Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Vikar Mar sýnir Kveldúlf Mar í Kaktus

14993364_994209834035273_7319860102731099571_n

Sýninguna Kveldúlf Mar tók Vikar Mar saman yfir ágætt tímabil sem yfirlitssýningu yfir það sem hefur verið að spila sem stærstu hlutverkum í lífi hans upp á síðkastið. Vikar Mar býr nú á Ytri-Bakka við Hjalteyri og heldur þar Sauðfé og Ali endur, ásamt því að vera með vinnustofu í verksmiðjunni á Hjalteyri sem er hans mesti innblástur í verkum hans sem stendur.
Árið 1937 var Síldarbræðsla Kveldúlfs hf á Hjalteyri reist að vetri til í illvonskuveðri, bræðslan var starfræk til 1966 en hefur síðan þá hýst margt annað. Sýningin er að hluta til að heiðra Verksmiðjuna og spila video af henni stórt hlutverk í sýningunni.

Opnun laugardaginn 19. nóvember 2016 kl. 21-22.

Kaktus
Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/events/525856117611007


"Jón Stefánsson og listaskóli Matisse", Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_1478874548_margre-t-eli-sabet-o-lafsdo-ttir-vefur

Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Jón Stefánsson og listaskóli Matisse. Í fyrirlestrinum fjallar hún um dvöl Jóns Stefánssonar í listaskóla Henri Matisse í París og þau áhrif sem Jón hafði í kjölfarið á íslenska myndlistarmenn. Margrét Elísabet er doktor í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla og leggur stund á rannsóknir á íslenskri myndlist. Hún hefur starfað sem sýningarstjóri, gagnrýnandi, háskólakennari og blaðamaður. Aðgangur er ókeypis.

Jón Stefánsson er einn af frumherjum íslenskrar myndlistar. Hann hafði mikil áhrif á aðra myndlistarmenn sem voru honum samtíða, s.s. Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur og Þorvald Skúlason. Jón hóf myndlistarnám í Kaupmannahöfn en fór síðan til Parísar og sótti listaskóla Henri Matisse. Matisse stofnaði skólann árið 1908 og starfrækti hann í þrjú ár. Ætlun hans var að miðla hugmyndum sínum um málaralist til nemenda sem flestir komu frá Norðurlöndunum og Þýskalandi. Þremur árum síðar komst hann að þeirri niðurstöðu að þau áform hefðu mistekist.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


Bókarkynning í Listasafninu á Akureyri: 280 kjólar

large_1478791666_large_thora-gul

Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora Karlsdottir kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna Kjólagjörningur, sem lýkur næstkomandi sunnudag. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu. Léttar veitingar verða í boði og allir áhugasamir velkomnir.

listak.is


Birgir Sigurðsson sýnir Í TÚNINU HEIMA í Mjólkurbúðinni

14955923_10153942358872231_2341241684782289039_n

Birgir Sigurðsson opnar sýninguna Í TÚNINU HEIMA í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 11.nóvember kl. 20:30.

Birgir Sigurðsson um sýninguna:
,,Sýningarnar Í túninu heima – fyrri hluti eru óður minn til bernskunnar. Til foreldranna, til bræðra minna og til allra þeirra sem voru mér samferða á Akureyri á uppvaxtarárum mínum.

Að gefa sér þetta tækifæri til að skoða og tengjast þessu æviskeiði er í senn mjög krefjandi og mjög gefandi. Núna, sem fullorðinn einstaklingur, gef ég myndlistarmanninum í mér leyfi að eiga sitt eigið samtal við mótunarár mín. Í Gallerí Forstofu verður hálftímalangur gjörningur með ljóðum, söng og hreyfingum. Síðan verður farið yfir götuna og í Mjólkurbúðinni tekur á móti okkur ljós- og videoinnsetning".

Sýningin Í TÚNINU HEIMA stendur til yfir dagana 11.-13. nóvember.


Leiðsögn, sýningarlok og bókarkynning í Listasafninu á Akureyri

large_1478618826_thora2

Fimmtudaginn 10. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um sýningu Thoru Karlsdottur, Kjólagjörningur, í Listasafninu, Ketilhúsi en henni lýkur næstkomandi sunnudag. Thora og Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, taka á móti gestum og fræða þá um sýninguna og einstaka verk. Laugardaginn 12. nóvember kl. 15 verður sérstök bókarkynning í Listasafninu, Ketilhúsi þar sem Thora kynnir væntanlega útgáfu ljósmyndabókarinnar 280 kjólar sem kemur út á næstunni í tengslum við sýninguna. Þar verður hægt að skoða sýningareintak og kaupendur geta valið sér bókakápu.

Á sýningunni Kjólagjörningur má sjá afrakstur níu mánaða gjörnings Thoru Karlsdottur sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Að klæða sig í nýjan kjól á hverjum morgni og klæðast kjól til allra verka í 280 daga; 40 vikur; níu mánuði er áskorun sem þarfnast úthalds og elju. Í daglegri skapandi skuldbindingu getur allt gerst! Kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar. Björn Jónsson tók daglega ljósmyndir af Thoru í kjól. Hann átti stóran þátt í ferlinu; hafði áhrif og kom með hugmyndir varðandi staðsetningu og vinnslu myndanna. Í sameiningu gefa þau út bók um Kjólagjörninginn. Thora Karlsdottir útskrifaðist úr Europäische Kunstakademie í Trier í Þýskalandi 2013. Hún hefur haldið níu einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði á Íslandi og víða erlendis. 

listak.is


Magnús Helgason sýnir á Bókasafni HA

bokasafn-syning123

Málverk og ljósmyndir á Bókasafni HA
Útmáð fortíð því fólk er fífl – Magnús Helgason

Opnun verður þann 10. nóvember 2016 kl. 16:00-18:00 á Bókasafni Háskólans á Akureyri með verk eftir Magnús Helgason, fæddur 1977. Hann lærði myndlist í AKI Hollandi, útskrifaðist 2001. Sýningin varir til 15. desember og allir eru hjartanlega velkomnir.

Eftir útskrift lagði Magnús stund á hreyfimyndagerð og tilraunakvikmyndun ásamt málaralistinni. Undanfarin ár hafa málverkin þó verið helsta viðfangsefnið.

Málverkin eru unnin úr fundnum efniviði sem verður á vegi listamannsins og eru þar af leiðandi nokkurskonar úthugsaðar tilviljanir.
Málverkin sem hér eru sýnd eru allt frá því að vera fimm ára gömul til þess að vera splunkuný. Einnig eru til sýnis hversdagslegar ljósmyndatilraunir, en þetta er fyrsta ljósmyndasýning Magnúsar.

Opnunartími bókasafnsins er mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 8:00 – 16:00 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8:00 – 18:00. Lokað um helgar.


Pamela Swainson með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

14955961_1272380039450502_8296800038713948149_n

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17-17.40 heldur Pamela Swainson, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Familiar Strangers. Aðgangur er ókeypis.

Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum, sem fer fram á ensku, veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Fyrirlesturinn er kynning á sjónrænum könnunarleiðangri Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Margrét Elísabet Ólafsdóttir, listfræðingur, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

listak.is


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband