_6039788227272024700_o

Laugardaginn 28. maí 2016 kl. 15.00 opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Kristján Guðmundsson er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar, búsettur í Reykjavík.  Hann hóf listferil sinn uppúr 1960 og var einn af meðlimum SÚM sem þá var framsækinn félagskapur ungra listamanna í Reykjavík.
Kristján bjó á áttunda áratugnum í Hollandi þar sem hann komst í beint samband við strauma og stefnur í heimslistinni og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir list sína.
Árið 1979 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni heim til Íslands og settist að um tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Kristján var fulltrúi Íslands á Feneyjar tvíæringnum 1982 og 2010 hlaut hann hin virtu sænsku Carnegie Art Award.  Hann hefur sýnt víða um heim sem og hér heima og hlotið margvíslegar viðurkenningar og lof fyrir verk sín.

Verk Kristjáns láta oft ekki mikið yfir sér, en ef grannt er skoðað má greina djúpa hugsun og kraftmikið formskin, hreinleika og fegurð í viðkvæmum línudansi.

"I am trying to work within the field of tension that exists between nothing and something".

Í íslenskri þýðingu.

“ Ég reyni að vinna innan viðvarandi spennusviðs á milli einskis og einhvers “

Sýning Kristjáns í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði stendur til 11. júní og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings/uppbyggingarsjóður og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

Stefán Karlssonar tók ljósmyndina af Kristjáni.

https://www.facebook.com/events/1566253200345196


Jessica Smith opnar myndlistarsýninguna Steep í Deiglunni

13235266_355584617898626_818622918464253769_o

Jessica Smith opnar myndlistarsýninguna Steep í Deiglunnií Listagilinu á Akureyri laugardaginn 28. maí kl. 14. Einnig opið sunnudag 14 - 17.

Verkin á sýningunni, unnin með blandaðri tækni eru tekin úr landslagi Akureyrar, lánuð mótíf á borð við skyrskeið, fundinn viður og hlaupnammi. Nafn sýningunnar Steep (Bratt) vísar til göngunnar upp Kaupvangsstræti og hvernig einstaklingurinn leyfir umhverfinu að smokra sér inn í hugann og hafa áhrif.

Jessica Smith er gestalistamaður Gilfélagsins í maí. Hún er bandarískur myndlistamaður og dósent á myndlistarsviði við University of West Alabama.
www.smithartwork.wordpress.com
///

This mixed-media work explores pattern sourced by Akureyri&#39;s landscape. A skyr spoon, reclaimed wood, and gummy candy are borrowed motifs. The name for the exhibition--Steep--reflects the literal climb up Kaupvangsstraeti and the subtlety of letting a place infuse into one's mind.

Jessica Smith is an American visual artist and serves as an Associate Professor of Art at The University of West Alabama.
www.smithartwork.wordpress.com

Exhibition opening saturday 14 - 17 and sunday 14 - 17.

Verið innilega velkomin!

https://www.facebook.com/events/587034048144323


Arkitektúr og Akureyri opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

13254580_1130532573635250_1665993598088042431_n

Laugardaginn 21. maí kl. 15 verður opnuð sýningin Arkitektúr og Akureyri í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess manngerða umhverfis sem við lifum og hrærumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknaði í huga einhverrar manneskju. Sköpunarverk sem birtast okkur fullmótuð byrjuðu öll sem lítil hugmynd.

Söguleg nálgun er annar vinkill sýningarinnar og unnin með sérlegri aðstoð Minjasafnsins á Akureyri og Skipulagsdeildar Akureyrar. Þar má meðal annars sjá ljósmyndir af byggingum sem nú eru horfnar auk aðalskipulags í sögulegu samhengi.

Gestum á Arkitektúr og Akureyri gefst kostur á þátttöku í sýningunni með því að taka mynd af byggingu sem þeir vilja sýna. Myndirnar þarf að senda á netfangið listak@listak.is með efnistitlinum (subject) Arkitektur og upplýsingum um staðsetningu, götuheiti og númer ásamt nafni viðkomandi ljósmyndara. Myndirnar sem berast verða prentaðar og hengdar upp með tilvísun í staðsetningu. Þannig verður einn þáttur sýningarinnar breytilegur með þátttöku gesta eftir því sem sýningartíminn líður.

Sýningarstjórar: Helga Björg Jónasardóttir og Haraldur Ingi Haraldsson.

Sýningin stendur til 28. Ágúst og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17, en frá 1. júní kl. 10-17 daglega.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/468948319965229

 

Architecture & Akureyri
Akureyri Art Museum, Ketilhús
May 21Ë¢áµ&#151; - August 28áµ&#151;ʰ

The subject matter of this exhibition is architecture in Akureyri. In the hustle and bustle of everyday life, we tend to forget that the constructions of the man-made environment that we live and breathe in, began as an idea in someone’s mind. Every fully formed creation that we come across was originally a small idea.

This exhibition will display the works of architects currently working in Akureyri and the viewers will have the opportunity to get to know the idea or inspiration behind their creations.

Many architectural treasures are located in Akureyri. A few of them will be introduced and mapped at the exhibition. The viewers will thus get the opportunity to learn about the buildings and their creators. A guide will also be available for the viewers.

Curators: Helga Björg Jónasardóttir and Haraldur Ingi Haraldsson.


Opin vinnustofa og sýning á ganginum í Rósenborg

13268200_10153524492911674_4273846207426169486_o

Á þriðju hæð Rósenborgar hafa nokkrir ungir listamenn komið sér fyrir með vinnustofu. Á laugardaginn kl 14 verður opin vinnustofa þar sem allskonar listaverk verða til sýnis og sölu. Endilega kíkið við og tékkið í kaffi og snarl og list og spjall.

http://husid.net/vinnustofan/

Atli Tómasson // http://www.atlitomasson.com/
Ívar Freyr Kárason // http://www.ivarfreyr.com/
Heiðdís Hólm // http://heiddisholm.com/
James Earl // instagram.com/cistam_arts

https://www.facebook.com/events/548048652040395


STINGUR Í AUGUN » Opnun nr. 3 í Verksmiðjunni á Hjalteyri

13243777_10154135784792829_250502466226218447_o

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 21. maí 2016.
« STINGUR Í AUGUN » Opnun nr3
Kaktus/Norðlenskir listamenn/Fullorðið fólk í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Fritz Hendrik IV, Snædís Malmquist, Berglind Erna Tryggvadóttir, Sara Ósk Rúnarsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Harpa Finnsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Indriði Arnar Ingólfsson, Rúnar Örn Marinósson, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Gylfi Freeland Sigurðsson, Salvör Sólnes, Geirþrúður Einarsdóttir, Katrín Helena Jónsdóttir, Árni Jónsson, Jón Laxdal, Arnar Ómarsson, Hlynur Hallsson, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Ívar Freyr Kárason, Heiðdís Hólm, Lefteris Yakoumakis, Joris Rademaker, Vikar Mar, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Arnfinna Björnsdóttir, Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 21.05 – 28.05 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri
Opnun laugardaginn 21. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 – 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.

«Stingur í augun» Opnun nr. 3
«Fullorðið fólk»

Laugardaginn 21. maí verður þriðja opnunin í röðinni “Stingur í augun” - Kaktus á Hjalteyri. Fimmtán útskriftarnemar úr Listaháskólanum eru á ferðalagi norður, á vit ævintýranna. Á Hjalteyri hitta þeir fyrir Kaktus hópinn og taka þau höndum saman  við framkvæmd næstu samsýningar í Verksmiðjunni. Það verður glæsileg sýning sem að mun bera titilinn «Fullorðið fólk»  
Hópurinn  á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvelur í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð og stendur fyrir nýrri sýningaropnun um hverja helgi. Nú þegar er þar fyrir sýningin «Norðlenskir listamenn» og svo þeirra eigin sýning sem stöðugt tekur breytingum og stækkar enda hafa Kaktus meðlimir  flutt vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna.
Opnunin verður kl. 15:00 – 19;00 laugardaginn 21 maí og allir velkomnir að halda upp á fyrstu sýningarferð sumarsins með útskriftarnemum. Opið verður milli 14:00 – 17:00 sunnudaginn 22. maí en Verksmiðjan er opin gestum og gangandi frá kl. 14 - 17 alla virka daga,  þannig að gestir geta skoðað sýningar en einnig fylgst með framvindunni.

Dagskrá mánaðarins:

07. - 08. maí :     Kaktus - Stingur í augun
14. - 15. maí:     Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí:     Fullorðið fólk, lokaársnemar  úr Listaháskóla Íslands
28. maí:     Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.


Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Ann Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman.


Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í
síma 663-2443
 Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450


 Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

https://www.facebook.com/events/128397090902417


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband