Færsluflokkur: Ferðalög

MAJA WOLA listamaður júnímánaðar

ic.m-ob2

MAJA WOLA frá Póllandi er listamaður júnímánaðar í gestavinnustofu
Gilfélagsins á Akureyri.


Áhugasamir geta fræðst nánar um listakonuna á heimasíðu
gestavinnustofunnar: http://artistsstudio.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri

Kórsöngur vélanna / húsameistari – könguló
Pétur Örn Friðriksson
Ilmur María Stefánsdóttir
27. júní - 19. júlí 2009
Opnun laugardaginn 27. júní kl. 15 - 17
Opið um helgar frá kl. 14 - 17
verksmidjan.blogspot.com


Kórsöngur vélanna / húsameistari - könguló

Á næstunni, munu árvökulir vegfarendur á Hjalteyri geta að nýju heyrt glaðlegan vélargný úr Verksmiðjunni. Hann stafar frá heimilistækjum, steypuhrærivél og óvenjulegum rennibekk. Þau hafa þar afsannað einhliða notagildi sitt og í fagurfræðilegum tilgangi, raskað og sett sig úr samhengi hlutanna með nýjum og óvæntum verkefnum.
   
Hljóðlátari er köngulóin sem að með aðstoð trésmiðs hefur spunnið sér íverustaði út um allt og inn í skúmaskotin.

Listamennirnir Pétur Örn Friðriksson og Ilmur María Stefánsdóttir eiga það helst sammerkt að fást við gagnslausar tilraunir á mörkum þess nytsamlega og tæknilega. Niðurstaðan  birtist oftar en ekki í mjög fullkomnum hlutum.

Við fyrstu sín mætti ætla að sum verka Péturs Arnar gætu átt uppruna sinn að rekja til einhverrar rannsóknarstofu eða séu, stundum, jafnvel nokkurs konar „alþýðleg vísindi“, þegar hann í raun og veru er að skapa líkön sem birta öðru fremur hugmyndir um eðli og eiginleika listaverka
Ilmur María beinir athugunum sínum að gagnverkandi tengslum fólksins og hlutanna. Hún þróar tilbúin, hversdagsleg tæki í eitthvað óvenjulegt, breytir hlutverki þeirra og bætir gagnsemd.
Sýningin opnar laugardaginn 27. júní kl. 15:00 og lýkur 19. júlí. Hún er opin um helgar frá kl.14:00 til 17:00.

Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 27 júní.


Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.


Listasumar hefst í dag

forsida.jpg

Setning Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 19. júní kl. 17. Hermann Jón
Tómasson bæjarstjóri setur Listasumar. Sendiherra Noregs Margit Fredrikke
Tveiten opnar sýningu á verkum norsk/íslenska málarans Kaare Espolin Johnson
og sýningu Héraðsskjalasafnsins á íslenskum ættartengslum Espolin.
Í Deiglunni kl. 18 opnar japanska listakonan Miyuki Tsushima sýningu á
innsetningu og teikningum. Samtímis opnar á Ráðhústorgi, ljósmyndasýning
Hermanns Arasonar, Gamla Akureyri frá sjöunda áratugnum í samvinnu við
Minjasafnið á Akureyri.

Föstudaginn 19. júní kl. 17:00. Festaklettur-listhús: Opnun á sýningu Óla G.
Jóhannssonar ,,Chessboard of my life".
Föstudaginn 19. júní kl. 18:00. Opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna
Portrett í Populus Tremula.
Föstudaginn 19. júní kl. 19:19. Svalbarðsströnd, Haughúsið: Listsalurinn
Haughúsið formlega vígður með opnun á sýningu Guðrúnar Steingrímsdóttur
,,Margt býr í kýrhausnum".
Grímsey 19.-20. júní: Sólstöðuhátíð: Tónleikar, hagyrðingar, bjargsig og
siglingar.

Laugardaginn 20. júní kl. 13, verður sigling með Húna II á opnun á völdum
verkum Espolin Johnson í Hákarlasafninu í Hrísey. Á leiðinni mun Gisle
Espolin Johnson kynna verk föður síns, hraustlegir sjómenn  segja sögur,
harmonikkuleikur, söngur, kaffi og með því. Sigling með Húna II til baka frá
Hrísey kl. 17.
Á leiðinni verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber í Eyjafirðinum
og í boði verður fiskisúpa og öl að hætti heimamanna. Skráning í ferðina hjá
mariajons@akureyri.is

Hin árlega flughelgi verður haldin á Akureyrarflugvelli við Flugsafn Íslands
20. - 21. júní. Fjölbreytt dagskrá. Sjá nánar á www.flugsafn.is
Laugardaginn 20. júní kl. 21:00. Hjalteyri, Verksmiðjan: Ljóðadagskrá og rokk í
umsjón Einars Más Guðmundssonar.
 Laugardaginn 20. júní kl 15:00 Leikminjasafnið í Laxdalshúsi: Opnun á
sýningu Hallmundar Kristinssonar leikmyndahöfundar og myndlistarmanns.

Sunnudagur 21. júní. "Freyjumyndir". Opnun á myndverkum til heiðurs hinni
fornu gyðju Freyju. Samsýning eyfirskra listamanna á ýmsum stöðum á Akureyri
og nágrenni. Nánari upplýsingar á www.freyjumyndir.blog.is

Sunnudagur 21. júní. Bárðardalur, Kiðagil: Opnun á sýningunum Útilegumenn í
Ódáðahrauni, Ullarverk Friðrikku Sigurgeirsdóttur og ljósmyndasýningunni
Bílferð yfir Sprengisand.
Sunnudagur 21. júní. Ásbyrgi, Gljúfrastofa kl. 23:00: Sumarsólstöðuganga.
Sunnudagur 21. júní. Þistilfjörður: Rauðanesdagurinn: Fjölbreytt
menningardagskrá.

Sjá nánar á www.listagil.akureyri.is


Sirkusinn Shoeboxtour í Verksmiðjunni á Hjalteyri

shoeboxtour.jpg
Verksmiðjan á Hjalteyri kynnir sýningarhópinn Shoeboxtour sem samanstendur af heimsþekktum sirkuslistamönnum, þau eru á ferð um landið og sýna ljóðrænan spennandi sirkus. Leikið er undir af raftækjum, unnið með form og ætla þau að spinna af fingrum fram á Hjalteyri. Með þeim í för eru einnig sirkuslistamenn frá Finnlandi sem að ætla  að taka þátt í þessum spuna og frá Reykjavík koma tveir alíslenskir töframenn.
Sýningin verður laugardaginn 13. júní og hefst kl. 21:00, enginn aðgangseyrir.

Í Verksmiðjunni stendur nú yfir sýningin "Hertar sultarólar"
http://www.verksmidjan.blogspot.com

Gilfélagið kynnir með stolti Listasmiðjur barna 2009

Við erum sérstaklega glöð og ánægð með undirtektir sem Listasmiðjur okkar
hafa fengið þetta árið.
Krepputal og annað slíkt látum við sem vind um eyru þjóta og bjóðum það
besta sem völ er á.

Fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu hafa tekið höndum saman og
gert okkur kleift að bjóða börnum og unglingum að ferðast með okkur um
tíma og rúm og heimsækja framandi heima.

Námskeiðið byrjar næsta mánudag, 8.júní og spannar 11 virka daga og fá
krakkarnir, brauð drykki, ávexti og grænmeti alla daga - enginn þarf að
koma með nesti.

Til að koma til móts við þá foreldra sem ekki hafa miklar
ráðstöfunartekjur þá eru ýmsar leiðir opnar og enginn þarf að sitja heima
sökum fjármagnsskorts.

Sveitarfélög bjóða niðurgreiðslu fyrir sín börn og velferðarsjóður kemur
einnig að og niðurgreiðir fyrir þá sem það þurfa.

Ef þið hafið áhuga á að vita meira þá eru hér fylgiskjöl og nánari lýsingu
 má sjá á heimasíðu Gilfélagsins www.listagil.is

Fyrir hönd Gilfélagsins.

Með þakklæti og kærri kveðju,
Vigdís Arna
gsm: 8643054



dagmey_2007.jpg

FERÐALAG UM FRAMANDI HEIMA


Viltu ferðast um framandi heima, kíkja í Lífheim, Bjargheim, Söguheim,
Fornheim, Goðheim, Lesheim, Minjaheim, Umheim, Sköpunarheim og
Reynsluheim.


Gilfélagið og samstarfsfélagar munu ferðast með börn á aldrinum 8 - 12 ára
 í spennandi fræðslu og skemmtiferð sem lýkur með sýningu á Jónsmessuhátíð
í Kjarnaskógi 23. júní.

Ferðalagið hefst í Lífheimi á Hjalteyri þar sem land verður numið.  Þaðan
verður síðan siglt, ekið eða gengið í ýmsa framandi heima s.s. Fornheim,
Bjargheim, Söguheim, Lesheim, Minjaheim, Goðheim og Umheim. Fjöldi
fræðimanna mun taka á móti ferðalöngunum og sjá til þess að allt fari fram
eftir kúnstarinnar reglum.

Á ferðalaginu verða fornar sögur skoðaðar, matarsögur smakkaðar og nýjar
sögur skapaðar. Áhersla lögð á landnám og pælt í því hvað felst í
landnámi.
Hvenær nemum við land og hvernig flyst menning milli heima?

Ferðalaginu lýkur með uppsetningu sýninganna Reynsluheimur og Sköpunarheimur.
Sýningarnar verða endurteknar á Akureyrarvöku með viðkomu í Vökuheimi.
Þá verður Listagilið numið af nýbúum og bæjarbúum boðið í veislu.

Jónsmessunámskeiðið hefst mánudaginn 8.júní og stendur til þriðjudags
23.júní.
Ferðalagið hefst hvern dag klukkan 10:00 og komið verður til baka í Núheim
kl.16:00
Vökunámskeiðið hefst fimmtudaginn 27.ágúst og lýkur laugardaginn 29.ágúst.


Verðið er varla frá þessum heimi -  25.000 krónur  og 15% systkinaafsláttur.
Innifalið í því eru 11 virkir dagar með kennslu, matur, hressingu,
sigling, rútuferðir og efni.
Að auki er þátttakendum boðið að taka þátt í endursköpun Reynsluheims og
nýju landnámi undir nafninu Vökuheimur á Akureyrarvöku.

Fyrir 13-16 ára  unglinga er sérstakur hópur sem sér um að skrásetja og
miðla. Fjölmiðlateymið Alheimur -  Aðeins er pláss fyrir 6 og verð er
15.000.-

ATH - við tökum á móti Tómstundaávísun Akureyrar

Skráning og frekari upplýsingar eru á vefsíðu Gilfélagsins, www.listagil.is
en einnig í síma 8643054 hjá Vigdísi og 4612609, einnig hjá Maríu í síma
4627000 og með tölvupósti á gilfelag@listagil.is.


Sýningin “Hertar sultarólar” opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_hjalteyri6

Verksmiðjan á Hjalteyri loftar út eftir veturinn með sýningunni “Hertar sultarólar” og vill með henni vekja athygli á að eftirtalin kunna að hafa öðlast nýtt líf, stökkbreytt og endurhönnuð til framtíðar:
gálgi - ónýt heimilistæki – listamaður – sígarettur – kjóll – gildi – straujárn - ferskur fiskur – frístundafólk – markaður – blússa - fjársjóður - úrelt dagatöl – langanir - klippimyndir – safnarar – matarumbúðir – dagblöð – pils – hönnuður – myndverk – vél - ruslakista - hráefni og konsept.

Sýningarstjóri “Hertra sultaróla” er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og hefur hún fengið 14 listamenn til liðs við sig. Þau eru:
Pétur Kristjánsson
Helgi Þórsson
George Hollanders
Henriette van Egten
Anna Richards
Jónborg Sigurðardóttir
Haraldur Ingi Haraldsson
Safn Hafdísar Ólafsson
Kristinn Rúnar Gunnarsson
Erika Lind
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Laufey Pálsdóttir
Arnfinna Björnsdóttir
Hans Kristján
7. og 8. bekkur Þelamerkurskóla undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Sýningaropnun er 30. maí kl.15.00. Sýningin stendur til 21. júní og er eingöngu opin um helgar frá kl. 14.00 til 17.00.
Sýningargestir eru hvattir til að leggja til hliðar ráðandi verðmætamat og njóta líðandi stundar.

Rúta fer frá Torfunesbryggju á opnunina kl:14:45 og fer til baka um 17:00.
Miðaverð er 500 kr.
Aðeins fer ein rúta svo við bendum fólki á að panta sér sæti hjá Þórarni Blöndal "thorarinnb(hjá)simnet.is
eða hjá Hlyni Hallssyni "hlynur(hjá)gmx.net"

Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kópaskersvita

Ykkur er hér með boðið á opnun sýningarinnar „Brennið þið vitar!“ í Kópaskersvita nk. sunnudag 17. maí kl. 15. 

Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Með hjálp nýjustu tækni endurvekur hún fornar goðsagnir og ræður áhorfendum heilt, sem dæmi hefur hún nýtt sér veraldarvefinn til þess að miðla boðskap sínum persónulega til fólks.  Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíðu hennar: www.asdissifgunnarsdottir.com

Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Menningarráðs Eyþings og Vitastígs á Norðausturlandi.


Sama dag hefur Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opna sýninguna „Verk í vinnslu“ í Fagurlistasmiðjunni Bragganum við Öxarfjörð. Opið kl.11-18


13 nýjar sýningar í Safnasafninu

 big_eyja

SAFNASAFNIÐ

Opnun 13 nýrra sýninga á Eyfirskum safnadegi 2. maí kl. 13.00-15.00
 
Bílastæði
Huglist, Akureyri: Anna Heiða Harðardóttir, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson, Hallgrímur Siglaugsson, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Stefán J. Fjólan og Vilhjálmur Ingi Jónsson - Safnvörðurinn, 5 metra hár skúlptúr afhhjúpaður, kynntur undir merkjum Listar án landamæra. Bakhjarlar: Blikkrás, BM-Vallá, Flügger-litir, Hotel Natur, Húsasmiðjan, Menningarráði Eyþings og Rarik, Sandblástur og málmhúðun, Slippurinn
Anddyri:
Leikföng  - sýnishorn á veggjum og í glerskáp, töfrað upp úr dótakassanum nokkrum sinnum á dag
Miðrými:
Þorsteinn Díómedesson (d), Hvammstanga - tálgaðir málaðir fuglar
Laufey Jónsdóttir, Sæbóli, Húnaþingi vestra - fólk og húsdýr klippt úr pappír
Guðjón R. Sigurðsson (d), Fagurhólsmýri - fólk og húsdýr úr tré og ull 
Svava Skúladóttir (d), Reykjavík - máluð tréhús, kirkjur, kastalar og virkisbrýr
Ókunnir höfundar, vistmenn á Kleppsspítala 1980-1995 - fólk úr leir
Halldóra Kristinsdóttir, Reykjavík (frá Ánastöðum á Vatnsnesi) - pappírsbátar með fólki og varningi
Bára Sævaldsdóttir (d), Svalbarðsströnd - skálar úr kortum
Pétur Hraunfjörð (d), Reykjavík - andlit máluð á litla samsetta steina og önnur efni
Brúðusafn:
Grunnsýning (flutt og stækkuð) 
Íslenskt brúðuhús frá 1938, smíðað af August Håkansson, þýskt innbú (gefandi Sonja Håkansson)
Veitingasalur:
Sögufélag Svalbarðsstrandar - svart/hvítar ljósmyndir af mannlífi í hreppnum áður fyrr
Vestursalur:
Helgi Þórsson, Reykjavík - innsetning
Austursalur:
Guðjón Ketilsson, Reykjavík - innsetning
Svalbarðsstrandarstofa:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd I: Kúabúskapur fyrr og nú - styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Samstarf við Sögufélag Svalbarðsstrandar um ljósmyndir og texta; auk þess tæki og áhöld í eigu safnsins
Valsárskóli, 5. og 6. bekkir - kýr og kálfar (leiðbeinandi: Ómar Þór Guðmundsson)
Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co:
Grunnsýning
Tískufatnaður sem Þóra Björk Sveinsdóttir, Akureyri, saumaði á tvær ungar dætur sínar um og eftir 1960
Lyftuhús:
Ragnar Hermannsson, Húsavík - veiðimenn úr máluðum viði
Fræðslubókasafnið:
Sigríður Ágústsdóttir, Akureyri - leirker
Norðursalir:
Arna Valsdóttir, Akureyri - gjörningur á opnun; Með Heiminn í Höndunum, pappírsmyndir af mönnum og dýrum sem hún klippti út í samstarfi við syni sína, Ólaf Val og Viktor
Guðbjörg Ringsted, Akureyri - málverk 
Ásta Ólafsdóttir, Reykjavík - teikningar
Langisalur:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd II, sýnd undir merkjum hátíðarinnar Listar án landmæra og styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri - ljósmyndir af börnunum að drullumalla
Vinnustofan Ás, Styrktarfélag vangefinna - handklæði: útsaumaðar sjálfsmyndir starfsfólksins; hönnun: Julysses Neau, Frakklandi

Annað:
Gamla-Búð:
Í risinu er 76m2 lista- og fræðimannsíbúð, útbúin eins og minjasafn, og gefst fólki tækifæri til að skoða hana um helgina, en síðan verður hún leigð í skemmri eða lengri tíma (kynningarverð í maí: 15.385 kr. nóttin)
Kaffihús:
Léttar veitingar í boði safnsins
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Karlar og kerlingar úr eldspýtnastokkum og -bréfum (6-9.000 kr. stykkið)
Hlað:
Ragnar Bjarnason (d), Reykjavík - grunnsýning: 13 málaðir steyptir skúlptúrar 

Fólk er hvatt til að mæta á opnun og njóta þess sem í boði er á þessum hátíðisdegi Eyfirskra safna; bent er á að rútur ganga á milli þeirra og skemmtilegir leiðsögumenn verða til frásagnar um náttúru og mannlíf að fornu og nýju. Nánari upplýsingar eru veittar í Menningarmiðstöðinni á Akureyri, á www.sofn.is og www.museums.is

6. júní verður opnuð sýning í Reitnum; þá 3 sýningar inni 11. júlí; og 3 þann 21. júlí (þær verða kynntar í fjölmiðlum og á www.safnasafnid.is). Safnasafnið er opið um helgar í maí frá kl. 14-17


Rory Middleton opnar sýningu í Deiglunni

imageforhjedna.jpg

Laugardaginn 25. apríl mun gestalistamaður Gilfélagsins í apríl, Rory Middleton, opna sýningu sína "The Fourth Wall, Searching for Hjedna" í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, Akureyri. Sýningin opnar kl. 14:00 og verður hún opin þessa einu helgi, laugardag og sunnudag 14:00 - 17:00.

Rory Middleton vinnur aðallega með kvikmyndir, byggingarlist og landslag. Hann skapar innsetningar, höggmyndir og vídeo og notar reyk, lykt og hljóð til að skapa umhverfi er áhorfandin getur gengið inn í.


--
Hertha Richardt Úlfarsdóttir
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com


Kristján Ingimarsson sýnir CREATURE hjá Leikfélagi Akureyrar og í Kassanum í Þjóðleikhúsinu

image_835231.jpgimage-1_835232.jpg

CREATURE - gestaleikur

eftir Kristján Ingimarsson
     

Creature er nýtt verk eftir leikhúslistamanninn Kristján Ingimarsson, sem þekktur er fyrir að feta ótroðnar slóðir og nota líkamann á óvæntan og sérstæðan hátt í sýningum sínum. Sýningin var frumflutt í Husets Teater í Kaupmannahöfn en verður sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar  1. og 2. maí og í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 14, 15, 16 og 17. maí.
 
Creature er stórhættulegur og bráðfyndinn leikhúskonsert um sköpunarþörf manneskjunnar og þörf hennar fyrir að setja sjálfa sig á svið. Þetta er án efa persónulegasta sýning Kristjáns til þessa, þar sem hann kannar ýmis landamæri með aðferðum spunans og kemur okkur stöðugt á óvart.

Kristján stendur á sviðinu ásamt finnska leikaranum Henrik Levlin en þeir íklæðast búningum eftir tískuhönnuðinn Anja Vang Kragh - en búningar þeir eru stór partur af upplifuninni. Það gera áhorfendurnir einnig en þeir eru eindregið hvattir til þess að taka með sér myndavélar á sýninguna, smella af og skrásetja þannig sýninguna með sínum hætti.



Brot úr umjöllun fjölmiðla í Danmörku:

"Creature er leiksýning sem maður lætur ekki framhjá sér fara. Hún er fyndin, yndisleg, ljóðræn, leikandi og ótrúleg. Creature er ein af þeim sýningum í ár sem hefur upp á eitthvað nýtt að bjóða. Góða Skemmtun."

"Kristján Ingimarsson gefur allt í botn í sinni unaðslega geggjuðu umbreytingasýningu. Með óðsmannsæði sem enginn annar leikari eða dansari ér á landi getur leikið eftir." Politiken

 
"Kolklikkaður og yndislegur líkamsgaldramaður. Frábærar jafnvægiskúnstir, topp tæmað." Berlingske Tidende


Höfundur og Leikstjóri  Kristján Ingimarsson

Leikarar Kristján Ingimarsson og Henrik Levlin  Höfundur Tónlistar Pétur Eyvindsson

Búningahönnuður  Anja Vang Kragh  Leikmyndahönnuður  Kristian Knudsen

Lýsing  Mads Vegas


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband