Færsluflokkur: Menning og listir
23.11.2010 | 13:47
Haustþing AkureyrarAkademíunnar: Menningin og monníngurinn

Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið að þessu sinni laugardaginn 27. nóvember 2010, kl. 14:00 til 17:00. Yfirskrift þess er MENNINGIN OG MONNÍNGURINN og verður rætt um hagrænt og samfélagslegt gildi menningarstarfs.
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna flytur framsögu og auk hennar eru Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona og Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pallborðsumræðum með þátttöku gesta. Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar stýrir málþinginu. Nemendur af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri hafa sett upp sýningu á fjölbreyttum verkum í AkureyrarAkademíunni og munu vera með nokkra gjörninga í hléi á málþinginu og einnig verður boðið uppá sushi frá RUB23 og Kalda frá Bruggsmiðjunni.
Þetta er í fjórða árið sem AkureyrarAkademían sem er til húsa í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri stendur fyrir haustþingi en einnig eru reglulega fyrirlestar á vegum Akademíunnar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Nánar á www.akureyrarakademian.is
Nánari upplýsingar veita Hlynur Hallsson umsjónarmaður haustþingsins í síma 6594744 og Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar í síma 6980902.
Dagskrá haustþingsins er hér:
Haustþing AkureyrarAkademíunnar
mmm... Akureyri - menning, matur og myndlist
MENNINGIN OG MONNÍNGURINN
Haldið í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99
laugardaginn 27. nóvember 2010 kl.14:00 17:00
14:00 Opnun sýningar myndlistarnema og örstutt ávarp
- Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
14:10 Setning fundarstjóra
- Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar
14:20 Hagrænt gildi menningar
- Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna
14:50 Hlé - Gjörningar - Veitingar
- Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri
15:15 Menningararfur og erfingjar hans
- Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur
15:30 Til hvers? - hugleiðing um lífið og listina
- Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
15:45 Mál & menning hvernig er hægt að mæla hagræn og samfélagsleg áhrif menningarstarfs?
- Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun
16:00 Pallborð með þátttöku fyrirlesara og fyrirspurnir úr sal
16:50 Lokaorð
Menning og listir | Breytt 24.11.2010 kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 13:36
Listasjóður Dungal auglýsir eftir umsóknum um styrki
21.11.2010 | 22:47
Myndlistasýning á Vinnustofunni í Kaupangi
Opnun á myndlistasýningu á Vinnustofunni í Kaupangi, á Akureyri, laugardaginn 20. nóv. kl. 14
Sýningin stendur yfir dagana 20.-21. og 27.-28. nóvember frá kl. 14-17.
Listakonurnar sem sýna eru Gulla, Ásta Bára, Telma Brim og Borghildur Guðmunds.
17.11.2010 | 22:38
Jóhann Sigurjónsson trérennismiður með fyrirlestur í Ketilhúsinu
Jóhann Sigurjónsson trérennismiður og fyrrverandi menntaskólakennari verður með fyrirlestur í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri föstudaginn 19. nóvember kl. 14:50 sem ber heitið Trérennismíði handverk eða list? Þar fjallar hann um þróun rennismíði undanfarin 30 ár í tengslum við sýningu sem hann er að opna í Ketilhúsinu.
Fyrirlesturinn er hluti af röð fyrirlestra sem sem hafa til margra ára verið skipulagðir af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Listagili.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Nánari upplýsingar gefur Björg Eiríksdóttir s.691 6681
15.11.2010 | 15:34
Málþing Myndlistarfélagsins: ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?
ERU SKÓLARNIR SKAPANDI?
Málþing Myndlistarfélagsins verður haldið á RUB í Kaupvangstræti á Akureyri, laugardaginn 20. nóvember kl.14:00-17:00.
Framsögumenn verða Kristinn G Jóhannsson, Kristín Dýrfjörð, Ragnheiður Þórsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Þorvaldur Þorsteinsson einnig mun Ivar Hollanders tala um upplifun sína af skólakerfinu. Fundarstjóri verður Ingibjörg Auðunsdóttir.

Stjórn Myndlistarfélagsins telur þetta þarfa umræðu að öll skólastigin mætist og velti fyrir sér tilgangi myndlistarkennslu og hvernig henni er háttað í dag.
Málþingið verður á Alþjóðadegi barna og mun Myndlistarfélagið jafnframt standa fyrir sýningu á verkum barna í Sal Myndlistarfélagsins.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfang: bilda@simnet.is fyrir 15. nóv.
Allir velkomnir!
14.11.2010 | 23:20
Kristján Eldjárn opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
OPNUN
Laugardaginn 20. nóvember kl. 15.00 opnar
Kristján Eldjárn málverkasýningu í
Jónas Viðar Gallery listagilinu á Akureyri
þér og þínum er boðið
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
11.11.2010 | 15:05
Rögnvaldur Bragi sýnir í Populus Tremula
Laugardaginn 13. nóvember kl. 14:00 opnar Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson (alias Rögnvaldur gáfaði ) myndlistalistasýningu í Populus Tremula.
Rögnvaldur, sem er landsþekktur tónlistarmaður, sýnir hér á sér splunkunýja hlið sem málari með akrýl á striga.
Sýningin er einnig opin sunnudaginn 14.11. kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
10.11.2010 | 15:23
Kjartan Sigtryggsson opnar sýningu í Gallerí +
Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýninguna Tilraunir í Gallerí +,
Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Kjartan sýnir
veggverk og teikningar. Allir eru velkomnir.
Sýningin stendur til 27. nóvember og er opin laugar- og sunnudaga frá kl.
14-17 og eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.
Um sýninguna segir Kjartan:
Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2006 en þar áður var ég í
fornámsdeild myndlistarskólans á Akureyri 1999 til 2000.
Ég hef einbeitt mér að teikningum og einstaka sinnum málverki. Ég blanda
oft saman myndlist og hönnun eða "illustration" sem tengist oftar en ekki
verkum mínum.
http://www.behance.net/kjartansigtryggsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 13:31
Hrefna Harðardóttir sýnir Grýlukerti hjá Handverk og hönnun
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 12:18
Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Guðrún H. Bjarnadóttir
Snagar línur á vegg
06.11.10 - 03.12.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýninguna Snagar línur á vegg á Café Karólínu laugardaginn 6. nóvember kl. 15:00. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir.
Guðrún Hadda nam vefnað við KomVox í Svíþjóð 1981-83 og við Eskilstuna folkshöskola 1986-87. Hún stundaði nám í málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1987-91 og í kennaradeild Listaháskóla Íslands 2006-07.
Hún hefur rekið ásamt öðrum vinnustofur og gallerí og tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga í gegn um árin. Hún segir um sýninguna á Karólínu:
"Herðatré breytast í snaga sem mynda línur á vegg. Línuteikning, handverk, nytjalist, list eða endurnýting? Gestir hanga á veitingahúsi eftir að hafa hengt yfirhöf á snaga."
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hadda í síma 899-8770 og í tölvupósti: hadda@simnet.is
Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.
Næsta sýning á Café Karólínu:
04.12.10 - 07.01.11 Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir