Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

1560613_10151851468607231_742381180_n

„Angan úr haustmó“ kallar Kristinn G. Jóhannsson sýningu sína sem opnuð verður í „Mjólkurbúðinni“ í Grófargili laugardaginn 18. janúar n.k. kl. 15.

 Í sýningarskrá kemur fram að á þessu ári eru sextíu ár liðin síðan hann hélt sína fyrstu sýningu í „Varðborg“ á Akureyri, þá sautján ára nemandi í 5. bekk MA. Kristinn hóf myndlistarnám á Akureyri ungur en eftir stúdentspróf lá leið hans fyrst til Reykjavíkur í Handíða- og myndlistaskólann og síðan til Skotlands þar sem hann stundaði nám við Edinburgh College of Art. Síðan hófst volkið í veraldarsjónum eins og hann orðar það en auk myndlistarstarfa var hann kennari og skólastjóri í áratugi, lengst við Gagnfræðaskólann Ólafsfirði og síðan á Akureyri við Bröttuhlíðarskóla. Hann á að baki fjölda sýninga heima og erlendis en myndefnið hefur hann jafnan sótt í nánasta umhverfi sitt.

Um verkin sem hann sýnir í „Mjólkurbúðinni“ segir hann:“ Svo er þetta svona núna, allt í uppnámi eins og vera ber, málverkið berskjaldað, litir og form leika lausum hala en jarðtengingin, náttúran, gróðurinn, tiktúrurnar og tilfinningarnar sömu og fyrr. „Angan úr haustmó“ heitir það þetta sinnið og vísar þá ekki aðeins til þess að haustblær er yfir litaflórunni heldur líka hins að nú sígur á seinni hlutann og haustar í öðrum skilningi“.

Sýning Kristins G. Jóhannssonar stendur frá 18. janúar til 2. febrúar.
Opið fös. - sun. kl. 14-17
Allir velkomnir


Curver Thoroddsen sýnir í Ketilhúsinu

CurverThoroddsen_Sjonlista

Sjónlistamiðstöðin heilsar nýju ári laugardaginn 18. janúar kl. 15.00 þegar Curver Thoroddsen opnar sýninguna Verk að vinna / Paperwork í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveruleikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast.

Curver lokar sig af í heilan mánuð í Ketilhúsinu og fer allsnakinn og berskjaldaður í gegnum tugi ára af uppsöfnuðum blöðum, pappír, bréfsefni, skjölum og öðru tilfallandi efni og grisjar úr glundroðanum. Þessi persónulega flokkun og endurskoðun helst í hendur við eldri verk Curvers þar sem að hann hefur m.a. sett upp kompusölu í Listasafni Íslands, tekið íbúð sína í gegn í sjónvarpsþættinum Innlit/Útlit, breytt Nýlistasafninu í barnaleiksvæði og selt lundapizzur í Bjargtangavita.

Á efri hæð Ketilhússins verður samhliða gjörningnum sýning á úrvali filmugjörninga og vídeóverka Curvers frá síðastliðnum árum. Þá verður einnig hægt að gægjast inn í þetta mánaðarlanga verkefni listamannsins á samfélagsmiðlum þar sem hann mun setja inn stöðufærslur á Instagram og á Facebooksíðu sinni: www.facebook.com/curverthoroddsen

Í myndlist sinni notar Curver blandaða miðla m.a. gjörninga, myndbandsverk, innsetningar og venslalist til að kanna hugmyndir um sjálfið, dægurmenningu og samfélagið. Veruleikinn eins og hann blasir við flestum fær nýja merkingu þegar hann er yfirfærður á vettvang myndlistar og er það endurtekið viðfangsefni í listsköpun Curvers. Hann hefur einnig verið ötull á vettvangi tónlistar, ekki síst undanfarin ár með hljómsveitinni Ghostigital.

Sýningin stendur til 16. febrúar og er opin milli kl.12.00-17.00 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis.
 
Sjónlistamiðstöðin
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri
Sími 461 2610


Victor Ocares sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

599743_323827207697623_2100142756_n

Laugardaginn 11. jan. kl. 15.00 opnar Victor Ocares sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Victor verður á staðnum og tekur á móti fólki, allir velkomnir.

Léttar veitingar í boði.

 

Blöð/Rec

Victor  útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Listsköpun hans er lituð af  dulhyggju og snertir á flötum heimspeki, vísinda og annarra greina. Hugmyndir eru soðnar saman úr ýmsum áttum til að koma af stað aflvaka í hugum áhorfenda. Í verkum sínum notast hann við margvísleg efni og miðla, og gæti afraksturinn allt eins skilað sér í tónverki, í formi skúlptúra eða málverka...

Á sýningunni „Rec“ einbeitir hann sér að teikningum og skúlptúrum, skoðar meðal annars tengslin milli sköpunar og varðveislu. Varðveislu hughrifa og streymi hugsana í tíma. Teikningar af augnblikum og spor eftir samræður úr lífi listamannsins. Er hægt að taka mynd þar sem efnis- og hugarheimar mætast ? Þar sem hugar mætast?

Kompan er gallerý í miðju Alþýðuhússins á Siglufirði í eigu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur.

Aðalheiður er nú að hefja þriðja starfsár sitt í húsinu og hefur staðið fyrir margþættri menningarstarfssemi þar í bland við eigin listsköpun.

542103_4110800003076_1639728755_n


Sýningarlok á laugardaginn hjá Jóni Laxdal í Flóru

jo_769_n_laxdal

Jón Laxdal
Blaðsíður
16. nóvember 2013 - 11. janúar 2014
Sýningarlok laugardaginn 11. janúar
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094


Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýninguna “Blaðsíður” sem myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson hefur sett upp  í Flóru á Akureyri. Sýningunni lýkur laugardaginn 11. janúar 2014.

Á sýningunni gefur að líta fjölda nýrra verka eftir listamanninn, bakkar á borði, lágmynd og fuglahús. Auk þess eru til sýnis á skjá 189 verk unnin úr Sunnudagsblaði Tímans en þau má einnig sjá á þessari slóð: http://freyjulundur.is/jonlaxdal

Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.
Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16.

Næstu sýningar í Flóru verða með Helgu Sigríði Valdemarsdóttur sem opnar 22. febrúar og Kristínu G. Gunnlaugsdóttur sem opnar 14. júní.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Brunch Talk with Serry Park

1401_fresh_1225276.jpg


Sherry Park mun vera með “brunch talk” fyrir gesti í Listhúsi í Fjallabyggð, Ólafsfirði, dagana 3. til 7. janúar n.k.  Park er heilluð af ferlinu við sköpun listaverka, og vill skiptast á skoðunum um meiningu listar fyrir áhorfendur.  Hún er sérstaklega áhugasöm á samskiptum fólks, svo að hún mun útbúa ferskan “brunch” hvern morgun opnunardagana.  Meðan borðað er mun Park tala um verk sín og líf og gestir eru hvattir til að segja sínar sögur einnig.  Meðan hún ber fram ferskt brauð, geta gestir sagt henni ferskar sögur og á þann hátt komið með ferskleika í okkar daglega líf.

Allir eru velkomnir.

+ Learn more about the artist :
serrypark.blogspot.com
vimeo.com/serrypark
 
+ Listhús
www.listhus.com


Ka Young Choi sýnir á Ólafsfirði

1

CANNED LANDSCAPE

Sýning Ka Young Choi

2014.01.03~12 | Samkaup Úrval Ólafsfirði

Hugttakið Ready-to-use-Landscape can, er notað til að líkja eftir dósamat, til að tákna vonir og þrár nútímafólks, þegar það vill flýja þær aðstæður sem það tekst á við í það og það skiftið. Þessi listaverk  undirstrika mikilvægi þess að fólk hugleiði. Vilji það ekki hætta að lifa sínu daglega lífi, en lifa áfram og fá þá hvatningu sem það þarfnast til að  vera sú persóna sem það langar til.

Ka Young Choi er í masters námi í Seoul National University með málun sem sérgrein. Verkefni hennar í Listhúsi er samspil milli tvívíddar og þrívíddar með samfélagslegu innihaldi.

Fleiri listaverk og upplýsingar: http://choikayoung.blogspot.kr/p/home.html


 
Alice Liu
Listhús
+354 8449538


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband