Margeir Dire Sigurðason sýnir á VeggVerki

dire.jpg


    VeggVerk Kynnir
    MARGEIR DIRE SIGURÐARSON
    14.03.2009 - 10.05.2009

    Absorbism.

Verkið er unnið með blandaðri tækni sem ég er enn að þróa. Í vinnslu reyni ég að túlka sama hlutinn á marga mismunandi hætti sem blandast saman með tímanum. Í upphafi er óhlutbundin teikning með einni línu yfir allan flötinn, sem orsakar að öll form verksins tengjast. Myndina læt ég svo sitja um óákveðin tíma og les út úr formunum og nýti allt sem ég sé, heyri og upplifi í mínu daglega lífi til að búa til eina heilsteypta sögu í verkinu.
Þegar sagan er hálfmótuð tjái ég hana með litum og fikra hægt að fígúratífri útfærslu.
Söguna er svo fyrir hvern og einn að lesa úr.


Margeir Dire Sigurðason útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2008 og er búsettur i Madrid þessa dagana.
Margeir hefur sýnt verk sin síðan hann man eftir sér og út um allar trissur. Þar á meðal Akureyri, Reykjavik, Lahti (finnlandi), Barcelona, Alicante (Spáni) og New York.


    Verkefnastjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir
    www.veggverk.org


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband