Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
16.1.2008 | 13:33
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar málverkasýninguna Andlit, í Jónas Viðar Gallerýi
Laugardaginn 19.janúar kl. 14.30 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir málverkasýninguna Andlit, í Jónas Viðar Gallerýi. Sýningin stendur til og með 9.febrúar. Galleríið er staðsett í Listagilinu á jarðhæð listasafnsins og er opið á föstu- og laugardögum frá kl. 13.-18 og aðra daga eftir samkomulagi.
Guðrún Pálína er fædd og búsett á Akureyri. Hún nam myndlist í Gautaborg og í Hollandi, og kláraði framhaldsnám frá Jan van Eyck Akademie 1987. Hún hefur sýnt reglulega síðan. Hún fæst mest við andlitsmyndagerð og vinnur innsetningar í rými byggð á persónulýsingum stjörnukorta viðkomandi einstaklinga. Hún starfrækir listagalleríið Gallerí +, í Brekkugötu 35 ásamt eiginmanni sínum Joris
Rademaker. Flest verkin á sýningunni eru unnin 2008.
15.1.2008 | 18:03
Amy Rush opnar sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á laugardag
Laugardaginn 19. febrúar klukkan 14:00 opnar Amy Rush sýninguna Rainbow Holograms í Deiglunni á Akureyri.
Einnig verður Djonam Saltani með opna gestavinnustofu á sama tíma. Hann mun sýna skúlptúra sem hann hefur verið að vinna að.
Allir velkomnir
13.1.2008 | 22:21
Kristín G. Gunnlaugsdóttir bæjarlistamaður Seltjarnarness
Við óskum Kristínu G. Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu til hamingju með að hafa verið útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.
Kristín er fædd á Akureyri þann 15. apríl 1963. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslufulltrúi Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og Gunborg Kristinsson bókavörður, fædd í Svíþjóð. Kristín hefur verið starfandi myndlistarmaður í 20 ár. Hún hefur búið og unnið að list sinni á Seltjarnarnesi frá vori 2004.
Kristín var útnefnd bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997 og hlaut þá eins árs starfslaun Akureyrarbæjar. Kristín hefur verið einn fremsti myndlistarmaður landsins í mörg ár og ein af mörgum sem koma frá Akureyri.
![]() |
Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2008 | 13:45
Möguleg fjármögnun til menningarstarfs - Námskeið á Akureyri
Möguleg fjármögnun til menningarstarfs - Námskeið á Akureyri
Skipuleggjandi: Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri í samstarfi við Gilfélagið
Flestir þeir sem vinna með menningartengd verkefni þurfa að sækja um styrki til fjármögnunar þeirra. Til hvaða verkefna, frá hverjum og hvernig er hægt að fá styrki?
Farið verður yfir helstu sjóði tengda norrænu menningarsamstarfi og innlenda sjóði.
Tími og staður
Námskeiðið verður haldið í Ketilhúsinu á Akureyri fimmtud. 24. janúar 2008 kl. 11:00 16:00
Dagskrá
11.00 11.45 Norræna menningargáttin/Kulturkontakt Nord
Þuríður Helga Kristjánsdóttir
12.00 12.45 Norræni menningarsjóðurinn
María Jónsdóttir, Norrænu upplýsingaskrifstofunni
12.45 13.45 Hádegisverður
13.45 14.00 Menningarsjóður KEA
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi KEA
14.00 14.15 Menningarsjóður Eyþings
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings
14:15 - 14:30 Menningarsjóður Akureyrar
Hulda Sif Hermannsdóttir
14:30 - 14:45 Innlendir styrkir og sjóðir
María Jónsdóttir, Norrænu upplýsingaskrifstofunni
14.30 16.00 Að hverju ber að huga þegar sótt er um (fyrir þá, sem eru
með spurningar vegna ákveðinna norrænna verkefna og aðra
áhugasama.
María Jónsdóttir og Þuríður Helga Kristjánsdóttir
Námskeiðið kostar 5.000 kr. Innifalið er efniskostnaður, léttur hádegisverður og kaffi.
Gilfélagar og félagar í Norræna félaginu greiða 3.000. krónur
Skráning hjá Maríu Jónsdóttur með tölvupósti til mariajons(hjá)akureyri.is. sem fyrst. Athugið að skráning er bindandi ef ekki er afboðað fyrir kl. 12:00 22/1 2008
Heimasíða skrifstofunnar er www.akmennt.is/nu
María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007
7.1.2008 | 15:01
Joris Rademaker sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
JORIS RADEMAKER
MANNLEG TILVIST
06.01. - 02.03.2008
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 6. janúar 2008 opnaði Joris Rademaker sýninguna Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Þetta er einhverskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimynd og sem objekt eða hlutir.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Jorisar Rademakers stendur til 2. mars 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744. Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
Joris Rademaker
1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar
Sýningar
1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant
4.1.2008 | 09:25
Guðrún Vaka opnar sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á laugardag
Guðrún Vaka
Uppgjör
05.01.08 - 02.02.08
Velkomin á opnun laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. janúar 2008, klukkan 14 opnar Guðrún Vaka sýninguna "Uppgjör", á Café Karólínu á Akureyri.
Guðrún Vaka útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2006 var þar áður eitt ár á myndlistabraut VMA. Hún er meðlimur í Grálistahópnum og hefur tekið þátt í samsýningum en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Hún segir um sýninguna á Café Karólínu:
"Tónlist! Hvar værum við án hennar? Það eiga sér örugglega flestir einhverja góða sögu um þeirra upplifun á góðri tónlist, svo ekki sé minnst á lélegri tónlist, lag sem minnir á fyrstu ástina, lag til að gráta yfir, lag sem kemur manni í gott skap eða vont skap og svona mætti lengi telja.
Með þessari sýningu má segja að ég sé að gera upp tónlistasmekk minn frá æsku en hann þótti með eindæmum lélegur, það er hvað jafnaldra mína varðar, og það var ekki oft að ég viðurkenndi hvernig tónlist ég hlustaði á þegar enginn heyrði til.
Þetta byrjaði allt á því að ég komst í plötusafnið hans pabba, en hann átti ógrynni af vínilplötum, litlum, stórum, 45 snúninga og 75 snúninga svo ekki sé minnst á valið á tónlistinni sjálfri, þarna var hægt að finna alla helstu söngvarana frá árunum 60-80.
Ég kolféll fyrir köllum á borð við Elvis Prestley, Cat Stevens, Simon and Garfunkel og Creedings Clearwater Revivel, ég verð nú að viðurkenna að ég hlusta ekki mikið á Elvis í dag en hinir eldast assi vel. Þegar ég var um 14-15 ára voru strákarnir í Wham og Duran Duran aðalmálið, mér þótti ekki mikið til þeirra koma en reyndi að taka þátt í herleg heitunum. Einhvern tíman þegar umræða opnaðist í bekknum mínum um tónlist var ég spurð með hverjum ég héldi þá asnaðist ég til að segja Wham en allur bekkurinn hélt með Duran Duran.
Ég hefði alveg eins getað sagt Cat Stevens miðað við umræðuna sem fór af stað í kjölfarið á þessu svari mínu og dauðsá eftir því að hafa ekki gert það því ég var alveg viss um að allavega kennarinn hefði staðið með mér ef ég hefði nefnt hann. Tónlist í dag á það til að fara dálitíð í taugarnar á mér og þá helst textarnir, allt þetta...jejejeje, oooooo og sexsexsex, hvað varð um alla ástina, pólitíkina og áróðurinn sem lituðu tónlistina á hippaárunum?
Í dag hlusta ég enn á þessa kalla mína og þrátt fyrir að tónlista smekkur minn sé talinn vafasamur þá læt ég engan stoppa og mig og hlusta á þá í botni inni í bílskúr eða í Ipodinum mínum. "
Fyrri sýningar:
Samsýning, DaLí, Grálist með smálist 2007
Einkasýning, Staðurinn Akureyri 2006
Samsýning, Óðinshúsi Eyrarbakka 2006
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri 2004, 2005 og 2006
Samsýning, Langi Mangi Ísafirði 2005-2006
Samsýning, Strikið Akureyri 2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan 2005
Nemendasýning útskriftanema, Deiglan 2005
Samsýning, Rex og Pex vinnustofa 2005
Samsýning, Geimstofan 2004
Samsýning, Pönk, Deiglan 2004
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Vaka í gvaka(hjá)simnet.is og í síma 8962987
Sýningin á Café Karólínu stendur til 2. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. janúar, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
3.1.2008 | 15:53
Sýningu Steinunnar Helgu á Café Karólínu lýkur á föstudag
Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Steinunnar Helgu Sigurðardóttur "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu en henni lýkur á föstudaginn 4. janúar 2008.
Steinunn Helga Sigurðardóttir
að snertast í augnablikinu
01.12.07 - 04.01.08
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Steinunn Helga Sigurðardóttir útskrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.
Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.
Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"
Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
07.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 00:54
Gestavinnustofa Gilfélagsins kynnir
Amy Rush myndlistamaður frá Syndney, Ástralíu dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins í Janúar 2008.
Amy útskrifaðist 2007 með Master of Fine Arts frá COFA.
my work is focused in the medium of rainbow holography which I use to create instillation and performance bades art."
Hægt er að sjá feril Amy á eftirfarandi síðu:
www.holonet.khm.de/holographiclove/documents/AmysCV.pdf
Febrúar Peter Alexander UK
Mars Paul Fortin Kanada
Robert Malinowski Kanada
Apríl Manuela Gernedel Skotland
Maí Miyuki Tsushima USA
Júní Hannah Kasper USA
Júlí Anna-K Mields Þýskaland
Ágúst Raquel Mendes Portúgal
September Anna McCarthy Þýskaland
Október Kazuko Kizanna Japan
Nóvember Michelle Oosterbaan USA
Desember Van der Bie, Esther Sviss
Jóna Hlíf Halldórsdóttir jonahlif(hjá)gmail.com
Steinn Kristjánsson steinn52(hjá)visir.is
GESTAVINNUSTOFA GILFÉLAGSINS
gestavinnustofaak(hjá)hotmail.com
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 17:20
Gleðilegt myndlistarár og dagskrá VeggVerks 2008
Gleðilegt ár 2008 öllsömul. Það er búið að ákveða formlegan stofnfund Myndlistarfélagsins. Hann verður laugardaginn 26. janúar 2008 klukkan 16 í Deiglunni á Akureyri. Og hér er dagskráin hjá VeggVerki.org 2008.
Menning og listir | Breytt 9.1.2008 kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)