You draw me crazy opnar í Árósum

m_haus2

You draw me crazy

Sýningin You draw me crazy sem opnar laugardaginn næst komandi í Danmörku, tekur saman verk tveggja Akureyskra listamanna, þeirra Arnars Ómarssonar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Godsbanen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum.

Síðastliðnar þrjár vikur hafa þau unnið og búið saman á lítilli vinnustofu, en á þessu tímabili hafa þau unnið að einskonar greiningu á hvoru öðru, en Arnar er viðfangsefni Heklu og öfugt. Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og er verkefnið á marga vegu athugun á hverskonar áhrifum og innblæstri þau verða fyrir í svona náinni sambúð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun einkennir verkin sem eru teikningar, myndbandsverk, textaverk og bókverk. Það er hægt að fylgjast með þeim á vefsíðunni www.youdrawmecrazy.com, en þar setja þau inn daglegar færslur.

Sýningin opnar laugardagskvöldið 1. febrúar klukkan átta á umræddri vinnustofu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband