Uppákoma í Listasafninu á Akureyri

home_logo

Næstkomandi laugardag eða þann 7. febrúar kl. 20.30 mun hópur um 58   
listamanna frá yfir 20 löndum kynna verk sín í Listasafninu á Akureyri.
Þessi hópur samanstendur af starfandi listamönnum sem eru um þessar  
mundir í mastersnámi við Rijksakademie í Hollandi og er ferðin til  
Íslands til þess gerð að verða fyrir áhrifum af nýju og spennandi  
umhverfi jafnframt því að hitta íslenska listamenn í óformlegu spjalli.

Rijksakademie er stofnun sem gefur listamönnum kost á að starfa í 2 ár  
við bestu mögulegu aðstæður með aðgengi að reyndari listamönnum frá  
alþjóða listumhverfinu. Rijks er skrautfjöður listastofnana í Hollandi  
en þangað berast árlega 16-1700 umsóknir allstaðar að úr heiminum, í  
dag eru þar listamenn frá 25 löndum og meðalaldur er 30 ár.

Hvetjum við alla starfandi listamenn á Akureyri sem og alla sem áhuga  
hafa á listum til þess að líta við í safninu á laugardaginn.
Aðgangur ókeypis

Kær kveðja


  LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
  AKUREYRI ART MUSEUM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband