Færsluflokkur: Menning og listir

Georg Óskar Manúelsson sýnir í Populus Tremula

Georg%25C3%2593skar-Populus-18.12-web

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 opnar Georg Óskar Manúelsson myndlistarsýn­inguna „This moment is nothing special about nothing – only me and Claude Debussy“ í Populus Tremula, í Listagilinu á Akureyri.

Sýning Georgs Óskars samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um að festa niður vangaveltur líðandi stundar, líkt og að halda dagbók.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Síðasta sýningarhelgi Portrett Nú! í Listasafninu á Akureyri

03-206x300

Nú er komið að síðustu sýningarhelgi Portrett Nú! í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samstarfi við Fredriksborgarsafn í Danmörku, en hér er á ferðinni samnorræn portrettsýning sem fyrst var sett upp árið 2008. Á sýningunni PortrettNú! er að finna verk frá öllum Norðurlöndunum og er öllum birtingarformum portrettlistarinnar gert jafn hátt undir höfði.

Að sýningu lokinni á Akureyri mun Portrett Nú! halda ferðalagi sínu áfram um Norðurlönd. Í janúar 2011 verður hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Þá taka Norðmenn við þar sem sýningin verður sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011.

Listasafnið á Akureyri er opið á laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 17.

Þann 15 janúar 2011 opnar safnið á ný með samsýningu listamannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar.

Frekari upplýsingar veitir Örlygur Hnefill Örlygsson safnfulltrúi í síma 848 7600.

UMSÓKN UM ÞÁTTTÖKU Á LISTASUMRI Á AKUREYRI 19. JÚNÍ – 27. ÁGÚST 2011

listasumar_logo_flj%C3%B3tandi

Menningarmiðstöðin í Listagili á Akureyri auglýsir eftir umsóknum um þátttöku á Listasumri á Akureyri 2011. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2010.

Umsóknareyðublöð og upplýsingar um skilmála fyrir þátttakendur er að finna á vefsíðunni www.listagil.akureyri.is
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skilmálana.

Nánari upplýsingar hjá Menningarmiðstöðinni í Listagili í síma 466-2609 eða í netpósti listagil@listagil.is og/eða ketilhusid@listagil.is

Umsóknir og fylgigögn skulu send á neðanskráð póstfang, póststimplað fyrir 20. desember 2010:

Menningarmiðstöðin í Listagili
Ketilhúsið
Pósthólf 115
602 Akureyri

 


Salur Myndlistarfélagsins Gallery BOX laus til umsóknar fyrir 1. janúar 2011

salur_myndlistarfelagsins

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins óskar eftir umsóknum um myndlistasýningar í Sal Myndlistarfélagsins Gallery BOX fyrir tímabilið mars 2011 - janúar 2012. Áhugasamir fylli út umsóknareyðublað og sendi til Myndlistarfélagsins á Akureyri ásamt ferilskrá, myndum af verkum og greinargóðri lýsingu á fyrirhugaðri sýningu. Umsóknarfrestur er til 1. janúar 2011.

Umsóknir sendist til:

Myndlistarfélagið

Pósthólf  235

600 Akureyri

Eða í netfangið: syningarnefnd@gmail.com

 

 

Með bestu kveðju f.h. sýningarnefndar

Dagrún Matthíasdóttir


Sýningarými í Listagili til leigu

JonasVidarGallery

Sýningarými í Listagili.

Laust er til umsóknar 72 fm. sýningarými í Listagili, Akureyri sem losnar 1. janúar 2011.

Áhugasamir sendi inn skriflegar umsóknir á listagil@listagil.is í síðasta lagi 10. desember 2010.
Í umsókninni þarf að koma fram ítarleg lýsing á þeirri starfsemi sem umsóknaraðili hyggst standa fyrir í rýminu.

Skilyrði eru fyrir opinni og lifandi þátttöku í listalífinu í Listagili.


Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins

cutoutfigure%20copy

Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttir opna sýningu sína í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins  laugardaginn 4. desember kl. 14.

Sýningin er opin frá 14-17, laugardaga og sunnudaga til 19. desember.

Allir velkomnir.

 

galleriBOX, salur Myndlistarfélgsins

Kaupvangstræti 10

600 Akureyri

Á facebook

karolina14-300

 


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýningu á Café Karólínu

2qawfq.jpg

Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

It's like living in your own world

04.12.10 - 07.01.11


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna sýninguna “It's like living in your own world” á Café Karólínu laugardaginn 4. desember kl. 15:00. Sýningin stendur til 8. janúar 2011 og eru allir velkomnir. Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.
Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar við að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Hitinn við vatnið er rétt yfir frostmarki, það er algjör kyrrð og þoka, einstaka vatnsdropar falla á vatnið. Vatnið er spegilslétt og þögnin er nánast yfirþyrmandi, náttúran hefur öll völd.

Myndirnar voru fyrst sýndar við opnun listahátíðarinnar Jónsvöku sumarið 2010 og er þetta annað skiptið sem þær eru á sýningu.

Júlía Runólfsdóttir er 17 ára gamall nemi frá Reykjavík með ást á þríhyrningum, flæðandi formum og skuggum. Hún stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig við Myndlistaskólann í Reykjavík. Júlía hefur haft áhuga á ljósmyndun síðan hún var bara barn og myndað af nokkurri alvöru síðastliðin ár. Hún tók þátt í alþjóðlegri ljósmyndabók fyrir ungmenni árið 2008 og myndir eftir hana hafa birst í ótalmörgum tímaritum og blöðum auk þess sem hún hélt sína fyrstu sýningu, með Huga Hlynssyni, í sumar.

Hugi er fæddur á Akureyri árið 1991 en fluttist tveggja ára til Þýskalands og bjó þar til átta ára aldurs þegar hann fluttist aftur til Akureyrar. Hugi hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur á undanförnum árum reynt að marka sér beinni stefnu á áhugasviði sínu innan ljósmyndunar. Hugi er nemandi á náttúrufræðibraut VMA og stundar dulin ljóðaskrif ásamt áhuga-verkfræðimennsku til hliðar við ljósmyndunina.

Sjá einnig heimasíður Huga og Júlíu: hugihlynsson.com og juliarunolfs.com

Nánari upplýsingar veitir Hugi í síma 6633026 og í tölvupósti: hugihlynsson@gmail.com og Júlía í síma 8694456.

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

1pxkrt.jpg


Salur Myndlistarfélagsins Gallery BOX laus til umsóknar

salur_myndlistarfelagsins.jpg

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins óskar eftir umsóknum um myndlistasýningar í Sal Myndlistarfélagsins Gallery BOX fyrir tímabilið mars 2011 - janúar 2012. Áhugasamir fylli út umsóknareyðublað og sendi til Myndlistarfélagsins ásamt ferilskrá, myndum af verkum og greinargóðri lýsingu á fyrirhugaðri sýningu.

Umsóknir sendist til:

Myndlistarfélagið
Pósthólf  235
600 Akureyri
Eða í netfangið: syningarnefnd@gmail.com


f.h. Sýningarnefndar Myndlistarfélagsins

Með bestu kveðju
Dagrún Matthíasdóttir


Aðventa í Freyjulundi

adalheidur_adventa_2010.jpg

Fyrr á öldum voru íslensk börn hrædd með sögum um Jólaköttinn og var þá talað um "að fara í Jólaköttinn". 
Sú skelfilega skepna át öll þau börn (og jafnvel fullorðna) sem ekki fengu nýja flík fyrir jólin, eða tók í það minnsta jólarefinn þeirra eins og segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Jólarefurinn var það sem hver heimilismaður fékk úthlutað fyrir jólin, klæði og kjöt, og hugsanlegt var að kötturinn léti sér það nægja. Í harðindum og matarskorti kepptust því allir við að vinna sem mest og best til að húsbóndanum þóknaðist að gefa þeim einhverja leppa og bjarga þeim þannig úr gráðugum klóm Jólakattarins.



Jólakötturinn sem við þekkjum í dag á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar kristnar þjóðir á meginlandi Evrópu trúðu ákaft á heilagan Nikulás, ekki síst Íslendingar. Hann var verndari barna og þann 6. desember ár hvert var einhver klæddur upp í líki hans og látinn dreifa gjöfum eins og arftaki hans jólasveinninn gerir í dag. Samkvæmt sögunum ferðaðist heilagur Nikulás um með púka í bandi sem skemmti fólki með kúnstum og uppátækjum. Sá hlekkjaði púki var eflaust tákn um vald kirkjunnar yfir hinu illa og tók á sig margar myndir, þar á meðal geithafur sem þekkist annars staðar á norðurlöndunum og svartur köttur í Hollandi og Þýskalandi. Margt bendir til að Jólaköttur okkar Íslendinga sé af sama stofni. Eftir siðaskiptin blönduðust og breyttust jólasiðir og heilagur Nikulás var aðskilinn frá púkanum, en báðir lifa góðu lífi enn í dag undir nýjum nöfnum.



(Guðmundur Ólafsson, í árbók Hins íslenska fornleifafélags, árið 1989)



Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Populus Tremula

image_1044331.jpg

 

Hvað er að konunni?

 

Laugardaginn 27. nóvember kl. 14:00 opnar Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarsýningu í Populus Tremula. Rósa vinnur í ýmsa miðla en textíllinn er henni nærtækur og svo er einnig að þessu sinni.

Hvað vitum við í rauninni um fólk? Við drögum ýmsar ályktanir, meðal annars af samhenginu, en ef við raunverulega horfum á manneskjuna þá kemur efinn . . . er þessi kona sofandi eða er hún kannski dáin?

Rósa Sigrún hefur dvalið í Gestastofu Gilfélagsins nú í nóvember.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28. nóvember. kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Rósa Sigrún Jónsdóttir er frá Fremstafelli í Suður Þingeyjarsýslu. Hún er kennari að mennt en söðlaði um og og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan þá hefur hún tekið þátt í margvíslegum listverkefnum innan lands sem utan. Árin 2005-2007 var hún formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Rósa Sigrún vinnur í mismunandi miðla, allt eftir viðfangsefnum en þó má segja að meðferð textílefna og rýmisvinna sé henni nærtækust.

Heimasíða Rósu Sigrúnar er www.lysandi.is

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband