Bráðið vatn - Smeltevand

Portalen_invi_press

Sýningin Smeltevand sem er samsýning 10 norrænna listakvenna heldur áfram ferð sinni og var hún (ný og endurbætt) sett upp í sýningarsölum Menningarmiðstöðvarinnar Portalen, í Greve í Danmörku. 

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa að listsköpun á Akureyri eru þátttakendur: Ragnheiður Björk Þórsdóttir vefari, Hrefna Harðardóttir og Sigríður Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strøm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sørensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku. 

 

Listsýningin er haldin í tengslum við „Alþjóðlegt heimskautaár“  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar að túlka þeirra sýn á hlýnun jarðar, bráðnun jökla hækkandi sjávarstöðu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grænlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember s.l. og fékk bæði mjög góða blaðadóma og mikla aðsókn.  

Sýningin stendur frá 12. janúar til 24. febrúar nk. og opnunartími er:  kl. 14-17 þri-fös og kl. 13-17 lau. og kl. 11-15 sun. 
Greve er í klukkustundar lestarferð fyrir utan Kaupmannahöfn, farið út við Hundige lestarstöðina.
Sýningin í Portalen mun standa í 5 vikur en heldur þá áfram ferðalaginu og kemur til Akureyrar í júní.   Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar : 
skoða Gallerierne - Smeltevand
__________________________________________

Alþjóðlega heimskautaárið, International Polar Year, hófst  1. mars 2007 og lýkur í mars 2009.  Heimskautaárið stendur því í raun í tvö ár.   Þessi viðburður er hluti af sögulegri hefð, en 1/2 öld er liðin frá síðasta alþjóðlega heimskautaári.   Á heimskautaári er lögð áhersla á stór rannsóknarverkefni á öllum sviðum heimskautamála þar sem vísindamenn af ýmsum þjóðernum leggja saman krafta sína.

Fyrir áhugasama er hér tengill á heimasíðu IPY   http://www.ipy.org
Um og yfir 6.500 vísindamenn taka höndum saman frá 60 ríkjum og eru verkefnin um 200 talsins. Stóru áherslurnar eru helst á sviði loftslagsmála og veðurfarsbreytinga og þýðingu þeirra fyrir gróðurfar og dýralíf.  Eitt af því sem hvað mest verður í brennidepli á heimskautaári eru frekari rannsóknir á Grænlandsjökli og viðbrögð hans við veðurfarssveiflum.  Nú á að freista þess að leggja í afkomulíkan jökulsins, sem hlýtur að teljast vera risavaxið verkefni ekki síst þar sem lítið er um beinar mælingar á ákomu og leysingu þessa stærsta ísmassa norðurhvels.

Á fyrsta alþjóðlega heimskautaárinu 1882-1883 var megináherslan lögð á veðurathuganir og rannsóknir á norðurljósum.

Næst, eða 1932-1933 voru vísindamenn afar uppteknir af segulsviði jarðar og mælingum á hafinu.

1957-1958 gekk mikið á í margvíslegum rannsóknum jarðeðlisfræðinnar, en þá var árið reyndar kallað alþjóða jarðeðlisárið og sérstakt sjónarhorn á Suðurskautslandið. 

Einar Sveinbjörnsson Veðurfræðingur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband