Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins

10314604_10206921735868445_912977267840411574_n

Laugardaginn 3. desember kl. 14-17 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýnd verða myndverk sem hún hefur unnið í haust í Berlín, en hún hefur dvalið í SÍM-vinnustofu þar og fékk Mugg- styrk vegna dvalarinnar. Sýningin er opin frá kl. 14-17 um helgar en á virkum dögum er lokað, þó er hægt að koma á öðrum tímum eftir samkomulagi við sýnandann ( í síma 894 5818). Sýningunni lýkur 11. des.

Efniviður sýningarinnar er fólk á förnum vegi í Berlín, og upplifun af heimsókn í flóttamannabúðir sem hafði djúpstæð áhrif.

Guðrún Pálína nam myndlist í Hollandi 1982-89 í AKI í Enschede og Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan og haldið fjölda sýninga og skipulagt marga listviðburði og samsýningar, síðast kvennasýninguna Rífa kjaft í Verksmiðjunni á Hjalteyri þetta ár.

Einnig hefur hún ásamt eiginmanninum Joris Rademaker rekið listagalleríið Gallerí +, á Akureyri í mörg ár.

Guðrún Pálína dvaldi í Berlín veturinn 2013-14 og eru verkin á sýningunni beint framhald af vinnu hennar þá, og eftir sýninguna heldur hún aftur þangað og verður til vors. Guðrún Pálína hefur í bæði skiptin m.a. dvalið í SÍM-vinnustofu og hlotið styrk frá Muggi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband