Auðar Ómarsdóttur opnar sýningu í nýju sýningarrými gallerý Hvítspóa

19983558_1437344489679217_5171553917513567155_o

MAN I FEEL Like A WOMAN / einkasýning Auðar Ómarsdóttur

Verið velkomin á einkasýningu Auðar Ómarsdóttur, laugardaginn 15. júlí kl. 15:00 í gallerý Hvítspóa, Óseyri 2, Akureyri.
Auður er fyrst til að sýna í nýju sýningarrými gallerý Hvítspóa, en það er rekið af Önnu Gunnarsdóttur listakonu.
Á sýningunni má sjá verk sem bera keim af klassískri grísk-rómverskri listasögu en einnig karllægum heimi nútíma byggingariðnaðar. Verkin eru samsett af skúlptúrum sem eru að mestu leiti unnir úr fundnum hlutum og teikningum sem gerðar eru sem rannsókn á tíðnisviði viðfangsefnisins.
Með titlinum á sýningunni vísar Auður í lag eftir Shaniu Twain; 'Man I feel like a woman'.
Hér má lesa texta viðlagsins :

Oh, oh, oh, go totally crazy-forget I'm a lady
Men's shirts-short skirts
Oh, oh, oh, really go wild-yeah, doin' it in style
Oh, oh, oh, get in the action-feel the attraction
Color my hair-do what I dare
Oh, oh, oh, I wanna be free-yeah, to feel the way I feel
Man! I feel like a woman!

Auður útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2013 og hefur síðan unnið að list sinni og sýnt víðsvegar. Nýlega lauk einkasýningu hennar, Situations, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Einnig ber að nefna að verk eftir hana eru á sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, sem nú stendur yfir. Man I feel like a woman er sjötta einkasýning Auðar eftir útskrift.

Léttar veigar verða í boði á opnuninni, en sýningin stendur til 15. ágúst.

https://www.facebook.com/events/1985640898336608


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband