Færsluflokkur: Menning og listir
24.2.2011 | 16:30
Fyrirlestur um "Myndlistakennslu og sjónræn menningu" í Ketilhúsinu
Fyrirlestrar á vordögum í samstarfi listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og
Menningarmiðstöðvarinnar í Listagili. Fyrirlesari Guðmundur Ármann
Sigurjónsson, myndlistamaður og kennari. Í erindi sínu veltir Guðmundur því
fyrir sér hvernig þessi sjónræni heimur setur kröfur á myndlistakennslu.
Jafnframt hugleiðir Guðmundur hvort myndlistakennsla, eins og hún hefur
verið, taki á þessu efni. Allir velkomnir !
Ketilhúsið í Listagili á Akureyri
kl. 14:50, föstudaginn 25. febrúar 2011.
22.2.2011 | 10:40
Safnakennsla í Listagilinu á Akureyri
Myndlistafélagið hefur í samvinnu við Menningarmiðstöðina í Listagili, Akureyrarstofu og Listasafnið hafið safnakennslu í Listagilinu á Akureyri í því skyni meðal annars að efla safnavitund barna og auka samstarf við skólana í bænum. Lögð verður sérstök áhersla á fjölskyldu- og barnamenningu og það að auka áhuga barna á menningu og listum.
Nú stendur yfir á Listasafninu sýningin "Varanlegt augnablik" þar sem listamennirnir Sigtryggur Baldvinsson og Þorri Hringsson sýna verk sín. Báðir vinna þeir með umhverfið og náttúruna, ár og vötn. Hér er á ferðinni einstaklega áhugaverð sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Í heimsókn á Listasafnið verður fjallað um sýninguna og listamennina en nemendur fá einnig að vinna stutt verkefni sem tengjast þessari sýningu. Sýningin stendur til 6. mars.
Einnig verður boðið upp á heimsókn í Davíðshús. Hús skáldsins er einstaklega fallegt og áhugavert. Þar eru verk eftir listamennina Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Ásgrím Jónsson og marga fleiri. Í þessari heimsókn verður einnig fjallað um skáldið og heimilið hans.
Hægt er að panta leiðsögn hjá Brynhildi Kristinsdóttur með því að senda tölvupóst á safnakennsla@akureyri.is eða í síma 868 3599. Brynhildur tekur á móti hópum frá kl. 8-16 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum en frá kl. 13-16 á fimmtudögum og föstudögum.
21.2.2011 | 20:44
Nemendur Myndlistaskólans á Akureyri sýna í Populus tremula
VERUND ENDURVINNSLA FM2H08
Föstudaginn 25. febrúar kl 17:00 opnar sýning í Populus tremula á vegum 1. og 2. árs nema Fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri. Allt á sýningunni er unnið úr hlutum sem venjulegt fólk myndi kalla rusl eða drasl, og er afurð úr endurvinnsluáfanga undir leiðsögn lista konunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.
Sýningin verður einnig opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. febrúar kl. 14:00-17:00.
Aðeins þessa helgi. Léttar veitingar.
17.2.2011 | 10:31
Styrkir úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði og er hlutverk hans að styrkja liststarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri.
Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast þar umsóknareyðublöð eða á slóðinni www.akureyri.is/auglysingar/adrarumsoknir. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknir sem borist hafa sjóðnum frá áramótum verða afgreiddar með þeim umsóknum sem berast fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Umsóknarfrestur er til 4. mars 2011.
Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í síma 460 1157 eða í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 11:41
Kristina Kvalvik og Christina Leithe Hansen með sýningu í gallerí BOXi
Kristina Kvalvik og Christina Leithe Hansen frá Noregi sem nú dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri verða með sýningu á ljósmynda og- kvikmyndaverkum í gallerí BOXi, Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10 á Akureyri, laugardaginn 19. og sunnudaginn 20. febrúar 2011.
Opið kl 14-17 og allir velkomnir.
14.2.2011 | 22:45
Guðmundur Ármann og Kristinn G. opna sýningu hjá Íslenskri grafík
Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Kristinn G. Jóhannsson opna
grafíksýninguna Ristur í sýningarsal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, (hafnarmegin) í Reykjavík.
Sýningin verður opnuð laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00 en verður síðan opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14.00- 18.00 og lýkur sunnudaginn 6. mars.
Kristinn G. Jóhannsson sýnir dúkristur og hefur um þær þessi orð: Ég hefi lengi verið aðdáandi einlægs handbragðs á smíðuðum, ofnum og prjónuðum hversdagshlutum, fordildarlausrar listar. Þar leitaði ég fanga. Skar í dúk mynstur ,sótt þangað, þrykkti á pappír og velti fyrir mér á ýmsa vegu. Ég var alls óvanur dúkskurði og ekki sérlega handlaginn heldur, en niðurstaðan þessi.
Kristinn G. Jóhannsson (1936) . Stúdent frá MA 1956 og lauk kennaraprófi 1962. Starfaði við kennslu og skólastjórn á Patreksfirði, Ólafsfirði og Akureyri í tæpa fjóra áratugi en hefur velt af sér þeim reiðingi. Nam myndlist á Akureyri, Reykjavík og í Edinburgh College of Art. Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í Reykjavík, í Bogasal Þjóðminjasafnsins,1962 og sama ár tók hann fyrsta sinni þátt í Haustsýningu FÍM í Listamannaskálanum. Hefur síðan sýnt oft og víða.
Guðmundur Ármann Sigurjónsson sýnir tréristur. Viðfangsefnið er sótt í náttúruna, hina síbreytilegu birtu sem ljær landinu, himninum, vatninu, fjöllunum og gróðrinum form, sem við nemum í umhverfinu. Skynjun sem grópast í vitundina verður að minni sem er viðmið í sköpunarferlinu. Myndirnar eru óhlutlægar þar sem hefðbundið mótíf er horfið og eftir standa lárétt form sem fljóta frjáls á myndfletinum og skapa skynjun sem vísar til náttúruupplifunar. Ferlinu lýkur svo ekki fyrr en sýningargestir hafa skynjað myndirnar og lagt sinn dóm á hvernig til hefur tekist.
Guðmundur Ármann lauk námi í prentmyndasmíði 1962. Hóf myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962 og útskrifaðist úr málunardeild 1966.
Nám við Valand Konsthögskolan í Gautaborg 1967 og lauk þar námi í grafíkdeild 1972.
Kennararéttindanám við Háskólann á Akureyri 2003 og stundar nú meistaranám í kennslu listgreina. Starfar sem kennari myndlistarkjörsviðs listnámsbrautar Verkmenntaskálans á Akureyri. Er stundakennari við Háskólann á Akureyri.
Guðmundur Ármann sýndi fyrst í Mokkakaffi 1962, blekteikningar og kolteikningar. Einkasýningarnar eru á þriðja tug, síðast í Norðurlandahúsinu, Færeyjum og í Gallerí Turpentín.
Hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis , norrænum myndlistarverkefnum og alþjóðlegum grafíksýningum.
10.2.2011 | 13:38
Umsóknir um vinnustofur í Dalsåsen, Noregi

ARTIST-IN-RESIDENCE 2012
OPEN CALL
APPLICATION DEADLINE: APRIL 10, 2011
Professional artists, designers, architects and curators are eligible to apply for residency.
www.nkdale.no
Artists cabins / Nordic Artists' Centre Dalsåsen, photo Laura Vuoma
The selection is based on artistic merits and the quality of artistic practice.
Applicants from outside the Nordic region are expected to be fluent in English.
Please note that the program is not available for students.
Residency periods are 2 or 3 months. Please indicate preferred time and length of stay in the application but note that the nkd reserves the right to suggest a different period or/and length of residency.
The residency at the Nordic Artists' Centre includes a monthly grant of 6700 NOK, living and working space, as well as covered travel expenses up to 5500 NOK. Artists' houses are fully equipped, studios are 50m², with a wireless internet access available in both houses and studios.
APPLICATION
Application should include:
a CV containing contact information
Project proposal for the residency
Short artist statement
Examples of previous work:
Up to 15 images ( JPEG, 72 dpi, max 1MB per image) and/or Video/sound work ( edited to max. 3 min)
Link to a website
All submitted material should be Macintosh compatible.
Application form is available for downloading in Word at http://www.nkdale.no/art_artists.html
Please send the application by e-mail to: residency(at)nkdale.no
We only accept applications using the application form, and only digital documentation.
Nordisk kunstnarsenter Dalsåsen
6963 Dale i Sunnfjord Norway
Tlf. +47 577 36 200 | 201
residency(at)nkdale.no
www.nkdale.no
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2011 | 18:07
Hallgrímur Ingólfsson sýnir í Populus tremula
Laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00 mun Hallgrímur Ingólfsson opna málverkasýningu í Populus tremula.
Á sýningunni verða ný og nýleg akrílmálverk af ýmsum toga. Hallgrím er óþarft að kynna fyrir Eyfirðingum, en á síðustu árum hefur hann sinnt málverkinu af auknum krafti og haldið nokkrar einkasýningar, auk þátttöku í samsýningum.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. febrúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
3.2.2011 | 18:25
Nýlistasafnið auglýsir eftir umsóknum fyrir sýninguna „Grasrót 2011“
Samsýning yngri kynslóðar myndlistarmanna.
Nýlistasafnið auglýsir eftir umsóknum fyrir sýninguna Grasrót 2011,
Sýningaröðin Grasrót var sett á laggirnar í Nýlistasafninu árið 2000 og hefur verið sett upp árlega til ársins 2008, utan ársins 2007. Nú hefst þessi sýningaröð aftur en áhersla er lögð á verk yngri kynslóðar upprennandi myndlistarmanna íslenskra listamanna/búsettra á Íslandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu Nýlistasafnsins: www.nylo.is
Umsóknarskilyrði: BA-gráða (2011 eða fyrr) eða nýleg MA-gráða í myndlist eða sambærileg menntun.
Þriggja manna valnefnd, skipuð af stjórn Nýlistasafnsins, mun fara í gegnum umsóknir. Nafn sýningarstjóra sýningarinnar verður kunngjört að umsóknarferli loknu.
Myndefni af 6-10 verkum og útskýringar (stærðir, efni, ártal) sendist á: application@nylo.is merkt Grasrót 2011.
Myndir má annað hvort senda sem eitt pdf skjal eða sem stök pdf eða jpg skjöl. Æskilegt er að stærð stakra skjala sé ekki meira en 300 KB hvert.
Myndbandsverk má koma með/senda á vel merktum dvd-diski í Nýlistasafnið, Skúlagötu 28, 101 Reykjavík, berist fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 1. mars.
Frestur til að fylla út umsóknareyðublaðið og senda fylgiskjöl er til 1. mars 2011. Mikilvægt er að umsókn og öll fylgiskjöl berist innan réttra tímamarka. Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir miðnætti þann 1. mars 2011.
Ýtið hér til að fara inn á umsóknareyðublaðið á heimasíðu safnsins: Umsóknareyðublað
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndlistarmennirnir Ragnar Kjartansson og Snorri Ásmundsson, sýna í 002 Gallerí um næstu helgi.Ragnar og Snorri eru þekktir fyrir gjörninga sína og myndbandsverk, en sýna báðir málverk að þessu sinni. Ragnar hefur að undanförnu brugðið sér í Kraftgallann og málað utandyra myrka morgna á Reykjavíkursvæðinu, en Snorri mun sýna málverk af ballerínum.
Sýningin opnar klukkan 14, laugardaginn 5. febrúar og er opin til 17 á laugardag og sunnudag. Gallerí 002 var opnað í haust í íbúð Birgis Sigurðssonar, rafvirkja og myndlistarmanns, í íbúð hans, 002 að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði og er þetta fjórða sýningin í þessu óvenjulega sýningarrými. Athugið að sýningin er aðeins opin þessa einu helgi.
Gallerí 002
Birgir Sigurðsson
Þúfubarði 17
Hafnarfirði
http://002galleri.blogspot.com
002galleri@talnet.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)