Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

You draw me crazy opnar í Árósum

m_haus2

You draw me crazy

Sýningin You draw me crazy sem opnar laugardaginn næst komandi í Danmörku, tekur saman verk tveggja Akureyskra listamanna, þeirra Arnars Ómarssonar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Godsbanen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum.

Síðastliðnar þrjár vikur hafa þau unnið og búið saman á lítilli vinnustofu, en á þessu tímabili hafa þau unnið að einskonar greiningu á hvoru öðru, en Arnar er viðfangsefni Heklu og öfugt. Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og er verkefnið á marga vegu athugun á hverskonar áhrifum og innblæstri þau verða fyrir í svona náinni sambúð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun einkennir verkin sem eru teikningar, myndbandsverk, textaverk og bókverk. Það er hægt að fylgjast með þeim á vefsíðunni www.youdrawmecrazy.com, en þar setja þau inn daglegar færslur.

Sýningin opnar laugardagskvöldið 1. febrúar klukkan átta á umræddri vinnustofu.


Hong Kong kvikmyndahátíð á Akureyri og á Ólafsfirði

3263709_orig

KvikYndi vekur athygli á fyrstu Hong Kong kvikmyndahátíð Norðurlands sem mun fara fram á Akureyri dagana 1.-2. febrúar og á Ólafsfirði 22.-23. febrúar. Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta og er aðgangur ókeypis.

Hátíðina skipuleggur Listhúsið Fjallabyggð í samstarfi við Sjónlistamiðstöðina og Menningarhúsið Tjarnarborg.

Nálgast má nánari upplýsingar á síðu hátíðarinnar á facebook: https://www.facebook.com/events/1435467586682660/

Afrituð dagskrá fylgir svo hér með:

1. 2. 2014 | 20:00 | Deiglan, Akureyri | Program 3 (Drama Selection | 84 min)

2. 2. 2014 | 14:00 | Deiglan, Akureyri | Program 4 (The Life & Times of Wu Zhong Xian | 86 min)
2. 2. 2014 | 16:00 | Deiglan, Akureyri | Program 1 (Black Bird – A Living Song (1984) | 85 min)

2. 2. 2014 | 20:00 | Deiglan, Akureyri | Program 2 (Documentary Selection | 52 min)*

22. 2. 2014 | 16:00 | Listhus, Olafsfjordur | Program 3 (Drama Selection | 84 min)

22. 2. 2014 | 20:00 | Listhus, Olafsfjordur | Program 2 (Documentary Selection | 52 min)*

23. 2. 2014 | 14:00 | Tjarnarborg, Olafsfjordur | Program 5 (We are in the water (The premiere) with animation and video selection Produced and edited by Alice Liu | 60min)*

23. 2. 2014 | 16:00 | Listhus, Olafsfjordur | Program 2 (Documentary Selection | 52 min)*

23. 2. 2014 | 20:00 | Listhus, Olafsfjordur | Program 1 (Black Bird – A Living Song (1984) | 85 min)


Gjörningar nemenda fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri í Rósenborg

1622198_10151847291737096_411285100_n

Nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri sýna gjörninga undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fimmtudaginn 30. jan. frá 16:30 – 18:00 á efstu hæð í Rósenborg á Akureyri.


Nemendur á fagurlistadeild eru:

Anna Elinora Olsen Rosing
Ásmundur Jón Jónsson
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir
Freyja Reynisdóttir
Guðrún Ósk Stefánsdóttir
Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir
James Earl Cisneros Tamidles
Jónína Björg Helgadóttir
Karólína Baldvinsdóttir
Kolbrún Vídalín
Margrét Kristín
Sandra Rebekka
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir
Steinunn Steinarsdóttir

https://www.facebook.com/events/1442120482671761


Gjörningur í Geimdósinni og Victor Ocares í gallerí Ískáp

1544584_425037400932915_1972347327_n

Arnar og hekill munu skypa beint gjörninginn "become the subject" frá Árósum í Danmörku. Geimdósin sýnir klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma. Einnig verða opnar vinnustofur og Victor Ocares í gallerí Ískáp.

osom!

Geimdósin, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.


Halldór Ásgeirsson sýnir í Listasafninu á Akureyri

halldor_mynd

Opnun í Listasafninu á Akureyri, laugardaginn 25. janúar kl. 15
Halldór Ásgeirsson: Tengsl – önnur ferð
25. janúar - 30. mars
 
Sjónlistamiðstöðin opnar fyrstu sýningu ársins í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25. janúar kl. 15. Þar sýnir Halldór Ásgeirsson ný og eldri verk sem kallast á og mynda innbyrðis tengsl. Þegar litið er yfir feril Halldórs má í fljótu bragði greina þræði sem stundum virðast sundurleitir en eru í raun einn órofinn þráður. Allir helstu grunnþættirnir í list Halldórs eru settir fram á sýningunni á nýjan og ferskan hátt; jarðeldurinn, vatnið, ljósið, vindurinn og sögurnar í teikningunum.
 
Gjörningur verður á Torfunefsbryggju kl. 15, þar sem siglt verður inn Eyjafjörðinn með blaktandi myndfána sem Karlakór Akureyrar-Geysir tekur við og kemur fyrir á þaki Listasafnsins.
 
Á opnuninni í Listasafninu verða leiklesin brot úr nokkrum örleikritum eftir Kjartan Árnason en þau verða lesin í heild sinni sunnudaginn 26. janúar kl. 14. Flytjendur eru Arnar Jónsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason og Helga E. Jónsdóttir.
 
List Halldórs Ásgeirssonar hefur ætíð verið samofin lífi hans og ferðum um heiminn. Tengslin á milli heimshluta jarðarinnar koma berlega í ljós í hraunbræðsluverkum hans og sýna fram á sömu útkomu á ólíkum stöðum. Kynningarmynd sýningarinnar er gott dæmi; andlit listamannsins og stúlkunnar þakin hraunglerungi úr sitt hvoru eldfjallinu – einu kínversku og öðru íslensku.
 
Gestalistamenn á sýningunni eru skyldmenni Halldórs, þau Helga E. Jónsdóttir og Nói, Jóhann Ingimarsson.
 
Sýningin stendur til  30. mars og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.


Shok Han Liu með fyrirlestur í VMA

1623570_10152164063559255_746840281_n

Fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar.
Föstudaginn 24. janúar kl. 14 í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Í fyrsta fyrirlestri ársins í fyrirlestraröð Verkmenntaskólans á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar mun Shok Han Liu fjalla um hlutverk og skyldur Listhúss á Ólafsfirði, ekki síst út frá hugmyndum um alþjóðlega hugmynda samvinnu. Hún mun einnig kynna svokallaða „Pinhole Photography“ vinnustofu sem skiptinemar frá Hong Kong taka þátt í og fer fram í febrúar.

Shok Han Liu flutti til Íslands árið 2010 og hefur starfrækt listamiðstöðina Listhús á Ólafsfirði síðan 2012. Hún leggur áherslu á samfélagslega list og samstarf við alþjóðlega listamenn

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.


Gjörningar á Siglufirði

1609775_10152198607327792_1214423637_n

Nemendur fagurlistadeildar Myndlistaskólans á Akureyri dvelja nú með kennara sínum Aðalheiði S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sem þau fást við ýmiskonar listsköpun. Gjörningarnir verða fluttir á völdum stöðum í bænum á miðvikudag og fimmtudag:

Miðvikudagur: Í Sundlauginni á Ólafsfirði kl.14:15
Við Síldarminjasafnið kl. 16:30
Við torgið kl. 17:00
Við Alþýðuhúsið kl. 18:00

Fimmtudagur: Á torginu kl. 12:30
Á bókasafninu kl.16:00
Við Túngötu kl: 16:30
Við Videoval kl. 17:00
Í fjörunni við Hvanneyrarkrók kl. 18:00

https://www.facebook.com/events/245393635633908


Kræsingar í Sal Myndlistarfélagsins

mynd_logo_1036390

Laugardaginn 25. janúar kl. 14:00 opnar samsýningin "Kræsingar"
þar sem félagar í Myndlistarfélaginu sýna verk sín í Sal félagsins á Akureyri.

Á sýningunni gefur að sjá ólíka stíla, litapellettu og áherslur, en allir
listamennirnir eiga það sameiginlegt, að bjóða þig velkominn
á sjónrænar kræsingarnar og fagna með þeim upphafi á nýju og kröftugu ári.

Léttar veitingar í boði,
Sjáumst hress og kát.

Bestu kveðjur,

Myndlistarfélagið.

Sýningin stendur yfir helgarnar:

25.01-26.01    14:00-17:00
31.01.01.02    14:00-17:00
08.02-09.02    14:00-17:00

Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri

 


Opnar vinnustofur og opnanir í Gallerí Ískáp og Geimdósinni

156589_341174426025628_1599933844_n

Laugardaginn 25. janúar munu Vinnustofurnar í Portinu á Akureyri standa að sýningum og opnum vinnustofum.

Gallerí Ískápur og Geimdósin standa að sýningaropnunum og einnig verður samsýning listamanna vinnustofanna í anddyrinu en í húsnæðinu öllu starfa nú um 20 listamenn.

Öllum er hjartanlega velkomið að koma og sjá vinnustofur starfandi listamanna og þiggja léttar veitingar.

Hvar?
Kaupvangstræti 12. Listasafnshúsið, gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til.


Guðmundur Ármann sýnir í Populus tremula

Gudmundur-Armann-web

Guðmundur Ármann sýnir olíumálverk, vatnslitamyndir og þrívíð verk í Populus tremula. Sýningin, sem ber yfirskriftina Nærlönd, verður opnuð laugardaginn 25. janúar kl.14.00. Einnig verður hún opin sunnudaginn 26. janúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Vatnslitamyndirnar, sem eru málaðar undir berum himni, eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru kveikjan að olíumáverkunum sem eru einskonar innra landslag. Olíumálverkin eru unnin á vinnustofunni, sem niðurstöður upplifunar sem var skráð í vatnslit. Þrívíðar myndir eru fundnir hlutir, spýtur sem hafa gegnt hlutverki sínu sem nytjahlutir ýmiskonar. Efniviður sýningarinnar hverfist um nærlönd við Eyjafjörð.

Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Lauk prentmyndasmíðanámi 1962. Hóf myndlistarnám 1962 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist af málunardeild 1966. Að því loknu lá leiðin til Svíþjóðar og hóf hann þar nám við Konsthögskolan Valand, Göteborgs Universitet 1966 og lauk þar námi við grafíkdeild skólans 1972. Kennararéttindarnám við Háskólann á Akureyri 2002-2003 og í framhaldi af því meistaranám í kennslugrein lista við Háskólann á Akureyri. Lauk M. Ed. námi í menntunarfræðum í nóvember 2012. Starfar nú sem kennari á myndlistakjörsviði listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Fyrsta einkasýning á Mokkakaffi í Reykjavík 1962 og sýndi þar blekteikningar, nú fylla einkasýningarnar rúma tvo tugi. Þátttaka í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þátttaka í norrænum myndlistarverkefnum og alþjóðlegum grafíksýningum. Verk í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Alþýðu, Listasafnsins á Akureyri, Moderna Museet Stokkhólmi, Tidaholm Museet Svíþjóð. Starfslaun úr launasjóði myndlistar 1986 og 1994. Bæjarlistamaður Akureyrar 1994. Er félagsmaður í Íslenskri grafík og Norræna akvarell-félaginu.

Hugleiðingar um viðfangsefnið
Er hægt að mála það sem er óáþreifanlegt? Andrúmið, birtuna, ilminn, hita eða kulda ¬– það sem við finnum og skynjum. Vindurinn í fangið, hefur hann lit? Má gefa honum form? Þetta andrúm sem er einstök persónuleg skynjun en um leið sammannleg. Eins og vindurinn sem blæs og ber með sér lit af jörð, þetta andrúm sem er svo huglægt markar spor sem má fanga í miðilinn. Með vatni og lit á pappírsörk framkallast skynjunin eins og í leiðslu. Horft er á myndefnið með öllum skynfærum sem kveikja hugarflug líkt og í ævintýri, hughrifin birtast sem mynd af hugsun á örk. Að ganga um fjörur og tína upp veðraða kubba sem settir eru saman og gefnir til baka í formi þrívíðra mynda. Á vinnustofunni verður þessi upplifun sem samsafnað minni sem leitast er við að endurvekja í nýjan miðil, olíumálverk og þrívíðra myndverka. Með endurteknum strokum, gagnsæju litlagi er minnið um birtu, lit og form fangað. Með því að raða fundnum hlutum saman verður til nýtt samhengi.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband