Pamela Swainson sýnir í Deiglunni

15110862_434369986686755_4779831762526939531_o

Verið velkomin á opið hús undir yfirskriftinni " Familiar Strangers" í Deiglunni laugardaginn 26. nóvember kl. 14 - 17. Um er að ræða afrakstur vinnustofudvalar gestalistamanns Gilfélagsins, Pamela Swainson.
Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Hún á stóran frændgarð bæði á Íslandi og vestanhafs og í verkum sínum veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Sjónrænn könnunarleiðangur Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur, hefur staðið yfir síðan hún heimsótti Ísland fyrst árið 2006.
Í Deiglunni sýnir hún einnig nokkur málverk þar sem hún er að fást við birtuna og landslag við Akureyri.

https://www.facebook.com/events/1616867678609798

///

Pamela Swainson from Tatamagouche, Nova Scotia, Canada

Familiar Strangers

Human migrations—what is the impact on our attachment to place, land, culture or family? What does our psyche hold through generations? I have spent the month of November gathering experiences and stories, past and present. I have begun my visual narrative of emotions, losses and discoveries of connection.

Some of the work will be on display for the Open Studio November 26 & 27.

As a descendant of peoples who left Iceland around the turn of the last century, this project found me when I made my first trip here in 2006.

I will also have a few paintings I have done exploring the light and scenery of Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband