Guðjón Ketilsson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

19801057_1376182599125008_1125775034783600575_o

Laugardaginn 15. júlí kl. 14.00 opnar Guðjón Ketilsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er hluti af 5 ára afmælisfagnaði Alþýðuhússins sem haldin er helgina 14. - 16. júlí.
Sýning Guðjóns stendur til 30. júlí og er opin daglega kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti.

Guðjón Ketilsson (f. 1956) 

Býr og starfar í Reykjavík. Hann stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Kanada.Guðjón hefur frá upphafi unnið í margvíslegan efnivið – jöfnum höndum með eigið handverk, málverk, teikningar, leir, keramik og fundna hluti sem oft hafa persónulega þýðingu fyrir hann - efnisval hverju sinni ræðst af inntaki verkanna.
Í verkum Guðjóns skipar fortíð efnisins iðulega stóran sess. Ólíkar vísanir í líf fólks og sögu. Það má segja að mörg verka hans vísi inn á við. Þau beina athygli okkar að efninu og hinu efnislega umhverfi. Hann vinnur oft með hluti sem hann tekur úr upprunalegu samhengi sínu og setur í nýtt. Úr fundnum hlutum má lesa ýmis skilaboð sem öðlast merkingu eftir samhengi þeirra.
Maðurinn og samband hans og samskipti við umhverfi sitt hefur verið lengi verið viðfangsefni Guðjóns. Einnig hefur mannslíkaminn oft verið í forgrunni í verkum Guðjóns, nærvera hans eða fjarvera.
Guðjón hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guðjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk þess að vera boðið að vinna að list sinni á ýmsum alþjóðlegum vinnustofum, hefur hann verið valinn til þátttöku í samkeppnum um gerð listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyðisfirði.
Guðjón hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir list sína, s.s. Menningarverðlaun DV árið 2000 og verðlaun Listasafns Einars Jónssonar árið 1998.

Fjallabyggð, Uppbyggingarsjóður/Menningarráð Eyþings, Egilssíld, Aðalbakarí, Menningarsjóður Siglufjarðar og Fiskkompaníið styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/68572270828964


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband