Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13335781_1011641355579136_3865057876621238911_n

Sunnudaginn 5. júní kl. 15.30 verður sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Gunnlaugur Guðleifsson mun flytja erindi um ljósmyndaáhuga sinn og þau störf sem hann hefur unnið á þeim vettvangi.

Gunnlaugur er búsettur á Siglufirði, hann starfar sem fjárhirðir hjá Arionbanka á Siglufirði.

Gunnlaugur hafði snemma áhuga á ljósmyndun og með starfi sínu sem fréttaljósmyndari fyrir sksiglo.is magnaðist áhuginn svo, að ekki var aftur snúið. Undanfarin ár hefur hann varið töluverðum tíma í tilraunir með ljósmyndavélina að vopni. Hann hefur sýnt afraksturinn í Bláa húsinu hjá Rauðku á Siglufirði. Einnig eru myndir hans til sýnis og sölu í matvöruversluninni á Siglufirði.
Viðfangsefni hans er aðallega birtan, náttúrustemmingar og það sem verður á vegi hans í nærumhverfinu.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/137213980022071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband