Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Populus Tremula

image_1044331.jpg

 

Hvað er að konunni?

 

Laugardaginn 27. nóvember kl. 14:00 opnar Rósa Sigrún Jónsdóttir myndlistarsýningu í Populus Tremula. Rósa vinnur í ýmsa miðla en textíllinn er henni nærtækur og svo er einnig að þessu sinni.

Hvað vitum við í rauninni um fólk? Við drögum ýmsar ályktanir, meðal annars af samhenginu, en ef við raunverulega horfum á manneskjuna þá kemur efinn . . . er þessi kona sofandi eða er hún kannski dáin?

Rósa Sigrún hefur dvalið í Gestastofu Gilfélagsins nú í nóvember.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 28. nóvember. kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Rósa Sigrún Jónsdóttir er frá Fremstafelli í Suður Þingeyjarsýslu. Hún er kennari að mennt en söðlaði um og og útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Síðan þá hefur hún tekið þátt í margvíslegum listverkefnum innan lands sem utan. Árin 2005-2007 var hún formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík.
Rósa Sigrún vinnur í mismunandi miðla, allt eftir viðfangsefnum en þó má segja að meðferð textílefna og rýmisvinna sé henni nærtækust.

Heimasíða Rósu Sigrúnar er www.lysandi.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband