Mireya Samper og Ásta Vilhelmína í Mjólkurbúðinni

picture_401.jpg p1030274.jpg attachment_1068377.jpg

Mjólkurbúðin er nýtt sýningargallerí í Listagilinu, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri.

 

Mjólkurbúðin opnar laugardaginn 12. Mars kl 15. Í tilefni þess opna myndlistakonurnar Mireya Samper og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir myndlistasýningu sína Í Sjávarmáli.

 

Fjöllistamaðurinn George Hollanders mætir á opnunina í Mjólkurbúðinni og  flytur gestum tónlist með vindlurk (didgeridoo) ásamt  Þór Sigurðssyni sem flytur kvæðalagasöng.

 

Í Sjávarmáli:

Sjávarmálið fæðir af sér allar tilfinningar.

Kalt og heitt.

Hart og mjúkt.

Ljós og skugga.

Líf og dauða.

 

Minnir okkur á bernskuna .... pota puttunum í sandinn og tína steina.

 

Sýning Mireyu og Ástu Vilhelmínu Í sjávarmáli stendur frá 12.mars – 1.apríl

 

Mjólkurbúðin Listagili er opin:

Föstudaga kl.15-17

Laugardaga og sunnudaga 14-17 meðan sýningar standa yfir. Hægt er að taka á móti hópum eftir samkomulagi þess utan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband