Gildagur í Listagilinu og sjö opnanir á laugardag

gilid Listagil 

Það verður margt um að vera í Listagilinu og nágrenni á laugardag:


Laugardagur 12. mars
AkureyrarAkademían kl. 10:00: Opinn félagsfundur. Allt áhugafólk um
starfsemi AkureyrarAkademíunnar - Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á
Norðurlandi - er hvatt til að mæta á opinn félagsfund. Tilefni fundarins er
sú staðreynd að árið 2011 fær félagið engan styrk af fjárlögum ríkisins. En
fundinum er einnig ætlað að efla tengslanet félagsfólks.

***
Gildagur í Listagili 12. mars
Langi gangur kl. 14:00: Ljósmyndasýning kvenna sem eru búsettar á
Eyjafjarðasvæðinu. Konurnar eru áhugaljósmyndarar og kynna félagsskap sinn
með verkum sínum. Gengið upp á aðra hæð á móti Boxinu, sal
Myndlistarfélagsins í Listagili. Opið Gildaginn 12. mars og sunnudaginn 13.
mars kl. 13:00 - 17:00.

Salur Myndlistarfélagsins kl. 14:00:  Ólafur Sveinsson opnar sýningu á
klippimyndum. Myndirnar eru saga um tímann, manninn og ferðalag sem hófst
fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.
Sýningin er opin um helgar frá kl. 14:00-17:00 til 27. mars.

Gallerí Box: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir er myndlistarmaður marsmánaðar og
sýnir myndverk í Boxinu.

Deiglan kl. 14:00: Opnun á sýningunni "Þetta vilja börnin sjá"
myndskreytingar í íslenskum barnabókum sem kepptu um Dimmalimmverðlaunin
2010. Að verðlaununum standa Félag íslenskra bókaútgefanda, Myndstef og
Eymundsson ásamt menningarmiðstöðinni í Gerðubergi, en þaðan kemur sýningin
til menningarmiðstöðvarinnar í Listagili. Sýningin stendur til 30. mars og
verður opin um helgar frá kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Skólum verður
sérstaklega boðið á sýninguna og munu nemendur fræðast um myndskreitingar í
bókum og taka þátt í atkvæðagreiðslu. Nánari upplýsingar og bókanir hjá
Brynhildi Kristinsdóttur, safnkennara og sýningastjóra sýningarinnar í
Deiglunni í síma 868-3599 begin_of_the_skype_highlighting
868-3599      end_of_the_skype_highlighting.

Populus tremula kl. 14:00: Opnun á sýningu Örnu Valsdóttur "Staðreynd II og
oggulítill óður til Billie". Opin um helgina frá kl. 14-17.

Stóllinn - gallerí kl. 14:00: Opin vinnustofa Ragnheiðar Þósdóttur.

Gildagstilboð á Karólínu í boði nýrra eigenda frá kl. 14:00.

Mjólkurbúðin er nýtt sýningargallerí í Listagili. Kl. 15:00
Myndlistakonurnar Mireya Samper og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir opna
sýninguna "Í sjávarmáli". George Hollanders og Þór Sigurðsson flytja tónlist og
ljóð í tilefni opnunarinnar. Sýningin stendur til 1. apríl.

Listasafnið á Akureyri kl. 15:00
: Opnun á ljósmyndasýningu Katrínar
Elvarsdóttur og Péturs Thomsen "Vöknun". Samspil tveggja listamanna sem hafa
valið sér ljósmyndina sem miðil. Sýningin stendur til 1. maí.

Ketilhúsið kl. 16:00
: Sýnum samhug í verki. Framhald á söfnunarátaki fyrir
Eriku Isaksen og fjölskyldu sem missstu allar eigur sínar í jarðskjálftunum
á Nýja Sjálandi. Listmunauppboð, prúttvarningur og veitingar.

Opnar vinnustofur listamanna á toppi Listasafnsins frá kl. 16:00.
***

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15:00
: "Herrar, menn og stjórar". Opnun
á ljósmyndasýningu Önnu Maríu Sigurjónsdóttur. Sýningin er tileinkuð Vigdísi
Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands. Stendur út marsmánuð og er opin á
opnunartíma safnaðarheimilisins.

Hamrar, Hof menningarhús: Tónleikar Íslenska flautukórsins. Flautukórinn
skipa um 20 flautuleikarar sem allir taka virkan þátt í íslensku
tónlistarlífi. Íslenski flautukórinn hefur vakið athygli fyrir frumflutning
á nýrri tónlist þar sem hann hefur komið fram m.a. á tónlistarhátíðunum
Norrænum músíkdögum og Myrkum músíkdögum. Í Íslenska flautukórnum er leikið
á allar flautur fjölskyldunnar og gott betur en það eins og heyra má á
tónleikunum. Gestir flautukórsins á tónleikunum verða norðlenskir
flautuleikarar og nemendur auk Páls Barna Szabó á fagott og Þórarins
Stefánssonar á píanó. Einleikari í flautukonsertinum Lux er Melkorka
Ólafsdóttir og stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir, leiðandi flautuleikari
Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sjá nánar á  www.menningarhus.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband