Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir opna sýningu í Flóru

15156785_1337638999600525_233002762591918377_o

Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir
Misminni
1. desember 2016 - 7. janúar 2017
Opnun fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 661 0168
http://floraflora.is/

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1820393844881951


Fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19 opna Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Misminni í Flóru á Akureyri.

Heiðdís og Jónína sýna hér ný verk, unnin á pappír með blandaðri aðferð. Líklega hefur það síast inn í úrvinnslu verkanna að sýningin varð til á sundfundi. Þeir eru einstaklega árangursríkir. Og hressandi. Verkin eru unnin uppúr samtölum við hvali. Í draumum. Og á Skype. Svo fóru listamennirnir á happy hour og hugleiddu hvort og þá hvernig þær væru misheppnaðar. Sem listamenn. Og lífverur. 

Jónína Björg Helgadóttir er fædd 1989 og alin upp á Akureyri. Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2015. Hún er ein af skipuleggjendum listaverkefnisins Rótar, sem hefur farið fram síðustu þrjú sumur í Listagilinu. Hún er einnig ein af umsjónarmönnum listarýmisins Kaktus og hefur verið þar með sína vinnustofu. 

Valdar sýningar: 
07.05.2016 Stingur í augun - Kaktus á Hjalteyri. Verksmiðjan á Hjalteyri. Sýningaröð þar sem Kaktus tók yfir Verksmiðjuna með vinnustofum sínum og sýningarhaldi. 
30.04.2016 Krossnálar. Kaktus, Akureyri. Samsýning.
08.04.2016 Look at all the food! Palais de Tokyo, París. Gjörningur á gjörningahátíðinni Do Disturb.
19.03.2016 Hoppa. Núna! Mjólkurbúðin, Akureyri. Einkasýning.
31.10.2015 Eden/Vín. Ekkisens, Reykjavík. Samsýning með Kaktus meðlimum. 
17.10.2015 Týnd. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
16.05.2015 Sjónmennt 2015. Listasafnið á Akureyri. Sýning útskriftarnema við Myndlistaskólann á Akureyri. 

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri núna í vor 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís 
vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika málverksins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina.

Valdar sýningar:
2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.
2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.
2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.
2016 Guð minn góður! Mjólkurbúðin, Akureyri. Samsýning
2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning 

Nánari upplýsingar um Jónínu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.joninabjorg.com/

Nánari upplýsingar um Heiðdísi og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.heiddisholm.com/

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: miðvikudaga kl. 14-18, fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-14 og laugardaga kl. 10-14.

Sýningin stendur til laugardagsins 7. janúar 2017.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband