Færsluflokkur: Ferðalög

Gestalistamaður Gestavinnustofu Gilfélagsins; Rory Middleton

Þau verk er Rory Middleton skapar láta sig varða kvikmyndir,
Arkítektúr og landslag.
Hann skapar innsetningar, skúlptúra og vídeo og notar reyk, lykt og
hljóð til að skapa umhverfi sem áhorfandinn getur gengið inn í.
Með því að blanda saman nútímalegum og hefðbundnum aðferðum reynir
hann að byggja upp dulúð í kringum verk hans, með því að skapa
andrúmsloft kvikmynda með því að nota aðferðir kvikmynda.

Nú, þegar á Akureyri, hefur hann verið að taka upp ,,Seraching for
Hjedna", vegamynd þar sem íslenskt landslag er bæði karakter og
umgjörð, þar sem leikarar, listamenn og áhorfendur munu týna sér, og
vona að þau munu finna hvað Hjedna er.

Rory Middleton býr og starfar í Edinburgh og útskrifaðist með MFA frá
Glasgow School of Art árið 2006 og með BA frá Falmouth School of Art
2002.


Rory Middleton’s work is concerned with cinema, architecture and landscape.
He makes installations, sculpture and video and uses smoke, smell and
sound to create environments into which the viewer can enter.
By combining modern and traditional techniques he aims to construct
mystery and ambiguity within his work, creating cinematic space
through means of cinematic devices.

Whilst in Akureyri he has been shooting ‘Searching for Hjedna’ a road
movie where the Icelandic Landscape is both Character and Set, where
the actor, artist and audience find themselves lost, hoping to find
what is Hjedna.

Rory Middleton lives and works in Edinburgh and Graduated with an MFA
from Glasgow School of Art 2006 and BA from Falmouth School of Art
2002.


Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar - CIA.IS auglýsir eftir umsóknum um styrki

logo

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir eftir umsóknum um verkefna-, ferða- og útgáfustyrki vegna verkefna myndlistarmanna erlendis.
Hver styrkur er 400 þúsund krónur og verða sex styrkir veittir að þessu sinni.
Opið er fyrir umsóknir um styrki vegna verkefna með skemmri fyrirvara allan ársins hring.
Nánari upplýsingar um styrkjakerfi Kynningarmiðstöðvarinnar fást á heimasíðu miðstöðvarinnar http://www.cia.is/styrkir/index.htm
Umsókn þarf að berast a.m.k. 40 dögum áður en verkefni hefst.
Umsóknarfrestur er til 17.apríl 2009 og er póststimpill tekinn gildur.
 
Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstræti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
info@cia.is
www.cia.is
www.artnews.is


OPIÐ ALLA DAGA YFIR PÁSKANA KL. 12 – 17 NEMA MÁNUDAG Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

kenjottar-bordi.nota

Nú stendur yfir samsýning fimm málara í Listasafninu á Akureyri sem eiga það sameiginlegt
að vinna óhlutbundið, en síðustu árin er engu líkara en að abstrakt-expressjónisminn hafi
gengið í endurnýjun lífdaga á Íslandi. Hér eru á ferðinni athyglisverðar og upprennandi
listakonur, ástríðufullar og flestar lítt þekktar. Laufey Johansen, Maja Siska, Arna Gná
Gunnarsdóttir, Anna Jóelsdóttir og Guðný Kristmannsdóttir. Allar hafa þær náð að skapa
sér sérstakan tjáningarmáta sem einkennist af fítonskrafti, hugmyndaauðgi og smitandi
sköpunargleði og ber vott um þá miklu grósku og óþrjótandi möguleika sem abstraktlistin
býður upp á.
Í tengslum við sýninguna hefur Listasafnið á Akureyri gefið út glæsilega 168 síðna bók
á ísensku og ensku með greinum eftir Hannes Sigurðsson, Bjarna Sigurbjörnsson og
Aðalstein Eyþórsson, ásamt hugleiðingum þátttakenda.
Nánari upplýsingar veitir Hannes í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is.
Sýningunni lýkur 10. maí.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17
Aðgangur ókeypis


Margeir Dire Sigurðason sýnir á VeggVerki

dire.jpg


    VeggVerk Kynnir
    MARGEIR DIRE SIGURÐARSON
    14.03.2009 - 10.05.2009

    Absorbism.

Verkið er unnið með blandaðri tækni sem ég er enn að þróa. Í vinnslu reyni ég að túlka sama hlutinn á marga mismunandi hætti sem blandast saman með tímanum. Í upphafi er óhlutbundin teikning með einni línu yfir allan flötinn, sem orsakar að öll form verksins tengjast. Myndina læt ég svo sitja um óákveðin tíma og les út úr formunum og nýti allt sem ég sé, heyri og upplifi í mínu daglega lífi til að búa til eina heilsteypta sögu í verkinu.
Þegar sagan er hálfmótuð tjái ég hana með litum og fikra hægt að fígúratífri útfærslu.
Söguna er svo fyrir hvern og einn að lesa úr.


Margeir Dire Sigurðason útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2008 og er búsettur i Madrid þessa dagana.
Margeir hefur sýnt verk sin síðan hann man eftir sér og út um allar trissur. Þar á meðal Akureyri, Reykjavik, Lahti (finnlandi), Barcelona, Alicante (Spáni) og New York.


    Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.veggverk.org


Kristin Demchuk, gestalistamaður Gilfélagsins í mars

glow_still.jpg

Kristin Demchuk er gestalistamaður Gilfélagsins í mars. Kristin býr og starfar í Kanada og hefur lært bæði við háskólan í Calgary (BFA), Kanada, og háskólan í Guelph (MFA), Kanada.

Í verkum mínum leita ég eftir því að íhuga hringrásina á milli líkamans og vélar, á milli áþreifanlegra og eiginlegra sjónarmiða efnisins.
í gegnum aðferðafræðilegan feril, kanna rannsóknir mínar hvernig aðferðir og tækni upplýsa hvort annað, í gegnum bæði vana líkamans og vitrænt atferli. Með því að samtvinna tækni og aðferðir hef ég áhuga á að skapa afsprengi af stafrænu handverki sem innilmar hringrás af flutningi frá flaumrænni yfir í stafræna tækni sem skilur eftir ummerki eftir einstaklingin. Nýlegar rannsóknir mínar hafa leitt af sér verk sem kanna sögu textíls og sambands þeirra við stafræna miðla. Með því að rannsaka aðferðir þessara tveggja tækna, sambands endurtekinna athafna kóðunnar og tvíundar náttúru vefnaðar og prjóns hefur fætt af sér nýtt mynstur innan listsköpunar minnar.
- Kristin Demchuk


Kristin Demchuk is the guestartist of the Gil Society in March. Kristin lives and works in Kanada and has studed in the University of Guelph (MFA) and the University of Calgary (BFA).

My practice seeks a contemplation of the circuitry between the body and the machine, between the physical and virtual aspects of materials. Through a process-based practice, my research investigates how techniques and technologies inform one another, through both the habits of the body and through cognitive processing. By combining technologies and processes, I am interested in producing a form of digital craft-making that incorporates the circuitry of the transfer from analogue to digital technology while leaving the mark of the individual. My more recent research has lead to a body of work investigating the history of textiles and their relationship to digital media. Through investigating the techniques of these two technologies, the relationship between repetitive acts of coding and the binary nature of weaving and knitting has led to new patterns of emergence within my art practice.
- Kristin Demchuk


Akane Kimbara sýnir í gestavinnustofu Gilfélagsins

akane.jpgFöstudaginn þann 27. febrúar mun gestalistamaður Gilfélagsins, Akane Kimbara, bjóða gestum og gangandi að kíkja við á Kaupvangstræti 23 á Akureyri á milli 18:00 til 23:00 í spjall og skoða listverk hennar sem verða til sýnis í gestavinnustofunni. Sýningin ber heitið "Mi So Si Do, Do Si Mi So, So Mi Si Si, Do Si So Mi".

Akane Kimbara er fædd og uppalin í Japan, en býr og starfar í Þýskalandi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hennar www.akanekimbara.net.

Léttar veitingar verða í boði.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir í Vordingborg


 
BIG WHEEL PLAY

Oringe
Færgegardsvej 15
bygging 30, 1. sal
(etagen, under Oringe-museet)
Vordingborg

Entering empty factories or empty buildings, which once carried a purpose in this world, deludes me. At first I get sad over seeing a unique space having been turned into a void. But then after getting over it, sheer joy enters my mind. Ideas start flowing - all the opportunities the space has to offer: art exhibitions, concerts, theaters, work shops, studios. New life is born, really.
I was invited by Gitte Nielsen to revive a building in Vordingborg for one week. It was a mental institution before, but now all that's left are the walls and memories. In this installation I am utilizing the building's history. Positive thinking and fresh ideas are the main features of this installation.

I would like to invite you to my opening on 1. March 2009 at 16.00-18:00 Our joyful reception includes food and drink.


Akane Kimbara gestalistamaður Gilfélagsins í febrúar

2008-punkte.jpg

AKANE KIMBARA; Kynning/Introduction

Akane Kimbara er gestalistamaður Gilfélagsins í febrúar. Akane býr og
starfar í Þýskalandi en er upprunalega frá Japan. Hún hefur lagt nám
á myndlist bæði í Tokyo, Japan og Hamborg, Þýskalandi.

,,Nýlega fannst forn beinagrind af kvenmanni í Japan. Nánari skoðun
sýndi að konan hafði verið uppi fyrir 15.000 árum, og þjáðist af
lömun og þá væntanlega frá barnsaldri. Þrátt fyrir það lifði hún til
21 árs aldurs, sem þýðir að annað fólk hefur hugsað um hana allt
hennar líf. Þess konar ummönnun ber vott um mjög svo þróaða manngæsku
í jafnvel svo fornu samfélagi. Ég las þetta einhversstaðar og er
heilluð af því.
Ég held að mannleg samúð og greind hafi verið sú sama þá og hún er nú.
Þörf þeirra hefur einungis breyst. Það breytir engu hvað þú hugsar eða
gerir, hver ásetningur þinn er. Hvað hvetur þig, hvernig þú hegðar
þér, hver tilfinningaleg viðbrögð þín eru, þetta hefur ekkert breyst í
raun undanfarin 10.000 ár.

Í verkum mínum vil ég sýna fólk sem var uppi fyrir 15.000 árum. Ég vil
sjá viðbrögð þeirra. Ég ímynda mér að þau gætu skilið verk mín á sama
hátt og nútímamanneskjan myndi skilja þau."
-Akane Kimbara

filmstill-wave_790561.jpg


Akane Kimbara is the guest artist of the Gil society in February.
Akane lives and works in Germany, but is originally from Japan. She
has studied art both in Tokyo, Japan and Hamburg, Germany.

"Recently, an ancient female skeleton was found in Japan. The
examination showed that the woman had lived at least 15.000 years ago,
and she suffered from infantile paralysis. But still she lived to the
age of 21, which means that other people took care of her for all her
life. This kind of care testifies to the already high level of humane
development of this ancient society. I read about this somewhere and I
am fascinated by it.
I think that human compassion and intellect have been basically the
same then as they are now. Just the necessities have changed. It
doesn't matter what you think or do, what intensions you have. What
motivates you, how you act, and what your emotional reactions are,
this hasn't changed essentially in the last couple of 10.000 years.

I have the wish to show my work to the people who lived 15.000 years
ago. I would like to see their reactions. I imagine they could
undestand my work in the same way as a viewer today."
-Akane Kimbara


Uppákoma í Listasafninu á Akureyri

home_logo

Næstkomandi laugardag eða þann 7. febrúar kl. 20.30 mun hópur um 58   
listamanna frá yfir 20 löndum kynna verk sín í Listasafninu á Akureyri.
Þessi hópur samanstendur af starfandi listamönnum sem eru um þessar  
mundir í mastersnámi við Rijksakademie í Hollandi og er ferðin til  
Íslands til þess gerð að verða fyrir áhrifum af nýju og spennandi  
umhverfi jafnframt því að hitta íslenska listamenn í óformlegu spjalli.

Rijksakademie er stofnun sem gefur listamönnum kost á að starfa í 2 ár  
við bestu mögulegu aðstæður með aðgengi að reyndari listamönnum frá  
alþjóða listumhverfinu. Rijks er skrautfjöður listastofnana í Hollandi  
en þangað berast árlega 16-1700 umsóknir allstaðar að úr heiminum, í  
dag eru þar listamenn frá 25 löndum og meðalaldur er 30 ár.

Hvetjum við alla starfandi listamenn á Akureyri sem og alla sem áhuga  
hafa á listum til þess að líta við í safninu á laugardaginn.
Aðgangur ókeypis

Kær kveðja


  LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
  AKUREYRI ART MUSEUM


Gestalistamaður gilfélagsins, Scott Rogers, með opna vinnustofu

scott_777492.jpg

Gestalistamaður Gilfélagsins, Scott Rogers, verður með opna vinnustofu næstkomandi föstudagkvöld, þann 23. Janúar. Gestir og gangandi eru velkomnir í spjall. Endilega komið og takið vini og vandamenn með.
Það verður opið frá 18:00 og frameftir fyrir gesti og gangandi.

Nánari upplýsingar um Scott Rogers má finna hér og á vefsíðu hans.

Gestavinnustofan er einnig komin á Facebook og má finna slíðu hennar hér.


The guest artist of January, Scott Rogers, will have an open studio this Friday evening, 23rd January. The studio opens at 18:00 and will be open throughout the evening. Everyone is welcome to come by, talk with the artist and socialize.

More information on Scott Rogers can be found here and on his website.

The Guest artists' studio now has its own facebook page for those who are interested, the site can be found here.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband