Arkitektúr og Akureyri opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

13254580_1130532573635250_1665993598088042431_n

Laugardaginn 21. maí kl. 15 verður opnuð sýningin Arkitektúr og Akureyri í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Á sýningunni er byggingarlist á Akureyri skoðuð í víðu samhengi og fjallað um byggingar sem ýmist hafa unnið í samkeppnum eða hlotið sérstakar viðurkenningar. Í amstri dagsins vill oft gleymast að hlutir og byggingar þess manngerða umhverfis sem við lifum og hrærumst í voru upphaflega hugmynd sem kviknaði í huga einhverrar manneskju. Sköpunarverk sem birtast okkur fullmótuð byrjuðu öll sem lítil hugmynd.

Söguleg nálgun er annar vinkill sýningarinnar og unnin með sérlegri aðstoð Minjasafnsins á Akureyri og Skipulagsdeildar Akureyrar. Þar má meðal annars sjá ljósmyndir af byggingum sem nú eru horfnar auk aðalskipulags í sögulegu samhengi.

Gestum á Arkitektúr og Akureyri gefst kostur á þátttöku í sýningunni með því að taka mynd af byggingu sem þeir vilja sýna. Myndirnar þarf að senda á netfangið listak@listak.is með efnistitlinum (subject) Arkitektur og upplýsingum um staðsetningu, götuheiti og númer ásamt nafni viðkomandi ljósmyndara. Myndirnar sem berast verða prentaðar og hengdar upp með tilvísun í staðsetningu. Þannig verður einn þáttur sýningarinnar breytilegur með þátttöku gesta eftir því sem sýningartíminn líður.

Sýningarstjórar: Helga Björg Jónasardóttir og Haraldur Ingi Haraldsson.

Sýningin stendur til 28. Ágúst og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17, en frá 1. júní kl. 10-17 daglega.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/468948319965229

 

Architecture & Akureyri
Akureyri Art Museum, Ketilhús
May 21ˢᵗ - August 28ᵗʰ

The subject matter of this exhibition is architecture in Akureyri. In the hustle and bustle of everyday life, we tend to forget that the constructions of the man-made environment that we live and breathe in, began as an idea in someone’s mind. Every fully formed creation that we come across was originally a small idea.

This exhibition will display the works of architects currently working in Akureyri and the viewers will have the opportunity to get to know the idea or inspiration behind their creations.

Many architectural treasures are located in Akureyri. A few of them will be introduced and mapped at the exhibition. The viewers will thus get the opportunity to learn about the buildings and their creators. A guide will also be available for the viewers.

Curators: Helga Björg Jónasardóttir and Haraldur Ingi Haraldsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband