Fćrsluflokkur: Menntun og skóli
23.10.2009 | 10:27
Evudćtur í Listasafninu á Akureyri
EVUDĆTUR
TÓTA, TOBBA OG HRAFNHILDUR
Laugardaginn 24. október kl. 15 verđur sýningin Evudćtur opnuđ í Listasafninu á Akureyri, en hér eru á ferđinni ţćr stöllur Ţórunn Elísabet Sveinsdóttir (Tóta), Ţorbjörg Halldórsdóttir (Tobba) og Hrafnhildur Arnardóttir. Ţessar vinkonur unnu allar um skeiđ hjá Fríđu frćnku ţar sem gamlir hlutir ganga í endurnýjum lífdaga og andi hins liđna svífur yfir vötnum. Ţćr eiga einnig sameiginlegt ađ vinna međ fundna hluti og alls konar lífrćn og ólífrćn efni og ađferđir.
Ţórunn Elísabet Sveinsdóttir (f. 1952) hefur starfađ innan leikhússins í hartnćr 30 ár og getiđ sér gott orđ fyrir búningahönnun og sviđsmyndir. Ţórunn útskrifađist frá Myndlista- og handíđaskóla Íslands í frjálsri myndlist 1982 en fljótlega eftir ađ námi lauk tók hún ađ sér verkefni fyrir leikhúsin. Međfram fjölbreyttu og krefjandi starfi í leikhúsunum hefur Ţórunn unniđ ađ myndlist og haldiđ einkasýningar ásamt ţví ađ taka ţátt í ýmsum samsýningum. Fyrsta einkasýning hennar var í gamla Nýlistasafninu voriđ 1982. Áriđ 2001hélt Gerđuberg henni Sjónţing ţar sem fariđ var yfir feril hennar ađ viđstöddu fjölmenni og sýndi hún ţar um leiđ nýjustu verk sín. Tilfinning og efnismeđferđ í myndlist Ţórunnar hefur í öllum sínum fjölbreytileika og litadýrđ lengst af veriđ nátengd ástríđu hennar fyrir búningum; áhugi hennar á íslenskri ţjóđmenningu hefur einnig veriđ mikill áhrifavaldur í verkum hennar. Ađ undanförnu hafa ný efni og önnur sjónarhorn í verkum hennar brotiđ ţann ramma.
Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969) útskrifađist međ MFA-gráđu frá School of Visual Arts í New York áriđ 1996, ţar sem hún hefur búiđ og starfađ allar götur síđan. Listamannsnafn hennar er Shoplifter. Í verkum sínum tekst hún á viđ fyrirbćri eins og hégóma, sjálfsmynd, fegurđ og tísku og kemur međ margvíslegum hćtti inn á ţráhyggju og blćti, afsprengi nútímalifnađarhátta. Tilraunir Hrafnhildar hafa mótast af straumum alţjóđlegrar myndlistar sem og afţreyingarmenningu, tískuiđnađi, dćgurlagakúltúr, leikhúsi og fjölmiđlum. Verk hennar eru samofin gjörningum á ýmsa vegu ţar sem hún leikur sér oft međ freistingar ofgnóttarinnar. Á undanförnum árum hefur hún unniđ mikiđ međ gervihár og náttúrulegt hár og búiđ til skúlptúra og veggmyndir, sem minna á klifurplöntur á húsgöflum, svo úr verđur skreytikennd fegurđ sem býr jafnframt yfir ógnvekjandi draugalegum áhrifum. Í verkum sínum glímir Hrafnhildur viđ sögu ţessarar hárugu ţráhyggju okkar og hvernig sköpun međ hana heldur áfram ađ birtast í menningu samtímans ţar sem tilhugsunin um slćman hárdag (e. bad hair day) vokir yfir okkur eins og bölvun.
Ţorbjörg Halldórsdóttir (f. 1968) útskrifađist frá Menntaskólanum ađ Laugarvatni 1988. Tveimur árum síđar hélt hún á vegum skiptinemasamtakanna A.U.S til Mexíkó ţar sem hún dvaldi nćstu tólf mánuđi og stundađi tónlistarnám og starfađi sem músiktherapisti. 1993 urđu tímamót í hennar lífi ţegar hún kynntist Önnu í versluninni Fríđu frćnku ţar sem hún starfađi á árunum 1994-2002. Nokkru síđar var stefnan tekin norđur til Akureyrar og áriđ 2004 opnađi hún sjálf, ásamt Guđrúnu Jónsdóttur, búđina Frúin í Hamborg. Ţađ má segja ađ í gegnum búđina hafi hún ţróađ sína myndlist. Ţorbjörg vinnur mest međ innsetningar og gjörninga og ţá gjarnan í samvinnu viđ ađra listamenn. Í Frúnni í Hamborg hannar og saumar Tobba púđa, töskur, hálskraga, hárspangir, kjóla og margt fleira undir merkinu Frúin í Ham.
Í grein sem Sjón skrifađi í tilefni sýningarinnar segir m.a.: Ţađ var í svörtum flauelspúđa, stungnum međ samlitum glersteinum; ţađ var í jörpum, snúnum hárlokki sem bundinn var saman međ fölnandi appelsínugulum silkiborđa; ţađ var í eldhússvuntu, svo bćttri međ grćnum, rauđum, bláum og gulum bótum ađ engin leiđ var ađ sjá ađ eitt sinn var hún hvít. Flaueliđ í einu horni púđans tók ađ hnođrast líkt og krafsađ vćri í ţađ međ langri nögl. Eitt hár lokksins tók ađ vaxa, ađ spinna sig frá hinum í silkihaftinu, og reyndist hrokkiđ. Einn saumanna sem hélt fastri bót á vinstra brjósti svuntunnar tók ađ rekja sig upp, ađ lengjast og vinda sig niđur á gólfiđ. Og ţannig gekk á međ kvisi, hvísli og hvískri uns flauelshnođrinn, háriđ staka og saumţráđurinn höfđu magnast svo ađ stćrđ og gerđ hnođri dafnađ, hár ţykknađ, ţráđur hlađist upp ađ hvert fyrir sig myndađi ađ lokum fullvaxna og einstaka konu.
Sýningarstjóri er Hannes Sigurđsson. Rithöfundurinn Sjón skrifar smásögu í sýningarskrána sem er hönnuđ af Kviku ehf. Sýningin stendur til 13. desember. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurđsson, forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri, í síma: 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Listasafniđ á Akureyri er opiđ alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. Ókeypis ađgangur í bođi Akureyrarbćjar.
LISTASAFNIĐ Á AKUREYRI
AKUREYRI ART MUSEUM
7.10.2009 | 22:05
Möguleg fjármögnun til menningarstarfs
Möguleg fjármögnun til menningarstarfs
Kynning á Akureyri
Skipuleggjandi: Norrćna upplýsingaskrifstofan á Akureyri
Flestir ţeir sem vinna međ menningartengd verkefni ţurfa ađ sćkja um styrki til fjármögnunar ţeirra. Til hvađa verkefna, frá hverjum og hvernig er hćgt ađ fá styrki?
Á kynningunni verđur lögđ sérstök áhersla á Norrćna menningarsjóđinn. Markmiđ sjóđsins er ađ efla norrćnt menningarsamstarf og er starfssviđiđ breitt, nćr til lista- og menningarsviđsins, jafnt fagfólks sem leikmanna.
Einnig verđur fariđ verđur fariđ yfir ađra sjóđi tengda norrćnu menningarsamstarfi
Dagskrá
13.00 16:00
Kynntar verđa nýjar áherslur Norrćna menningarsjóđsins sem taka gildi
1. janúar 2010
Kynnt verđa sérstök verkefni Norrćna menningarsjóđsins
Umsóknareyđublađ sjóđsins verđur skođađ og viđ förum yfir mikilvćg atriđi varđandi umsóknir til sjóđsins.
Umsćkjandi segir frá reynslu sinni af umsóknarferlinu.
Ađrir norrćnir sjóđir kynntir.
Kaffi, spurningar og umrćđur
Um kynningu sjá: Stefán Baldursson óperustjóri og stjórnarmeđlimur Norrćna menningarsjóđsins, María Jónsdóttir forstöđumađur Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar og George Hollanders listamađur.
Tími og stađur
Kynningin verđur haldin í Ketilhúsinu á Akureyri föstud. 16. okt. 2009 kl. 13:00 16:00 og er ţátttakendum ađ kostnađarlausu.
Skráningar í síđasta lagi 13. okt. 2009, kl. 12:00 hjá Maríu Jónsdóttur Norrćnu upplýsingaskrifstofunni. Tölvupóstfang mariajons@akureyri.is. Heimasíđa skrifstofunnar er www.akmennt.is/nu
María Jónsdóttir

Forstöđumađur Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar

Leder Nordisk informationkontor 

Netfang/e-post: mariajons@akureyri.is

hjemmeside: www.akmennt.is/nu


Norrćna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor

Kaupvangsstrćti 23

600 Akureyri

Island.

Sími: 462 7000
Fax: 462 7007
Menntun og skóli | Breytt 8.10.2009 kl. 21:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 10:02
Bryndís Kondrup opnar sýningu á Café Karólínu
Bryndís Kondrup
Stađsetningar
03.10.09 - 06.11.09
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Bryndís Kondrup opnar sýninguna Stađsetningar á Café Karólínu laugardaginn 3. október klukkan 15.
Sýningin Stađsetningar samanstendur af málverkum, landakortum og trjágreinum.
Ţetta eru hugleiđingar um stađi og stađsetningar, hvar erum viđ stödd í tíma og rúmi eđa hvar vildum viđ vera stödd?
Bryndís Kondrup er menntuđ viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands, Skolen for Brugskunst og myndlistadeild Dansk Lćrerhöjskole í Kaupmannahöfn, listfrćđi viđ Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.
Bryndís hefur haldiđ hátt á annan tug einkasýninga og tekiđ ţátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.
Međfylgjandi mynd er af einu verka Bryndísar.
Nánari upplýsingar veitir Bryndís í síma 866 7754 eđa tölvupósti: brykondrup@gmail.com
Nćstu sýningar á Café Karólínu:
07.11.09 - 04.12.09 Bergţór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 11:21
Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Visas” á Café Karólínu
Ólöf Björg Björnsdóttir
Visas
05.09.09 - 02.10.09
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna Visas á Café Karólínu laugardaginn 5. september klukkan 15.
Ólöf Björg útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2001 međ málun sem ađalgrein og voriđ 2007 lauk hún kennaranámi frá sama skóla. Einnig lćrđi hún myndlist viđ háskólann í Granada á Spáni, dvaldi á textílverkstćđi Ami Ann og lćrđi hjá meistara An Ho Bum í Seoul í Kóreu 1994-1995.
Ólöf Björg hefur veriđ virk í myndlistinni frá útskrift, haldiđ einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölda samsýninga og uppákomum ýmiskonar m.a. Sequenses áriđ 2007 og afmćlissýningu Hafnarfjarđar í Hafnarborg áriđ 2008, var međ skápainnsetningar í tilefni af Björtum dögum áriđ 2009 á eigin heimili svo eitthvađ sé nefnt.
Málverk Ólafar Bjargar eru í senn kaótísk og nákvćm og eru litrík og flćđandi í víđum skilningi. Hún notar gjarnan ađra miđla líka og hafa innsetningar hennar haft á ađ skipa lifandi dýrum, dúnsćngum, leikföngum, ilmi og mörgu fleiru. Verk Ólafar Bjargar eru fersk og tilfinningarík og er í ţeim fólginn mikill sköpunarkraftur. Heimasíđa hennar er: http://www.olofbjorg.is
Međfylgjandi mynd er af einu verka Ólafar Bjargar.
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Björg í síma 868 8098 eđa tölvupósti: olofbjorg(hjá)olofbjorg.is
Nćstu sýningar á Café Karólínu:
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergţór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
30.8.2009 | 22:18
Varp Haraldar Jónssonar í Gallerí Víđ8ttu601
Laugardaginn 29. ágúst var verkiđ VARP eftir Harald Jónsson myndlistarmann
afhjúpađ hjá Gallerí Víđ8ttu601 í hólmanum í Leirutjörn á Akureyri.
Innsetningin sem unnin er í nánu samstarfi viđ ađstandendur
sýningarstađarins vísar í margar áttir samtímis,verkiđ er í senn heimsendir
eđa neyđarmerki yfir á íslenska meginlandi en er líka stćkkunargler og
fylgja sem kom til ţegar Drottningarbrautin,sem kennd er viđ dönsku krúnuna,
var lögđ á sínum tíma og myndar leiđin ţannig áţreifanlegan naflastreng út á
flugvöll og yfir til okkar fyrri nýlenduherra.
Haraldur Jónsson nam myndlist í Aix en Provence í Frakklandi, í
Myndlistaskólanum í Reykjavík, MHÍ, viđ Kunstakademíuna í Düsseldorf í
Ţýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París,
Frakklandi. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins og eru reglulega til
sýnis víđs vegar um heim.
26.8.2009 | 18:11
Haraldur Jónsson sýnir í Gallerí Víđ8ttu601
Laugardaginn 29. ágúst kl.17:00 verđur verkiđ Varp eftir Harald Jónsson myndlistarmann afhjúpađ í hólmanum í Leirutjörn viđ Drottningarbraut á Akureyri. Innsetningin sem unnin er í nánu samstarfi viđ ađstandendur Víđ8ttu vísar í margar áttir samtímis, verkiđ er í senn heimsendir eđa neyđarmerki yfir á íslenska meginlandiđ en ţađ er sömuleiđis stćkkunargler og fylgja sem kom til ţegar Drottningarbrautin, sem kennd er viđ dönsku krúnuna, var lögđ á sínum tíma og myndar verkiđ ţannig áţreifanlegan naflastreng út á flugvöll og yfir til okkar fyrri nýlenduherra.
Haraldur Jónsson nam myndlist í Aix en Provence í Frakklandi, í Myndlistaskólanum í Reykjavík, MHÍ, viđ Kunstakademíuna í Düsseldorf í Ţýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París, Frakklandi. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins og eru reglulega til sýnis víđs vegar um heim.
Ţetta er síđasta sýningin sem Gallerí Víđ8tta601 setur upp í hólmanum í Leirutjörn en Víđ8tta bindur sig ekki viđ almenn sýningarrými heldur finnur sér stađ úti í náttúrunni eđa í byggingum sem ekki hafa veriđ notađar sem sýningarstađir áđur.
Upplýsingar um verkiđ veitir Haraldur Jónsson: 860 8468
Upplýsingar um Gallerí Víđ8ttu601: Steini eđa Dísa 846 1314
13.8.2009 | 08:00
Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar sýningu í DaLí Gallery
Edda Ţórey Kristfinnsdóttir opnar myndlistasýninguna Vistaskipti í DaLí
Gallery á Akureyri, laugardaginn 15. Ágúst kl. 15-17.
Sýning Eddu Ţóreyjar Vistaskipti fjallar um hiđ eilífa ferđalag okkar
mannfólksins, vist á ólíkum stöđum og mismunandi áhrif umhverfis ţeirra og fl.
Edda Ţórey lćrđi hönnun í Iđnskólanum í Hafnarfirđi, stundađi myndlistanám
í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista og Handíđaskóla íslands og
útskrifađist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2004. Edda Ţórey er međ
vinnustofu ađ Korpúlfsstöđum, er félagi í SÍM - Sambandi íslenskra
myndlistamanna, Gilfélaginu á Akureyri og í Myndstef.
Edda Ţórey Kristfinnsdóttir um Vistaskipti:
Já
Mitt í hamingjunni
Blikka viđvörunarljós
Óreiđa, skelfing , hrun
Gulir, rauđir, grćnir, bláir
Englar himins gráta
Já
Mitt í hamingjunni
Vistaskipti er uppspretta verka minna. Viđ mannfólkiđ erum á eilífu
ferđalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr
einni vist í ađra. Vistin getur veriđ frá ţví ađ vera góđ til ţess ađ
vera nöturleg. Viđ ráđum ekki alltaf för. Umhverfi, innlendar og
erlendar fréttir hafa áhrif á mig, móta hugsanir mínar og halda mér viđ
gerđ verkanna.
Sýning Eddu Ţóreyjar í DaLí Gallery stendur fram yfir Akureyrarvöku,
menningarvöku Akureyrarbćjar ţann 29. Ágúst. DaLí gallery er opiđ
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á Akureyrarvöku kl.14-17 og 20-00.
Allir velkomnir
www.daligallery.blogspot.com
29.7.2009 | 01:30
Ţórgunnur Oddsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Ţórgunnur Oddsdóttir
Íslensk landafrćđi
01.08.09 - 04.09.09
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Ţórgunnur Oddsdóttir opnar sýninguna íslensk landafrćđi á Café Karólínu laugardaginn 1. ágúst klukkan 15.
Ţórgunnur er Eyfirđingur, fćdd áriđ 1981. Hún stundar nám viđ Listaháskóla Íslands og hefur međfram námi starfađ sem blađamađur og pistlahöfundur á Fréttablađinu og nú síđast sem fréttamađur á RÚV.
Sýningin Íslensk landafrćđi er óđur til gömlu landslagsmálaranna sem lögđu grunn ađ íslenskri myndlistarsögu og áttu međ verkum sínum ţátt í ađ vekja ţjóđerniskennd í brjóstum landsmanna. Fjalliđ upphafna er á sínum stađ, líkt og í verkum meistaranna, en ţetta eru hvorki Hekla né Herđubreiđ heldur óárennilegir fjallgarđar sniđnir eftir línuritum yfir gengisţróun, úrvalsvísitölu, verđbólgu og tap. Landslagiđ sem tekiđ hefur viđ.
Nám
2007 - Listaháskóli Íslands, myndlistardeild
2006 Kunstskolen Spektrum, Kaupmannahöfn
2003 2006 Háskóli Íslands, BA-próf í íslensku og fjölmiđlafrćđi
2002 2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1997 2001 Menntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf
Međfylgjandi mynd er af einu verka Ţórgunnar.
Nánari upplýsingar veitir Ţórgunnur í síma 820 8188 eđa tölvupósti: thorgunnur.odds@gmail.com
Nćstu sýningar á Café Karólínu:
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergţór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson
9.7.2009 | 11:22
Dagrún Matthíasdóttir sýnir í DaLí Gallery

Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com/
opiđ lau-sun kl.14-17 í sumar
30.6.2009 | 12:05
Lind Völundardóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Lind Völundardóttir
Bleikt međ loftbólum
04.07.09 - 31.07.09
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri
Lind Völundardóttir opnar sýninguna Bleikt međ loftbólum á Café Karólínu 4. júlí 2009
Kl.15
Lind er Reykvíkingur fćdd 1955 í Ţingholtunum og er 101 í húđ og hár.
Lind er kjólameistari, myndlista-og textílkona og hefur veriđ svo lánsöm ađ geta framfleytt sér á kunnáttu sinni međ iđkun og kennslu.
Verkin sem hér hanga eru hluti af stćrra verki ţar sem myndlist og textíl skarast. Verkiđ er unniđ út frá ferli í litun á textíl. Litunarferliđ byrjar á ţví ađ vatniđ er látiđ renna og litnum er blandađ í vatniđ. Myndirnar eru teknar ţegar ţetta er ađ gerast. Í ţessu tilfelli var litađ silki og fékk ţađ svona gamaldags móskulegan laxableikan lit. Loftbólurnar urđu til ţegar vatniđ streymdi af krafti úr krananum.
Menntun
2007 - 2009 University of Iceland, Diploma, Teachers certificate.
2006-2007 The Reykjavík Technical Collage, Certificate as a master craftsman in tailoring.
1994 - 1996 St. Joost Academy, Breda, Postgraduade Visual Art
1993 - 1994 The Royal Academy of Art in The Hague, Department of Sculpture.
1987 - 1989 The Icelandic Academy of Arts and Crafts, BFA, Department of New Art.
1985 - 1986 The Reykjavik ,Chollage, of Visual Art, Drawing .
1980 - 1984 The Reykjavik Technical Collage, Journeyman's examination in tailoring.
Sýningar
2009 Artótek Reykjavík, Iceland. Photographs
2008 Gallery Ráđhús Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Iceland. Photographs
2007 Lucent, Den Haag, The Netherlands. Photographs
2006 Kaffi Mokka, Reykjavík, Iceland. Photographs
2005 Gallery Zoet, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2004 Gallery Red Hot, Den Haag, The Netherlands. Textile and clothing.
2003 Wandering Library, Markers lV in Venice, Unecko National Italia, Comition, Roadshow. Italy, Germany, Franc, Mixed media
1999 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands,Mixed media
1997 Gallery Keller, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1997 Nýlistasafniđ, Reykjavik, Iceland. Mixed media
1996 The Artgive Den Haag, The Netherlands.Photographs
1996 Kunstraum Wohn Raum, Hannover, Duitsland, Mixed media.
1996 Gallery Litter, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1995 Gallery Sćvar Karl, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1995 Nýlistasafniđ, Reykjavík, Iceland. Mixed media
1994 Gallery Sćvar Karl, Reykjavík, Iceland.
1994 Quartair Contemporary Art Initiatives, Den Haag, The Netherlands. Mixed media
1993 22 Reykjavík, Iceland. Photographs.
1992 Hlađvarpinn, Reykjavík, Iceland. Photographs.
1991 Image Photogallery, Arhus, Denmark. Photographs.
Nánari upplýsingar veitir Lind í tölvupósti mr.bond@orange.nl
Nćstu sýningar á Café Karólínu:
01.08.09 - 04.09.09 Ţórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson