Varp Haraldar Jónssonar í Gallerí Víð8ttu601

img_0979.jpg


Laugardaginn 29. ágúst var verkið VARP eftir Harald Jónsson myndlistarmann
afhjúpað hjá Gallerí Víð8ttu601 í hólmanum í Leirutjörn á Akureyri.
Innsetningin sem unnin er í nánu samstarfi við aðstandendur
sýningarstaðarins vísar í margar áttir samtímis,verkið er í senn heimsendir
eða neyðarmerki yfir á íslenska meginlandi en er líka stækkunargler og
fylgja sem kom til þegar Drottningarbrautin,sem kennd er við dönsku krúnuna,
var lögð á sínum tíma og myndar leiðin þannig áþreifanlegan naflastreng út á
flugvöll og yfir til okkar fyrri nýlenduherra.
Haraldur Jónsson nam myndlist í Aix en Provence í Frakklandi, í
Myndlistaskólanum í Reykjavík, MHÍ, við Kunstakademíuna í Düsseldorf í
Þýskalandi og Institut des Hautes Etudes en Arts Plastiques í París,
Frakklandi. Verk hans eru í eigu helstu safna landsins og eru reglulega til
sýnis víðs vegar um heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband