Færsluflokkur: Ferðalög

Nes listamiðstöð - Laust í febrúar og mars 2009 með styrk

sjondeildarh

 

Vegna forfalla eru nú laus pláss í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í
febrúar og mars 2009.Með húsnæðinu fylgir einnig vinnustofupláss í
vinnustofum Ness. Að öllu jöfnu þarf að greiða fyrir dvöl í
listamiðstöðinni en vegna styrks frá Menningarráði Norðurlands-vestra
gefst íslenskum listamönnum nú kostur á að dvelja endurgjaldslaust í Nesi.
Í staðinn skilji umsækjendur eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu sem gæti
talist samsvara styrknum.  Það má vera upplestur, listsýning
myndlistarsýning, leiklestur, vinna með íbúum bæjarins eða hvað það sem
listamaðurinn kærir sig um.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.neslist.is
og skulu þær sendast á umsokn@neslist.is. Fyrirspurnum er svarað á
nes@neslist.is eða í síma 864 0053.


Kveðja
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Verkefnisstjóri
Nes Listamiðstöð
545 Skagaströnd


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í Boekie Woekie í Amsterdam

68csten.jpg

Boekie Woekie invites you to be present at the opening of an exhibition of sheep head sculptures, a video and drawings by Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Please join us for this occasion around 4pm on Saturday, January 24th, 2009!

If you can’t make it for the opening, the exhibition will be up till February 18th.

Réttardagur

For some time I have been preparing exhibitions or happenings with the title Réttardagur.

Réttardagur is the magical day in smaller Icelandic communities when sheep are gathered from the mountains. It marks the completion of a circle and the beginning of a new chapter.
I intend to display variations of this theme in 50 exhibitions to celebrate my fiftieth birthday in five years time with hundreds of sculptures of sheep, horses, dogs, farmers and bystanders during the next five years.
Society’s various forms have always been my subject. Two-dimensional at first, my works became three-dimensional in recent years. I have often invited people to participate in my exhibitions. Lecturers, musicians, children, actors, poets and other artists. I like it when something unexpected is added to my work.
In Boekie Woekie I exhibit a few sheep head sculptures, a video and drawings. All in the spirit of the tradition of the month of þorri which is now and when we Icelanders eat smoked and sour lamb meat.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Find more information at http://www.freyjulundur.is.

Aðalheiður has before exhibited in Boekie Woekie in 2002.


Boekie Woekie, books by artists
Berenstraat 16
NL 1016 GH Amsterdam
The Netherlands

open daily from 12 to 6

phone + fax: + 31 (0)20 6390507
email: boewoe@xs4all.nl
internet catalogue: www.boekiewoekie.com


Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka

“Sé þig” á  Mokka á Skólavörðustígnum

Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
 : - 17 þrennur og einni betur.  Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)

Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar  og  spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle   University á Bretlandi í september síðastliðnum.

Nánari upplýsingar á:  yst.is


Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn auglýsir ferðarstyrki

Árið 2009 verða veittir úr Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum annars vegar ferðastyrkir og hins vegar styrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum og norrænum verkefnum. Markmið sjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði vísinda, menntunar og menningar.

Um styrki þessa skal sótt á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík og á skrifstofu Norræna félagsins í Stokkhólmi, Box 127 07, S-112 94 Stockholm. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á vefslóðinni www.norden.se. Umsóknir skulu sendar á skrifstofu Norræna félagsins í Stokkhólmi.

Umsóknir skal stíla á stjórn Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins/Svensk-isländska samarbetsfonden.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2009 og gildir póststimpill. Styrkjunum verður úthlutað í lok mars.

María Jónsdóttir
Forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007

Íslandsdeild Letterstedtska sjóðsins auglýsir styrki

Til fræðimanna, listamanna og annarra sem hyggja á norrænt samstarf

Hjálagðar eru upplýsingar um ferðastyrki sem unnt er að sækja um til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins og um styrki til ráðstefnuhalds, útgáfu og þýðingu á fræðiritum o.fl. sem sækja má um til aðalstjórnar Letterstedtska sjóðsins í Svíþjóð. Umsóknarfrestur rennur út 15.febrúar.

Sjá frekari upplýsingar á slóðinni http://www.letterstedtska.org/anslag_allmant.htm

Umsóknum til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins ber að skila á íslensku en til aðalstjórnar sjóðsins á sænsku, dönsku eða norsku.

Vinsamlegast kynnið þessar upplýsingarnar starfsmönnum, umbjóðendum og tengdum stofnuninni sem gagn mættu hafa af.

Með kveðju,
Snjólaug Ólafsdóttir
ritari Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins

Samsýning 12 listamanna frá Íslandi og Noregi opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

egs0

Kaldar strendur – heitir straumar
 
Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu 12 listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á sl. ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.
 
Hugmyndin að sýningunni kviknaði í  samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á  Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og  Vesterålen  hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að.
Listamennirnir sem sýna eru:  Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.

Kaldar strendur – heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni.  Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
 
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi  12. september síðast liðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
 
Sýningin "Heitir straumar - kaldar strendur" opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum,  laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, og Þjóðhátíðargjöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu, Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
 
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og vídeóverk.
 
Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 -18.  Henni lýkur 8. febrúar.
 
Allir velkomnir

Mynd af Egilsstöðum: Skarphéðinn G. Þórisson.


Tilkynning um Menningarstyrk úr EEA/EFTA þróunarsjóði

Tilkynning um Menningarstyrk úr EEA/EFTA þróunarsjóði-Umsóknarfrestur 6. mars 2009
Menningaráætlun ESB / The European Union's Culture Programme

Upplýsingaþjónusta menningaráætlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info@evropumenning.is
www.evropumenning.is
 On 6 January 2009, the Cultural Exchange Fund in Poland released its second open call for projects by cultural operators in Poland and the EEA EFTA states.

The €4.4 million Cultural Exchange Fund has been established under the EEA and Norway Grants to strengthen cultural ties between Poland and Iceland, Liechtenstein and Norway. The fund is supported with a €4 million grant from Iceland, Liechtenstein and Norway and €0.4 million from the Polish government.

Grants are awarded to support cultural projects carried out in partnership between Polish players and entities from the donor states. The cooperation activities can be within the fields of music and performing arts, cultural heritage, plastic and visual arts, or literature and archives.

Project proposals can be submitted to the Polish Ministry of Culture and National Heritage until 6 March 2009. While all projects supported under the fund are required to have partners from Iceland, Lichtenstein or Norway, the application needs to be submitted by a Polish entity. Further information about the open call is available on the Cultural Exchange Fund website.  http://www.fwk.mkidn.gov.pl/news/35.html

Nánar:

The objectives of the proposals must comply with   following thematic areas of the Fund:
-           music and stage arts;
-           cultural heritage;
-           plastic and visual arts;
-           literature and archives. 

The following entities are authorized to apply:  
a) local self-government entities and their associations;
b) public cultural institutions;
c) public artistic schools and academies;
d) state archives;
e) non-governmental cultural organisations;
f) artists, authors, organisers of cultural activities administered by one of entities listed in points a-d.

Having at least one Partner originating from the Donor-States is required. Partnership has to be proved by the letter of intent (or partnership agreement), which is one of the obligatory annexes to the application form.

Co-financing:
- the minimal value of the grant – 10 000 euro – 41 304 PLN (according to rate 1 euro = 4,1304 PLN )
- the maximum value of the grant – 250 000 euro – 1 032 600 PLN (according to rate 1 euro = 4,1304 PLN )
Co-financing level : up to 90 % of total eligible costs.
Applicant’s contribution (obligatory): minimum 10 % of total eligible costs.
Maximum project duration cannot be longer than 24 months.

Application:
1.        obligatory on-line registration of the application form on the internet site:
www.fwk.mkidn.gov.pl
2.        delivery of the documents (personally, by courier or via post):
- 2 sets of documents in the paper version (an application form and the annexes)
- 2 CDs with the set of scanned original documents. 

 Address:
 Ministry of Culture and National Heritage
 Department for European Funds
Krakowskie Przedmie cie 15/17
 00 - 071 Warsaw
 with postscript: Cultural Exchange Fund – call for proposals - 2009

Call for proposals (registration and delivery of the sets of documents to Fund Operator) will last from   6th January 2009 to 6th March 2009.  

In case of sending documents via post – date of reception of a paper version of the application by Ministry of Culture and National Heritage, not the date of post stamp.

Detailed information on Cultural Exchange Fund (with application form with obligatory forms of annexes) are available at: www.fwk.mkidn.gov.pl.

More information about the EEA Financial Mechanism and the Norwegian Financial Mechanism can be found at the website of the Focal Point www.eog.gov.pl and the website of the Financial Mechanism Office www.eeagrants.org.

Information:
Magdalena Mazurkiewicz – mmazurkiewicz@mkidn.gov.pl ,   tel.: (+48 22) 421 04 08
El bieta wi tek – eswietek@mkidn.gov.pl, tel.: (+48 22) 421 03 32
Ma gorzata Zbyszewska – mzbyszewska@mkidn.gov.pl, tel.: (+48 22) 421 04 68

Scott Rogers, gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009




Scott Rogers er gestalistamaður Gilfélagsins í janúar 2009. Eftirfarandi texti erum hann og hans verk.

Ég er kanadískur listamaður sem er einnig sýningarstjóri og skrifar um list. Verk mín eru margbreytileg, en einblína gjarnan á staðbundna starfssemi, samvinnu og íhugul hugmynda verk. Mörg verk mín eru skammvinn, þau fela í sér tímabundnar athafnir í bæði almennu umhverfi og sýningum. Þessar athafnir taka á sig form skúlptúra, gjörninga, teikninga, margfeldni, ljósmynda og texta-byggðra verka. Stundum nota ég video, PowerPoint og myndvarpa einnig. Í starfi mínu hef ég áhuga á að rannsaka leiðir til sköpunar og semja um merkingu út frá tilviljunarkenndu efni, með því að vekja upp samtal í gegnum list og þar með þróa aðstæður og umhverfi sem gefa leyfi á félagslega og pólitíska gagnrýni.
Ég nota húmor, lágstemmda fagurfræði og blöndu af popp-menningu, listsögulegar og heimspekilegar tengingar til að festa í sessi þessa ramma. Ég eyði miklum tíma í að skipta um skoðun.



Scott hefur nýlega sýnt í ,,The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge og við TULCA hátíðina (Galway, Írland). Komandi sýningar hans eru í Eyelevel Gallery (Halifax,), Galerie Sans Nom (Moncton) og Stride Gallery (Calgary).
Hann tók þátt nýlega í ,, Reverse Pedagogy Thematic Residency" gestadvöl á vegum Banaff Centre (Kanada) og mun vera gestalistamaður Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlín, Þýskalandi) í febrúar 2009. Hann er stofnmeðlimur í Arbour Lake Sghool (Listasamstarfshópur í úthverfum Galgary, Kanada) og er sýningarstjóri ásamt Jason de Haan í Pocket Project, sem er frumkvöðlastarfsem snýst um það að gefa listamönnum margþætt umboðs verkefni.

Scott vill þakka Alberta Foundation for the Arts fyrir rausnarlegan stuðning við gestadvöl hans í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri.

http://www.scottrogersprojects.com
http://www.thearbourlakesghool.com
http://www.foamcorerecords.com




Scott Rogers is the guest artist of the Gil Society in January 2009.
The following text is of his work and career.

I am a Canadian visual artist, who also writes about art and curates. My work is widely divergent, but is generally concerned with site-specific activities, collaborations and speculative conceptual projects. Many of my works are ephemeral, incorporating temporary gestures in both public and exhibition settings. These gestures take the form of sculptures, performances, drawings, multiples, photos and text-based work. Sometimes I use video, PowerPoint and projections as well. Within my practice I am interested in investigating ways of creating and negotiating meaning from essentially random material, in provoking dialogue and discussion through art and in developing platforms which allow for social or political critique. I use humour, lo-fi aesthetics and a mixture of pop cultural, art historical and philosophical references to establish these frameworks. I spend a lot of time changing my mind.



Scott has recently exhibited at The New Gallery (Calgary), Eastern Edge Gallery (St. John's), Rock Paper Scissors (Oakland), The University of Lethbridge and the TULCA Festival (Galway, Ireland). His upcoming exhibitions include shows at Eyelevel Gallery (Halifax), Galerie Sans Nom (Moncton) and Stride Gallery (Calgary). He recently participated in the Reverse Pedagogy Thematic Residency at the Banff Centre (Canada) and will be an artist-in-residence at Pilotprojekt Gropiusstadt (Berlin) in February 2009. He is a founding member of the Arbour Lake Sghool (a collaborative art group in the suburbs of Calgary) and is the co-curator with Jason de Haan of Pocket Projects, an initiative which commissions artist multiples.


Scott would like to thank the Alberta Foundation for the Arts for its generous support of his residency at the Akureyri Artist Studio.


http://www.scottrogersprojects.com

http://www.thearbourlakesghool.com

http://www.foamcorerecords.com



--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com

Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

2003819114738750

Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum
 
Umsóknarfrestur er til 15.febrúar 2009, póststimpill gildir.
 
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis
 
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
 
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
_____________________________________________________________________
 
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. apríl  2009 til 30. september 2009.  Úthlutun verður lokið í byrjun mars 2009.
 
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.
Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
 
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
 
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
 
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
 
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is. Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
 
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 15. febrúar 2009, póststimpill gildir.
Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.


Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi

Kynning á norrænum sjóðum og norrænu menningarstarfi, sem frestað var vegna veðurs í nóvember, verður haldin föstudaginn 9. janúar. Sjá meðfylgjandi.

Ert þú með verkefni?

Kynning á norrænu menningarstarfi og norrænum menningarsjóðum

Menningarráð Eyþings í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Norræna húsið, Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri og Hvalasafnið á Húsavík boða til kynningarfundar um norrænt samstarf og norræna menningarsjóði.

Fundurinn verður haldinn í Hvalasafninu á Húsavík föstudaginn 9. janúar  kl. 10.30 – 14.30

10.30 - 11.00     Kynning á breytingum á norrænu menningarstarfi og formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu


11.00 – 11.30   Norræna menningargáttin / Kulturkontakt Nord
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Norræna húsinu

11.30 - 12.00     Norræni menningarsjóðurinn / Nordisk kulturfond og aðrir norrænir menningarsjóðir
María Jónsdóttir,  Norrænu upplýsingaskrifstofunni, Akureyri
 
12.00 -12.30       Léttar veitingar

13.00 – 14.00  Að sækja um styrk
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, menntamálaráðuneytinu

14.00 -14.30      Umræður og fyrirspurnir

Í  lok fundar gefst fundargestum færi á að ræða við fyrirlesara um möguleika á að sækja um styrk á norrænum vettvangi.

Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning fer fram á netfanginu menning@eything.is


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband