Fćrsluflokkur: Menntun og skóli

Lína sýnir Tilbrigđi í DaLí Gallery

katla_185.jpg
 
Sigurlín M. Grétarsdóttir ( Lína ) opnar sýningu 13.júní kl.14-17 í DaLí Gallery. Sýningin ber yfirskriftina " Tilbrigđi - Variations "
Lína notar blandađa tćkni í verkunum, ađferđ sem hún hefur veriđ ađ ţróa í rúm 2 ár og
notar hún acryl, lakk, pappír, hrosshár og fleira.
Ţennan sama dag útskrifast Lína frá Háskólanum á Akureyri úr kennsluréttindanámi.

Sýningin stendur til 28. júní.

 

DaLí GALLERY BREKKUGATA 9 600 AKUREYRI OPIĐ FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA KL.14-17


Gilfélagiđ kynnir međ stolti Listasmiđjur barna 2009

Viđ erum sérstaklega glöđ og ánćgđ međ undirtektir sem Listasmiđjur okkar
hafa fengiđ ţetta áriđ.
Krepputal og annađ slíkt látum viđ sem vind um eyru ţjóta og bjóđum ţađ
besta sem völ er á.

Fyrirtćki, stofnanir og sveitarfélög á svćđinu hafa tekiđ höndum saman og
gert okkur kleift ađ bjóđa börnum og unglingum ađ ferđast međ okkur um
tíma og rúm og heimsćkja framandi heima.

Námskeiđiđ byrjar nćsta mánudag, 8.júní og spannar 11 virka daga og fá
krakkarnir, brauđ drykki, ávexti og grćnmeti alla daga - enginn ţarf ađ
koma međ nesti.

Til ađ koma til móts viđ ţá foreldra sem ekki hafa miklar
ráđstöfunartekjur ţá eru ýmsar leiđir opnar og enginn ţarf ađ sitja heima
sökum fjármagnsskorts.

Sveitarfélög bjóđa niđurgreiđslu fyrir sín börn og velferđarsjóđur kemur
einnig ađ og niđurgreiđir fyrir ţá sem ţađ ţurfa.

Ef ţiđ hafiđ áhuga á ađ vita meira ţá eru hér fylgiskjöl og nánari lýsingu
 má sjá á heimasíđu Gilfélagsins www.listagil.is

Fyrir hönd Gilfélagsins.

Međ ţakklćti og kćrri kveđju,
Vigdís Arna
gsm: 8643054



dagmey_2007.jpg

FERĐALAG UM FRAMANDI HEIMA


Viltu ferđast um framandi heima, kíkja í Lífheim, Bjargheim, Söguheim,
Fornheim, Gođheim, Lesheim, Minjaheim, Umheim, Sköpunarheim og
Reynsluheim.


Gilfélagiđ og samstarfsfélagar munu ferđast međ börn á aldrinum 8 - 12 ára
 í spennandi frćđslu og skemmtiferđ sem lýkur međ sýningu á Jónsmessuhátíđ
í Kjarnaskógi 23. júní.

Ferđalagiđ hefst í Lífheimi á Hjalteyri ţar sem land verđur numiđ.  Ţađan
verđur síđan siglt, ekiđ eđa gengiđ í ýmsa framandi heima s.s. Fornheim,
Bjargheim, Söguheim, Lesheim, Minjaheim, Gođheim og Umheim. Fjöldi
frćđimanna mun taka á móti ferđalöngunum og sjá til ţess ađ allt fari fram
eftir kúnstarinnar reglum.

Á ferđalaginu verđa fornar sögur skođađar, matarsögur smakkađar og nýjar
sögur skapađar. Áhersla lögđ á landnám og pćlt í ţví hvađ felst í
landnámi.
Hvenćr nemum viđ land og hvernig flyst menning milli heima?

Ferđalaginu lýkur međ uppsetningu sýninganna Reynsluheimur og Sköpunarheimur.
Sýningarnar verđa endurteknar á Akureyrarvöku međ viđkomu í Vökuheimi.
Ţá verđur Listagiliđ numiđ af nýbúum og bćjarbúum bođiđ í veislu.

Jónsmessunámskeiđiđ hefst mánudaginn 8.júní og stendur til ţriđjudags
23.júní.
Ferđalagiđ hefst hvern dag klukkan 10:00 og komiđ verđur til baka í Núheim
kl.16:00
Vökunámskeiđiđ hefst fimmtudaginn 27.ágúst og lýkur laugardaginn 29.ágúst.


Verđiđ er varla frá ţessum heimi -  25.000 krónur  og 15% systkinaafsláttur.
Innifaliđ í ţví eru 11 virkir dagar međ kennslu, matur, hressingu,
sigling, rútuferđir og efni.
Ađ auki er ţátttakendum bođiđ ađ taka ţátt í endursköpun Reynsluheims og
nýju landnámi undir nafninu Vökuheimur á Akureyrarvöku.

Fyrir 13-16 ára  unglinga er sérstakur hópur sem sér um ađ skrásetja og
miđla. Fjölmiđlateymiđ Alheimur -  Ađeins er pláss fyrir 6 og verđ er
15.000.-

ATH - viđ tökum á móti Tómstundaávísun Akureyrar

Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíđu Gilfélagsins, www.listagil.is
en einnig í síma 8643054 hjá Vigdísi og 4612609, einnig hjá Maríu í síma
4627000 og međ tölvupósti á gilfelag@listagil.is.


Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu

lollipopp.jpg

Georg Óskar Manúelsson

Lollipopp

06.06.09 - 03.07.09


Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


---
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu laugardaginn 6. júní 2009 klukkan 15.

Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp
lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipop

Georg Óskar 1985 603 Akureyri S: 847-7891 georgoskar@gmail.com

Nám
2007- 2009     Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008      Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006     Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut

Samsýningar
2007     Florence Biennale - Flórens
2007     Rósenborg - Akureyri
2009     GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurđsson - Dalí gallerý, Akureyri

Einkasýningar
2007     Cafe Valny - Egilstađir
2008     Untitled - Deiglan, Akureyri
2008     Cafe Valny - Egilstađir
2009     Lollipopp - Karólína, Akureyri

Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 3. júlí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 8477891 og í tölvupósti: georgoskar@gmail.com

Nćstu sýningar á Café Karólínu:
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Ţórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Ásta Bára Pétursdóttir sýnir í Populus Tremula

_stabara_web.jpg

ÁSTA BÁRA PÉTURSDÓTTIR
málverkasýning

Laugardaginn 23. maí kl. 14:00 verđur opnuđ málverkasýning Ástu Báru Pétursdóttur í Populus Tremula.

Ásta Bára er nýútskrifuđ frá Myndlistaskólanum á Akureyri.
Verkin á sýningunni eru ný olíumálverk, öll unnin á ţessu ári.

Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 24. maí kl. 14:00 - 17:00 | Ađeins ţessi eina helgi


HUGINN ŢÓR ARASON OPNAR Í KUNSTRAUM WOHNRAUM Á AKUREYRI

allt_i_kuk_og_kanil.jpg

HUGINN ŢÓR ARASON 

ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AĐ VERA SATT)

17.05. - 21.06.2009 

Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13  

Opiđ samkvćmt samkomulagi  

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggđ 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 

 

Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Ţór Arason sýninguna “ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AĐ VERA SATT)” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Á sýningunni í KW er hugmyndin ađ útfćra skissu af Evrópusambandsfána ţar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stađ stjarnanna. Hún var upphaflega gerđ af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt ađ útfćra ţessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hćgt verđur svo ađ panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabiliđ gegnum KW. Fáninn verđur skjannahvítur. Á sýningunni verđa einnig tvćr pappírsklippimyndir og kveđjur sem sendar hafa veriđ fjölskyldunni ađ Ásabyggđ 2; ađstandendum KW, frá Ástralíu.

Huginn Ţór Arason stundađi nám viđ Listaháskóla Íslands og framhaldsnám viđ Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldiđ fjölda einkasýninga og tekiđ ţátt í samsýningum og unniđ ađ nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann ţátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unniđ ađ sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suđsuđvesturs í Reykjanesbć. Hann býr og starfar í Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817


Kunstraum Wohnraum hefur veriđ starfrćkt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Ţađ er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggđ 2.

Sýning Hugins Ţórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hćgt er ađ hringja í síma 462 3744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er ađ finna hér.


Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guđmundsson sýna á bókasafni Háskólans á Akureyri

himintjold_og_dansandi_linur.jpg


Afhending hvatningarverđlauna CP-félagsins

Föstudaginn 15. maí klukkan 16:00 opna Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guđmundsson (Kalli) sýninguna Himintjöld og dansandi línur á bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin međ akrýllitum á bómullargrisju. Viđ opnunina verđa veitt hvatningarverđlaun CP-félagsins. Hugtakiđ CP (Cerebral Palsy) er notađ yfir algengustu hreyfihömlun međal einstaklinga. 

Karl og Rósa Kristín hafa unniđ saman ađ myndlist í mörg ár. Samstarfiđ var lengi vel samspil nemanda og kennara en hefur ţróast markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Líta má á listir sem samskiptamáta; samtal listamannsins viđ áhorfandann, samspil listamannsins viđ efniđ, en líka samtal eđa samleik listamanna. Rósa Kristín og Karl hafa skapađ verk saman á ýmsa vegu. Karl hefur málađ efni byggt á eigin hugmyndum og Rósa unniđ áfram međ ţađ á mismunandi vegu, oft sem uppistöđu í textílverkum sem byggja á sjónrćnu samtali beggja. Ađ ţessu sinni málađi Rósa efnin fyrst, en Karl tók viđ og málađi sínar „dansandi línur“. Innsetningin Himintjöld og dansandi línur er afrakstur ţessa samtals eđa samspils listamannanna.

Viđ sýningaropnunina verđa veitt HVATNINGARVERĐLAUN CP félagsins á Íslandi en félagiđ hefur árlega afhent hvatningarverđlaun til ţeirra sem eru góđar fyrirmyndir fyrir félagsmenn. Hvatningarverđlaunin í ár hljóta ţau Brynhildur Ţórarinsdóttir lektor og rithöfundur og listamannatvíeykiđ Rósa Kristín Júlíusdóttir lektor og Karl Guđmundsson. Ţriđjudaginn 5. maí sl. opnađi Karl Guđmundsson sýninguna KALLI25 og ţykir félaginu viđ hćfi ţegar Karl og Rósa opna ađra sýninguna á tveimur vikum ađ hittast viđ opnunina og afhenda hvatningarverđlaunin í ár.


Dagskrá:

Karl Guđmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýninguna Himintjöld og dansandi línur.

Ávarp: Ţorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Ásdís Árnadóttir afhendir hvatningarverđlaunin fyrir hönd CP félagsins.
Brynhildur Ţórarinsdóttir les kafla úr bók sinni Nonni og Selma; fjör í fríinu.
Hljómlist flytja Ţórgnýr Inguson, Bjarni Helgason og Egill Logi Jónsson.
Léttar veitingar í bođi CP félagsins.


Sýningin "Viltu leika?" í GalleríBOXi

syning_2009_003.jpg

 

Viltu leika?

GalleríBOX

Kaupvangstrćti 10

600 Akureyri

opiđ 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudaga

Opnar á laugardaginn 16. maí kl.15.00.

Nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla ásamt kennurum sínum unnu sérstaklega fyrir ţessa sýningu.  Er afrakstur ţeirra vinnu til sýnis og er ćtlađ ađ vera einskonar leiđarvísir fyrir áframhaldandi vinnu. 
Ţví ţetta er bara byrjunin, ţessari sýningu er ćtlađ ađ vaxa og breytast.  Öllum er heimilt ađ koma međ verk á sýninguna eđa gera verk á stađnum.  Sérlega er horft til ţess ađ fullorđnir og börn vinni saman verk og skilji ţau eftir.  Einnig heimilt ađ vinna áfram ţau verk sem eru á stađnum og halda áfram međ ţau.  Ţetta er lifandi sýning og hún gćti ţróast í hvađa ţá átt sem henni ţóknađist.  En mikilvćgast er, ađ myndlistin er sá samrćđugrundvöllur sem allir mćtast á.

Umsjónarmenn sýningarinnar eru; Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Ţórarinn Blöndal.

Sýningin stendur til 7. júní.

myndlist_2009.jpg


Ingirafn Steinarsson sýnir á VeggVerki

background1.jpg


    VeggVerk
    Strandgötu 17
    600 Akureyri

    Ingirafn Steinarsson
    Rauđ teikning
    15.05 - 28.06 2009


    Ingirafn Steinarsson sýnir verkiđ Rauđ teikning á VeggVerki föstudaginn 15. mai 2009.

    Verkiđ er teikning unnin međ "kalklínu". Frjálsflćđandi stranglínu og
    tćkniteiknun sem myndar óskiljanlegt ţekkingarform.

    Ingirafn Steinarsson er útskrifađur úr Myndlista og Handíđaskóla
    Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur međ
    innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til ađ velta fyrir sér
    fagurfrćđi og virkni ţekkingar.
    this.is/ingirafn/

    Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    sími: 6630545
    veggverk.org


Áfram heldur List án landamćra á Norđurlandi

f_list_an_landamaera_list_an_landamaera_gogn_2009_dagskra_og_myndir_arni_honnudur_upplysingar_f_dagskrarbaekling_no


Mjög mikil stemning hefur veriđ á viđburđum sem fram hafa fariđ á Norđurlandi á vegum Listar án landamćra.  Formlega opnunin um síđustu helgi tókst međ mikilli prýđi og má sem dćmi nefna ađ Safnvörđurinn sem nú stendur stoltur viđ Safnasafniđ á Svalbarđsströnd hefur vakiđ óskipta athygli en heiđurinn ađ honum á hinn mjög svo öflugi Huglistarhópur.   Um daginn var opnuđ í Gallerí Ráđhús sýningin KALLI25 og ţykir hún hafa tekist einkar vel.  Rósa Kristín Júlíusdóttir hefur unniđ međ Kalla í mörg ár.


Á laugardaginn klukkan 14 er komiđ ađ opnun í Amtsbókasafninu á sýningu nemenda í Fjölmennt en ţađ er miđstöđ símenntunar sem ţjónar fötluđu fólki 20 ára og eldri.  Sýningin ber yfirskriftina Norđurheimskautiđ og verđa ţar sýnd verk úr ýmiskonar efniviđ. Leikhópurinn Hugsanablađran stígur á stokk og sýnir hluta af tilraunaverkefni međ söng- og leiklist.  Á laugardaginn verđur einnig opiđ hús 14-17 í GalleríBOX í Listagilinu ţar sem yfirskriftin er Komdu ađ leika.  Ţar mun myndlistarfólk vinna međ međ börnum og er sýningunni ćtla ađ gefa gestum fjölbreytt sýnishorn af ţví hvernig myndlistarfólk og börn vinna saman.

Hátíđin List án landamćra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíđin breyst og ţróast ár frá ári og fleiri eru ađ verđa međvitađir um gildi hennar í listalífinu, bćđi ţátttakendur og njótendur. Ţátttakendum fjölgar međ hverju ári og í ár eru fleiri bćjarfélög međ atburđi á dagskrá en nokkru sinni fyrr.
Markmiđ hátíđarinnar er ađ koma list og menningu fólks međ fötlun á framfćri.

Nánari upplýsingar um sýninguna í Amtsbókasafninu gefur Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennari (868-3599)
Upplýsingar um hátíđina í heild sinni gefur Margrét M. Norđdahl framkvćmdastýra hátíđarinnar (691-8756)

Nánari upplýsingar um hátíđina er einnig ađ finna á heimasíđunni   www.listanlandamaera.blog.is

VORSÝNING MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI 2009

 image image-1 MyndAk_fornam09

 

Ţrítugasta og fimmta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur međ veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnćđi skólans. Sýnd verđa verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Ţar gefur ađ líta sýnishorn af ţví helsta sem nemendur hafa veriđ ađ fást viđ í myndlist og hönnun á ţessu skólaári. 

 

Fimmtíu og fjórir nemendur stunduđu nám í dagdeildum skólans og af ţeim munu ţrjátíu og tveir brautskrást frá skólanum ađ ţessu sinni - átta grafískir hönnuđir og níu myndlistarmenn eftir ţriggja ára sérhćft nám. Sextán ljúka alhliđa undirbúningsnámi í fornámsdeild.

 

Einnig verđa sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiđum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verđur opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag. 

 

Heimasíđa skólans: www.myndak.is

 

 

 

 

VORSÝNING 2009

Myndlistaskólinn á Akureyri.

Opin helgina 9. - 10. maí kl. 14:00 - 18:00

Sýningarstađur: Kaupvangsstrćti 16 



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband