Færsluflokkur: Menning og listir
Ketilhúsið á Akureyri, föstudagur 18. mars, 2011 kl. 14:20
Sigríður Gunnarsdóttir. listfræðingur ræðir um listnám og starf listfræðings.
Þetta er hluti af fyrirlestraröð Menningarmiðstöðvarinnar, Listasafnsins og VMA.
12.3.2011 | 11:31
ARNA VALSDÓTTIR SÝNIR Í POPULUS TREMULA 12.-13. MARS
ARNA VALSDÓTTIR
myndbandsinnsetning
12.-13. mars 2011
Laugardaginn 12. mars kl. 14:00 opnar Arna Valsdóttir myndbandsinnsetningu í Populus tremula.
Sýningin ber yfirskriftina Staðreynd 3 Lady sings the blues oggolítill óður til Billie.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 13. mars kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Populus tremula
Listigili
600 Akureyri
10.3.2011 | 23:26
Mireya Samper og Ásta Vilhelmína í Mjólkurbúðinni
Mjólkurbúðin er nýtt sýningargallerí í Listagilinu, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri.
Mjólkurbúðin opnar laugardaginn 12. Mars kl 15. Í tilefni þess opna myndlistakonurnar Mireya Samper og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir myndlistasýningu sína Í Sjávarmáli.
Fjöllistamaðurinn George Hollanders mætir á opnunina í Mjólkurbúðinni og flytur gestum tónlist með vindlurk (didgeridoo) ásamt Þór Sigurðssyni sem flytur kvæðalagasöng.
Í Sjávarmáli:
Sjávarmálið fæðir af sér allar tilfinningar.
Kalt og heitt.
Hart og mjúkt.
Ljós og skugga.
Líf og dauða.
Minnir okkur á bernskuna .... pota puttunum í sandinn og tína steina.
Sýning Mireyu og Ástu Vilhelmínu Í sjávarmáli stendur frá 12.mars 1.apríl
Mjólkurbúðin Listagili er opin:
Föstudaga kl.15-17
Laugardaga og sunnudaga 14-17 meðan sýningar standa yfir. Hægt er að taka á móti hópum eftir samkomulagi þess utan.
10.3.2011 | 08:25
Ólafur Sveinsson sýnir í Sal Myndlistarfélagsins og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir í BOXinu
Ólafur Sveinsson opnar sýningu á klippimyndum laugardaginn 12. mars í Sal Myndlistarfélagsins.
Klippimyndir þessar eru unnar frá 1978 til dagsins í dag en þær hafa fæstar sést opinberlega áður. Myndirnar eru saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst fyrir löngu og stendur enn.
Sýningin er opin um helgar frá kl. 14.00-17.00 til 27.mars.
Myndlistamaður mánaðarins er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og sýnir hún myndverk í Boxi.
- Salur Myndlistarfélagsins
- galleriBOX
- Kaupvangstræti 10
- 600 Akureyri
- opið 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudaga
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2011 | 17:10
Gildagur í Listagilinu og sjö opnanir á laugardag
Það verður margt um að vera í Listagilinu og nágrenni á laugardag:
Laugardagur 12. mars
AkureyrarAkademían kl. 10:00: Opinn félagsfundur. Allt áhugafólk um
starfsemi AkureyrarAkademíunnar - Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á
Norðurlandi - er hvatt til að mæta á opinn félagsfund. Tilefni fundarins er
sú staðreynd að árið 2011 fær félagið engan styrk af fjárlögum ríkisins. En
fundinum er einnig ætlað að efla tengslanet félagsfólks.
***
Gildagur í Listagili 12. mars
Langi gangur kl. 14:00: Ljósmyndasýning kvenna sem eru búsettar á
Eyjafjarðasvæðinu. Konurnar eru áhugaljósmyndarar og kynna félagsskap sinn
með verkum sínum. Gengið upp á aðra hæð á móti Boxinu, sal
Myndlistarfélagsins í Listagili. Opið Gildaginn 12. mars og sunnudaginn 13.
mars kl. 13:00 - 17:00.
Salur Myndlistarfélagsins kl. 14:00: Ólafur Sveinsson opnar sýningu á
klippimyndum. Myndirnar eru saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst
fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.
Sýningin er opin um helgar frá kl. 14:00-17:00 til 27. mars.
Gallerí Box: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir er myndlistarmaður marsmánaðar og
sýnir myndverk í Boxinu.
Deiglan kl. 14:00: Opnun á sýningunni "Þetta vilja börnin sjá"
myndskreytingar í íslenskum barnabókum sem kepptu um Dimmalimmverðlaunin
2010. Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefanda, Myndstef og
Eymundsson ásamt menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, en þaðan kemur sýningin
til menningarmiðstöðvarinnar í Listagili. Sýningin stendur til 30. mars og
verður opin um helgar frá kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Skólum verður
sérstaklega boðið á sýninguna og munu nemendur fræðast um myndskreitingar í
bókum og taka þátt í atkvæðagreiðslu. Nánari upplýsingar og bókanir hjá
Brynhildi Kristinsdóttur, safnkennara og sýningastjóra sýningarinnar í
Deiglunni í síma 868-3599 begin_of_the_skype_highlighting
868-3599 end_of_the_skype_highlighting.
Populus tremula kl. 14:00: Opnun á sýningu Örnu Valsdóttur "Staðreynd II og
oggulítill óður til Billie". Opin um helgina frá kl. 14-17.
Stóllinn - gallerí kl. 14:00: Opin vinnustofa Ragnheiðar Þósdóttur.
Gildagstilboð á Karólínu í boði nýrra eigenda frá kl. 14:00.
Mjólkurbúðin er nýtt sýningargallerí í Listagili. Kl. 15:00
Myndlistakonurnar Mireya Samper og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir opna
sýninguna "Í sjávarmáli". George Hollanders og Þór Sigurðsson flytja tónlist og
ljóð í tilefni opnunarinnar. Sýningin stendur til 1. apríl.
Listasafnið á Akureyri kl. 15:00: Opnun á ljósmyndasýningu Katrínar
Elvarsdóttur og Péturs Thomsen "Vöknun". Samspil tveggja listamanna sem hafa
valið sér ljósmyndina sem miðil. Sýningin stendur til 1. maí.
Ketilhúsið kl. 16:00: Sýnum samhug í verki. Framhald á söfnunarátaki fyrir
Eriku Isaksen og fjölskyldu sem missstu allar eigur sínar í jarðskjálftunum
á Nýja Sjálandi. Listmunauppboð, prúttvarningur og veitingar.
Opnar vinnustofur listamanna á toppi Listasafnsins frá kl. 16:00.
***
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15:00: "Herrar, menn og stjórar". Opnun
á ljósmyndasýningu Önnu Maríu Sigurjónsdóttur. Sýningin er tileinkuð Vigdísi
Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands. Stendur út marsmánuð og er opin á
opnunartíma safnaðarheimilisins.
Hamrar, Hof menningarhús: Tónleikar Íslenska flautukórsins. Flautukórinn
skipa um 20 flautuleikarar sem allir taka virkan þátt í íslensku
tónlistarlífi. Íslenski flautukórinn hefur vakið athygli fyrir frumflutning
á nýrri tónlist þar sem hann hefur komið fram m.a. á tónlistarhátíðunum
Norrænum músíkdögum og Myrkum músíkdögum. Í Íslenska flautukórnum er leikið
á allar flautur fjölskyldunnar og gott betur en það eins og heyra má á
tónleikunum. Gestir flautukórsins á tónleikunum verða norðlenskir
flautuleikarar og nemendur auk Páls Barna Szabó á fagott og Þórarins
Stefánssonar á píanó. Einleikari í flautukonsertinum Lux er Melkorka
Ólafsdóttir og stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir, leiðandi flautuleikari
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sjá nánar á www.menningarhus.is
Menning og listir | Breytt 11.3.2011 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Laugardaginn 12. mars kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri sýninguna Vöknun. Á sýningunni eru verk eftir Katrínu Elvarsdóttur og Pétur Thomsen. Tvo myndlistarmenn sem hafa valið sér ljósmyndina sem miðil og virðast á stundum hafa allt að því fullkomna stjórn á miðlinum, í það minnsta upp að því marki sem raunverulega er mögulegt að hafa stjórn á honum.
Með því að stilla verkum þeirra Péturs og Katrínar upp hlið við hlið er athygli áhorfenda beint að einu þeirra einkenna ljósmyndarinnar sem gerir hana að áhugaverðum listmiðli. Verk þeirra tala beint inn í umræðu samtímans um mörk veruleika og þess sem stendur utan hans, um tilbúinn heim og raunverulegan, um einstaklinginn, manninn og menninguna andspænis náttúrunni. Þrátt fyrir að myndefnin, og þar með tilgangur listamannanna, séu við fyrstu sýn ólík, eiga þau Pétur og Katrín það sameiginlegt að snerta veruleikann undur varlega í verkum sínum.
Katrín Elvarsdóttir (f. 1964) hefur á síðustu árum haft mótandi áhrif á stöðu ljósmyndarinnar innan íslenskrar samtímalistar. Sýningar hennar hafa vakið verðskuldaða athygli og orðið tilefni til umræðna um stöðu og möguleika ljósmyndarinnar sem listmiðils. Katrín er með BFA gráðu frá Art Institute í Boston í Bandaríkjunum.
Pétur Thomsen (f. 1973) hefur vakið athygli, bæði á Íslandi og erlendis, fyrir verk sem fjalla um manninn andspænis, og í náttúrunni, og tilraunir hans til að móta og breyta náttúru í manngert umhverfi. Pétur er með MFA gráðu frá École Nationale Supérieur de la Photographie í Arles í Frakklandi.
Bæði hafa þau haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Sýningin stendur til sunnudagsins 1. maí. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl 12‐17. Nánari upplýsingar í síma 461‐2610 eða tölvupóst art@art.is
4.3.2011 | 13:03
UMSÓKN UM STYRK ÚR MINNINGARSJÓÐI BARBÖRU OG MAGNÚSAR Á. ÁRNASONAR
Styrkur úr Minningarsjóði Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar er ætlaður íslenskum myndlistarmönnum sem ráðgera sýningu, útgáfu eða starfsdvöl hjá viðurkenndri stofnun erlendis.
Veittur verður einn styrkur eða tveir styrkir eftir atvikum. Heildar- upphæð er kr. 1.000.000,- (krónur ein milljón)
UMSÓKN UM STYRK ÚR MINNINGARSJÓÐI
BARBÖRU OG MAGNÚSAR Á. ÁRNASONAR.
Í umsókninni skal koma fram eftirfarandi:
Nafn listamanns Kennitala
Tölvupóstur/Netfang Heiti verkefnis
Tengiliður Texti um listamanninn
Ferilskrá Lýsing á verkefninu
Kostnaðaráætlun Boðsbréf (æskilegt)
Myndefni.
Stofnun, sýningarstaður, útgefandi, eða dvalarstaður.
UMSÓKNIR SKULU HAFA BORIST EIGI SÍÐAR EN 31. MARS 2011.
Umsóknir sendist bréflega til :
MINNINGARSJÓÐUR BÁ OG MÁÁ
VESTURVÖR 9 , 200 KÓPAVOGI
Styrkveitingin fer fram við opnun sýningar á verkum Barböru Árnason
Í Listasafni Kópavogs þann 19. apríl n.k., sem er 100 ára afmælisdagur listakonunnar.
UMSÓKNARFERILL FORSENDUR:
Umsækjandi skal hafa íslenskt ríkisfang og/eða hafa búið á Íslandi undanfarin fimm ár.
Umsækjandi skal hafa sýnt verk sín á viðurkenndum sýningarstað.
Umsækjandi skal hafa boð um verkefnið frá viðkomandi stofnun, sýningarstað, galleríi, útgefanda eða dvalarstað.
Verkefnið má ekki hefjast fyrr en mánuði eftir umsóknarfrest.
FORSENDUR VALNEFNDAR:
Valnefnd úthlutar styrknum með hliðsjón af fylgigögnum og umsókn.
Forsendur eru eftirfarandi:
Gæði, umfang og sýnileiki verkefnisins í alþjóðlegu samhengi.
Gæði, umfang og sýnileiki sýningarinnar, sýningarstaðar/vinnustofu.
Umsóknin:
Lýsing og markmið með verkefninu.
Sannfærandi rök fyrir mikilvægi verkefnisins.
Að heildarmynd sé á verkefninu.
Að kostnaðaráætlun sé raunhæf.
Ef verkefnið/ferðalagið/útgáfan verður ekki að veruleika af einhverjum orsökum, eða er seinkað, er styrkþega skylt að tilkynna það til stjórnar minningarsjóðsins svo mögulegt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana.
-- o --
Í stjórn Minningarsjóðs Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar sitja:
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
Valgarður Gunnarsson formaður Félags Íslenskra Myndlistarmanna
Vífill Magnússon arkitekt
1.3.2011 | 18:07
Hafnfirsk list í 002 Gallerí
Þrír hafnfirskir listamenn og einn ástralskur opna sýningu kl.14 laugardaginn 5.mars, í 002 Gallerí. Nafn sitt dregur galleríið af númeri íbúðarinnar, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði, sem er hvorttveggja í senn íbúð og sýningarrými Birgis Sigurðssonar, myndlistarmanns og rafvirkja.
Listamennirnir hafa notað mjög mismunandi leiðir í listsköpun sinni. Christopher Hickey er gestur Ólafar Bjargar Björnsdóttur, en saman unnu þau ísskúlptúra á Hljómalindarreitnum, sem vakið hafa athygli að undanförnu. Á sýningunni munu þau halda áfram með þá hugmynd. Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir nýjar akríl og tölvugrafík myndir sem unnar voru meðan hún dvaldi í Lovíisa í Finnlandi í vetur. Kristbergur Óðinn Pétursson sýnir verk sem hann hefur málað á síðustu mánuðum.
Þetta er fimmta sýningin í þessu óvenjulega sýningarrými og þar með líkur fyrsta starfsári 002 Gallerís, sem notar tækifærið og þakkar frábærum listamönnum og áhorfendum fyrir magnað ár.
Sýningin opnar klukkan 14.00 og er opin til 17.00 á laugardag og sunnudag. Athugið að sýningin er aðeins opin þessa einu helgi.28.2.2011 | 21:30
Listmunauppboð, kaffi, glens og gaman í Ketilhúsinu til styrktar fjölskyldunni sem missti allt sitt í jarðskjálftanum í Christchurch á Nýja Sjálandi
Vinir og vandmenn Eriku, Paul, Steina, Sunnu og Leon bjóða alla velkomna.
Fjölskyldan slapp líkamlega vel en missti bæði húsnæði og innkomu eftir skjálftann mikla í Christchurch Nýja Sjálandi. Nú eru þau á faraldsfæti og njóta velvildar vina sinna hinu megin á hnettinum.
En þeir sem hér eru vilja leggja sitt af mörkum og aðstoða.
https://www.facebook.com/home.php?sk=group_195923847097886
https://www.facebook.com/event.php?eid=185042648197548
Laugardaginn 5. mars verður í Ketilhúsinu á Akureyri:
Listmunauppboð og vöfflukaffi - húsið opnar kl. 14:00
Skrall-ball í anda Eriku og Paul - húsið opnar kl. 21:00
Borðum, hlæjum, kaupum , gleðjumst og gefum - Sýnum samhug í verki!
Reikningsnúmer fjölskyldunnar er í nafni Eriku:

Kt. 150868-4249

nr. 1145-26-4251
27.2.2011 | 22:45
Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi
Menningarráð Eyþings auglýsir eſtir umsóknum um styrki á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Eyþing . Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
Áherslur ársins 2011
Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðurlandi eystra eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Auk þessa hefur ráðið ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eſtirtalinna atriða:
Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, byggðalaga eða listgreina. Sérstaklega er horſt til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Norðurlandi eystra
Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna
Verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista
Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Úthlutun fer fram í apríl. Fyrirvari er gerður um undirritun nýs menningarsamnings við ríkið fyrir þann tíma. Styrkþegar verða að hafa skilað inn greinargerð vegna fyrri verkefna til þess að geta sótt um vegna ársins 2011. Úthlutað er einu sinni á árinu 2011.
Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið fyrir árslok 2011.
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér úthlutunarreglur menningarráðs á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Nánar hér: http://www.akureyri.is/frettir/nr/16279