Ásdís Arnardóttir opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri

attachment

Ásdís Arnardóttir opnar myndlistasýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 2. febrúar kl. 15:00. Sýningin mun standa til 1. mars.
Ásdís nam fyrst við Myndlistaskólann á Akureyri 1995-1996, síðan í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi frá málunardeild árið 1999. Auk þess hefur hún tekið ýmis námskeið í steinhöggi m.a. við Accademia di Belle Arti, Bologna og hjá Einari Má Guðvarðarsyni, myndhöggvara.
Hún hefur m.a. starfað við Menningarmiðstöðina Gerðuberg og hjá Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Að undanförnu hefur hún eingöngu unnið að eigin list.
Á sýningunni á bókasafninu eru myndir málaðar með vatnslitum á hríspappír. Myndefnið sækir Ásdís í ljósmyndir frá miðjum 8. áratug síðustu aldar, sem teknar voru á Kodak Instamatic myndavél af einfaldri gerð. Í verkunum kallast á innileiki ljósmyndarinnar og sú tilfinning sem myndast við samspil pappírs og litar. Um leið segir hver mynd örsögu úr nálægri fortíð.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opið alla virka daga frá 8:00 – 18:00 og á laugardögum frá 12:00 – 15:00. 

Allir eru velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Til hamingju með sýninguna Ásdís, að sjálfsögðu vek ég athygli á þér á blogginu mínu og vona að allir tíu fastagestirnir skoði þessa frétt.

Erna Bjarnadóttir, 29.1.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Glæsilegt og til hamingju, þetta verður tengt með pompi og prakt

Kristjana Bjarnadóttir, 29.1.2008 kl. 14:38

3 identicon

Frábært Ásdís og til hamingju og gangi þér vel með framhaldið.

Vilborg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband