Færsluflokkur: Menning og listir

Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Gaddar í Mjólkurbúðinni

13177136_10154818721898452_3440671160950433062_n

Gunnhildur Þórðardóttir ofnar sýningu sína GADDAR laugardag 14. maí kl. 15 í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri,

Titill sýningarinnar vísar í hið oddhvassa sem kemur bæði fyrir í skúlptúrunum og í málverkunum á sýningunni. Einnig hefur titillinn tengingu í pönkið og málminn en tónlist er alltaf mikill innblástur í verkum listamannsins. Gunnhildur skoðar samband milli andstæðra tilfinninga sem fólk upplifir við að skoða verkin þar sem gaddarnir eða oddarnir eru í senn heillandi og vekja ugg eða minna á fjöll. Gunnhildur nýtir efni sem til fellur enn á ný s.s. afskurði af ýmsum toga og endurnýtir í listaverk en sjálfbærni er henni ofarlega í huga. Á sýningunni eru bæði tví -og þrívíð verk.

Listamaðurinn Gunnhildur Þórðardóttir tekur þátt í listamannaspjalli sunnudag 15. maí kl.12.

þann 18. maí á Íslenska safnadeginum verður sýningin einnig opin kl.14-17.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain. Þetta er 16 einkasýning hennar, þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Sýningin stendur til 22. maí en galleríið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Ókeypis aðgangur.
 
Sjá nánar um sýninguna á vefsíðunni https://www.facebook.com/groups/289504904444621 og www.gunnhildurthordardottir.com


Nánari upplýsingar veitirDagrún Matthíasdóttir í Mjólkurbúðinni s. 8957173 og Gunnhildur Þórðardóttir símanúmer 8983419 gunnhildurthordar@gmail.com

https://www.facebook.com/events/233652450338031


STINGUR Í AUGUN nr2 í Verksmiðjunni á Hjalteyri

13178758_10154121295442829_4739507654303665616_n

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar 
STINGUR Í AUGUN nr2
14. maí kl. 15:00. og þiggja veitingar
-----------------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening 
STINGUR Í AUGUN nr2
14th May at 3 pm, drinks served

Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Jónína Björg Helgadóttir og norðlenskir listamenn.

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 14.05 – 28.05 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Opnun laugardaginn 14. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 – 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.

“Stingur í augun” Opnun nr. 2

Laugardaginn 14. maí verður önnur opnunin í röðinni “Stingur í augun” - Kaktus á Hjalteyri. Hópurinn sem stendur á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvelur í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð og um síðustu helgi var fyrsta opnunin af fjórum sem þau standa fyrir þar. Í þetta skiptið fá Kaktusar til liðs við sig listamenn af Norðurlandi, bæði reynslubolta og nýgræðinga og munu þeir setja svip sinn á Verksmiðjuna. Opnunin verður kl. 15:00 – 19;00 laugardaginn 14. maí og opið verður milli 14:00 – 17:00 sunnudaginn 15. maí. Sérstakir viðburðir verða á laugardeginum kl. 16:00. Verksmiðjan er opin gestum og gangandi frá kl. 14 - 17 alla virka daga, en Kaktus meðlimir hafa flutt vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna, svo gestir geta skoðað sýningar en einnig fylgst með framvindunni. 




Dagskrá mánaðarins: 

14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.


Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman. 

Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði. 

Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í
síma 663-2443
Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016.

https://www.facebook.com/events/1079970735381877


STINGUR Í AUGUN - Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri

 

13116209_856597907796467_4846249009949634170_o

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
STINGUR Í AUGUN
7. maí 2016 kl. 15:00
-----------------------------------------------------------------------------------
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
STINGUR Í AUGUN
7th of May at 3 pm.


Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri / 07.05 – 28.05 2016
Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir


Opnun laugardaginn 7. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 – 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.


Listafólkið sem rekur menningarrýmið Kaktus í Gilinu á Akureyri hefur tímabundið flutt sig út á Hjalteyri. Þar - í Verksmiðjunni - munu þau starfa út mánuðinn og standa fyrir lifandi sýningu sem taka mun stöðugum breytingum svo lengi sem hún varir.
Þá stendur til að fá liðsauka og hefur fleiri listamönnum verið boðið til þátttöku, en Kaktushópurinn hefur skipulagt dagskrá fjölbreyttra viðburða næstu fjórar helgar.

Verksmiðjan verður opin alla virka daga milli kl. 14 og 17 þar sem gestum og gangandi er boðið að koma og fylgjast með ferlinu. Viðburðir og opnunartímar um helgar verða auglýstir sérstaklega en formleg opnun á «STINGUR Í AUGUN» verður þann 7. maí frá kl. 15 - 19 en jafnframt verður opið sunnudaginn 8. maí frá kl. 14 - 17.


VIÐBURÐIR Í MAÍ

07. - 08. maí : Kaktus - Stingur í augun
14. - 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. - 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.


UM KAKTUS

Kaktus er lista og menningarrými sem stendur fyrir fjölbreyttri lista-og menningarstarfssemi í miðju listagilinu á Akureyri þar sem Populus Tremula starfaði áður. Stjórnendur Kaktus eru sex talsins (Anne Balanant, Áki Sebestían Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Jónína Björg Helgadóttir) Þau stofnuðu lista- og menningarýmið í mars árið 2015, en sameiginlega sjá þau um rekstur þess og vinna ötullega að því að göfga akureyskt menningarlíf. Kaktus býður upprennandi lista- og hugsjónafólki að nýta rýmið á margskonar máta og á dagskrá eru listasýningar, tónlistarviðburðir, ljóðakvöld, bíódagsskrá, örnámskeið, hefðbundnir fyrirlestrar og frumlegri viðburðir, svo fátt eitt sé nefnt. Í Kaktus er einnig rekið myndasögubókasafn. Til viðbótar við opinberu dagsskána nota stjórnendur Kaktus rýmið fyrir eigin listavinnustofur en þau munu flytja með sér allt sitt hafurtask yfir í Verksmiðjuna á meðan dvölinni þar stendur.

Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í síma 663-2443

Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma 461-1450 og 692-7450


Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit.
Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

https://www.facebook.com/events/2265814733559251

 

13147279_10154104179237829_8155809171847175369_o


BEGGJA VEGNA MÚLANS í Mjólkurbúðinni

13095877_10153478249847231_7134562373423886657_n
 
Hólmfríður Vídalín Arngríms og Sigríður Guðmundsdóttir opna sýninguna BEGGJA VEGNA MÚLANS í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningaropnun hefst laugardaginn 30.apríl kl. 14 og eru allir velkomnir.
BEGGJA VEGNA MÚLANS er samsýning tveggja kvenna. Önnur þeirra er býr á Ólafsfirði og hin á Dalvík.  Þetta er önnur sýning þeirra saman þar sem tenging og nálgun verka þeirra eru hafið, fjöllin og himininn.
 
Hólmfríður Vídalín Arngríms er keramiker á Ólafsfirði. Hún hefur  unnið með leir í hart nær 25 ár en hóf nám við Århus kunstakademi Danmörku árið 2009 og útskrifaðist þaðan 17.maí 2012. Hún rekur Kaolín Gallery Skólavörðustíg ásamt 8 konum.


Í dag vinnur Hólmfríður Vídalín fyrst og fremst með abstrakt skúlptúra og nytjahluti sem einstök verk. Í verkum sínum leitar hún fyrst og fremst eftir fegurðinni í ljótleikanum eins og verkin á þessari sýningu bera með sér. Hólmfríður Vídalín hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis og erlendis einnig hefur hún farið á fjöldan allan af námskeiðum t.d. í leir og postulíni, glerbræðslu, japanskri pappírsgerð, textíl, ullarþæfingu sem nýtast henni í listsköpun sinni til framtíðar.


Sigríður Guðmundsdóttir starfar við glerlist á Dalvík
Sigríður Guðmundsdóttir hóf glerbræðslu í desember 2004. Hún sótti námskeið hjá Glit í Reykjavík og Anlaglas í Silkeborg, ásamt því að fá kennara frá Danmörku til Íslands með námskeið. Hún hefur tekið þátt í Handverk og Hönnun í Ráðhúsinu, matarsýningum og fleiri samsýningum. Á Dalvík rekur hún Gallerý á Karlsrauðatorgi 5 þar sem hún býður alla velkomna. Hennar helsta vinna er í nytjahlutum, borðbúnaði og fylgihlutum og segist hún heldur betur vera að taka U-beygju með þessari sýningu.


Sýning Sigríðar Guðmundsdóttur og Hólmfríðar Vídalín Arngríms BEGGJA MEGIN MÚLANS stendur til sunnudagsins 7.maí


www.stjarnan.net
Hofy – Art Gallery á facebook
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook


Elísabet Brynhildardóttir opnar sýninguna Skáldað Afl í Sal Myndlistarfélagsins

13048263_1053157738090562_1448238415062614975_o

Laugardaginn 30.apríl klukkan 15:00 opnar Elísabet Brynhildardóttir sýninguna Skáldað Afl í Sal Myndlistarfélagsins.

Sýningin samanstefndur af teikningum, neyðarblysum og þrívíðum verkum sem skoða og leika sér að tilfærslum, heimfærslum og umfram allt þyngdinni.

Sýningin stendur yfir til 15. maí, opið um helgar frá 14:00 - 17:00.

www.elisabetb.com

Nánar um sýninguna:

Á sýningunni Skáldað afl lítur Elísabet til vísindanna og þeirra bragða sem þar er beitt til að skilja heiminn. Titill sýningarinnar er vísun í eitt slíkt bragð, en Skáldað afl er umorðun á eðlisfræðihugtakinu Gervikraftur (e. Ficticious force) sem er notað um þá hröðun sem á sér stað í ákveðnu kerfi sem sjálft fer hraðar og hraðar, hröðunin sjálf fer því að virka sem afl á hluti inní kerfinu og fær þannig þetta heiti. „It´s a force we made up so we can do calculations“ segir Andrey Kopot stærðfræðingur um fyrirbærið. Hér er allri kenningarstefnu vísindanna hent útum gluggann og stærðfræðingar taka sér skáldaleyfi til að heimfæra óskyldar merkingar yfir á torræð hugtök, sem leið til að skilja heiminn.

Á þessari sýningu verður ekki farið nánar útí hröðun eða formúluna á bakvið hana heldur er þessi heimfærsla stærðfræðinganna lýsandi dæmi um ákveðna hentisemi og jafnvel einfeldningslega bjartsýni manneskjunnar, sem þó kemur henni svo langt. Þyngd og þyngdarafl eru kraftar sem erfitt er að skilgreina og eru Elísabetu hugleikin á þessari sýningu því öll erum við föll undir þyngdina, allt lekur niður, leysist upp og gefst upp fyrir þyngdinni. Í einlægri von og forvitni mannsins hefur hann sig yfir þetta náttúrulögmál á sama tíma og hann hlekkjar sig við það og jafnvel heimfærir yfir á hið óræða, andlega og þess handann snertingarinnar. Verkin leitast ekki við að útskýra eða leysa einhverja mannlega gátu, heldur að bera á borð þær þversagnir og mótsagnir sem gera manninn á endanum að manni.

//

Myndlistarfélagið er styrkt af Visit Akureyri og Akureyri Backpackers

https://www.facebook.com/events/1701059293487640

Boxið- Salur Myndlistafélagsins
Kaupvangstræti 10, Akureyri

Lefteris Yakoumakis sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13072734_531987750314222_7902085334038165108_o

Sunnudaginn 1. maí kl. 15.00 opnar Lefteris Yakoumakis sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Yfirskrift sýningarinnar er " Það er enginn Guð vestur af Salina ", og fjallar um ferð listamannsins frá Kansas til Kóloradó í Bandaríkjunum.
Lefteris er fæddur í Aþenu árið 1984. Hann nam málun í myndlistadeild Aristotle University í Þessalóniku árin 2003-2008. Hann hefur sýnt verk sín víða, stundað kennslu og ferðast.
Lefteris hefur dvalið hluta úr ári á Siglufirði undanfarin 3 ár og hefur bæjarfélagið og kynni af fólki verið honum innblástur .
www.left-y.com


Þar sem 1. maí er fyrsti sunnudagur í maímánuði mun Lefteris einnig sjá um " Sunnudagskaffi með skapandi fólki " sem hefst kl. 15.30 . Þar mun hann fjalla um verk sín allmennt og teiknimyndabók ( graphic novel ) sem hann er að vinna í samstarfi við Bandaríska rithöfundinn T.Carl Hardy. Bókin er innblásin af Egils sögu.

https://www.facebook.com/events/372887892881728


Krossnálar í Kaktus

13116392_853369281452663_266350008528489083_o

Kaktus meðlimir sýna!
Kaktus ætlar að vinda nálum sínum í kross og spinna lygalegan listavef næstkomandi laugardag. Allir velkomnir á opnun sýninarinnar Krossnálar kl. 14, 30. apríl! Kaktusar eru: Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir

Sýningin er opin laugardaginn 30. apríl frá kl. 14-17 og sunnudaginn 1. maí frá kl. 14-17.

Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Uppbyggingarsjóð Norðurlands Eystra, Norðurorku og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Kaktus
Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/232635530425364


Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

13063331_1117555078266333_4266532875450625467_o

Laugardaginn 30. apríl kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.  

Á útskriftarsýningunni má meðal annars sjá málverk, ljósmyndir, fatahönnun, grafíkverk og teikningar. Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er í annað sinn sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri. 

Útskriftarsýningin stendur til 15. maí og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Nemendur verða á staðnum alla opnunarhelgina, reiðubúnir í samtal um verkin og að leiðsegja gestum. Nemendurnir eru: Andrea María Sveinsdóttir, Anna Kristín Arnardóttir, Arna Halldórsdóttir, Ásdís Dögg Guðmunsdóttir, Kamilla Ósk Heimisdóttir, María Rún Árnadóttir, Svanfríður Oddsdóttir, Úlfur Logason og Valtýr Örn Stefánsson Jeppesen.

Meðfylgjandi er kynningarmynd sýningarinnar eftir Úlf Logason.

https://www.facebook.com/events/1733572006887501

http://www.listak.is


Myndlistasýning í Deiglunni: "An Exploration of Things Regarding Odin’s Eye"

13041174_1152119731465247_6706595484531363049_o

Myndlistamennirnir Ole Nesset frá Noregi og Callum Lantham frá Bretlandi opna sýninguna "
An Exploration of Things Regarding Odin’s Eye" um næstu helgi í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri. Þeir félagar eru gestalistamenn í vinnustofu Gilfélagsins. Þeir sýna verk sem þeir hafa verið að vinna við síðan þeir komu til íslands í byrjun mánaðarins.
___________________________________________________
This exhibition aims to bring together works that question. Works that interrogate and ask for information. Works that sacrifice for this inquisition.

The work contained within this exhibition uses a range of technics, from conceptual forethought to unique ways of working with traditional mediums, such as long exposures, and the process of physically manipulating and affecting the rolls of film under the influence of light to create an image.

www.olenesset.com
http://cjlatham2.wix.com/callumjlatham

https://www.facebook.com/events/1170629762977926


Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri

13002572_10153448374677231_9130792291963344303_o

Með rauða kúlu á maganum – sýning á bókasafni Háskólans á Akureyri

Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýningu á bókasafni Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 14.apríl kl. 16

Á sýningunni „Með rauða kúlu á maganum“ vinnur Dagrún með fiska sem myndefni í olíumálverkum og annarskonar fiska sem fljóta um rýmið.

Dagrún um sýninguna:

Hafið er ein af okkar aðal auðlindum og er einnig endalaus uppspretta myndefnis og sagna sem eiga djúpar rætur í samfélaginu. Hafið gefur og lífríki þess er mjög dýrmætt. Fiskar og sjávardýr eru mjög spennandi sem myndefni og vinn ég með það á þessari sýningu. Ég vinn með eftirlíkinguna í olíumálverkinu og velti fyrir mér formum, litum og blæbrigðum þeirra.

Sýningin „Með rauða kúlu á maganum“ stendur til 13.maí og allir velkomnir á opnunartíma Bókasafns Háskólans á Akureyri milli kl. 8-18 virka daga.

https://www.facebook.com/events/597512360426673


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband