Færsluflokkur: Menning og listir

Listasafn ASÍ auglýsir eftir umsóknum um sýningaraðstöðu í safninu á árinu 2012

ResourceImage

 

Hér með er auglýst eftir umsóknum um sýningaraðstöðu í Listasafni ASÍ á árinu 2012. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2011. Listráð Listasafns ASÍ sem skipað er forstöðumanni safnsins auk tveggja fagaðila fer yfir umsóknir og úthlutar sýningaraðstöðu. Sýningaraðstaða í safninu er án endurgjalds. Sjá nánar um skilmála á heimasíðu safnsins  www.listasafnasi.is. Safnið/upplýsingar fyrir listamenn.

Alls eru þrjú sýningarrými safnsins til úthlutunar: Ásmundarsalur, Gryfja og Arinstofa. Tilgreina þarf hvaða sýningarrými sótt er um, en hægt er að sækja um einstaka rými eða öll saman.

Umsækjendur eru beðnir um að senda inn vandaða umsókn með upplýsingum um náms- og sýningarferil, myndum af verkum og gera auk þess grein fyrir sýningarhugmynd sinni.

Skriflegar umsóknir sendist til:

Listráð, Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41, 101 Reykjavík.

Einnig er hægt að senda inn rafrænar umsóknir á listasi@centrum.is

Stefnt er að því að úthlutun verði lokið fyrir 15. apríl 2011

 

Nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins eða hjá starfsmönnum safnsins í síma síma 511-5353  Einnig er hægt er að senda fyrirspurnir á: listasi@centrum.is eða asiinfo@centrum.is

 

f.h. Listráðs Listasafns ASÍ

Kristín G. Guðnadóttir, forstöðumaður

Andrea Weber sýnir í Gallerí+

img_2676.jpg

Laugardaginn 22. janúar opnar Andrea Weber tvær sýningar á Akureyri sem bara standa yfir helgina. Tactile traces I want to listen to er titill sýningar hennar sem hún opnar kl. 15-17 í Gallerí+, í Brekkugötu 35. Sýningin er líka opin frá kl. 14-17 á sunnudaginn.
Andrea Weber býr og starfar bæði í París og í Berlín. Hún hefur dvalið á Nesi listamiðstöðinni á Skagaströnd og á Seyðisfirði en þaðan kemur hún til Akureyrar.


Andrea Weber


Andrea Weber sýnir í Populus Tremula

AndreaWeber-Populus-22.1-web

Laugardaginn 22. janúar kl. 14:00 opnar Andrea Weber myndlistarsýn­inguna Cinderella through the Air í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri.

Andrea býr og starfar í Berlín og París. Í innsetning­um sínum túlkar hún umhverfi sitt, innblásin af náttúrunni, stórborgum, poppmenningu og tísku.

Sama dag kl. 15:00 opnar Andrea aðra sýningu í Galleri+ við Brekkugötu 35 á Akureyri.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. janúar kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.


Kristinn G. Jóhannsson sýnir Litbrekkur

malverk2011_021.jpg

Litbrekkur nefnir Kristinn G. Jóhannsson sýningu sína sem hann opnar í Grófargili laugardaginn 15.janúar kl. 15:00. (Áður Jónas Viðar Gallery)

Um sýninguna segir Kristinn: "Ég er enn genginn í brekkurnar og ef einhvern tíma hafi mátt telja það til staðfestu og sem  einlægt samtal við átthagabrekkur sem voru og eru, kann nú að vera komið að lokum þessa könnunarleiðangurs sem , eins og mörg ykkar muna, hófst með sýningunni “Um Búðargil og brekkurnar”  og svo komu “Sumarbrekkur”, “Haustbrekkur”, “Vetrarbrekkur” og “Vorbrekkur”. Ef til vill er nú nóg sótt í þetta yrkisefni og “Litbrekkur”, þessar hér, verði síðasta erindi þessa bálks. Ég hefi einatt haldið því fram að málverk þarfnist ekki útskýringa eða orðavaðals en hefi svo sjálfur sett á langar romsur um þau, þvert á fullyrðingar mínar um þarfleysi þess. Nóg komið af því líka, en hér eru brekkurnar  og ráði nú hver í með sínum hætti.


VARANLEGT AUGNABLIK Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI

varanlegtaugnablik02.jpg


Laugardaginn 15. janúar 2011 opnar samsýning listamannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin nefnist Varanlegt augnablik og hefur sterk tengsl við Norðurland, en báðir listamennirnir eiga þar rætur sínar.


Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík árið 1966 en er ættaður úr Haga í Aðaldal í Þingeyjarsýslum. Þorri stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Jan Van Eyck-akademíuna í Maastricht. Hann hefur tekið þátt í ríflega 40 samsýningum og haldið yfir 20 einkasýningar á Íslandi og erlendis.


Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er fæddur á Akureyri 1966. Hann nam við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Ecole des Arts Décoratifs í Frakklandi. Hann hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis.


Sigtryggur og Þorri hafa hvor sína hugmyndina um málverkið sem  eiga það þó sameiginlegt að snúast um samband þess við ytri veruleika. Báðir styðjast við ljósmyndir en Sigtryggur Bjarni forvinnur verk sín í tölvu þar sem hann mótar myndina á meðan Þorri málar beint á strigann þar sem sjálf myndin verður til. Þessar ólíku aðferðir gera það að verkum að þótt einstök málverk beri með sér ákveðið svipmót eru þau býsna ólík við nánari skoðun. Hér er verið að vísa í verk sem sýna lygnan flöt í skugga árbakka og spegilmynd af skýjaslæðum eða nærmynd af gáruðu vatnsyfirborði. Ef við lítum upp frá þessum verkum og skoðum heildarverk hvors um sig á sýningunni í Listasafninu á Akureyri, sjáum við að forsendur þessara áþekku niðurstaðna eru gerólíkar en líkindin má rekja til hins ytri veruleika sem verkin byggja á.  


Sýningin stendur til 6. mars 2011.

Þorsteinn (Steini) Gíslason sýnir í Boxinu

stemmur.jpg

 
Stemmur/Stemma


Myndlistamaðurinn Þorsteinn (Steini) Gíslason opnar sýninguna Stemmur/Stemma í sal Myndlistarfélagsins í Boxinu laugardaginn 15. janúar næstkomandi kl. 14:00.

 

Myndlistarfélagið
galleriBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri

galleriBox er opið 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudaga


Samúel Jóhannsson sýnir í Hofi

Malverk_Samuel

Myndverkasýning Samúels Jóhannssonar í Menningarhúsinu Hofi, 9. janúar til 7. febrúar 2011.

Myndverk hans eru unnin með akríl- og vatnslitum, tússbleki, járni og lakki. Myndverkasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar. Hann hefur haldið yfir tuttugu einkasýningar auk fjölmargra samsýning hér heima og erlendis og er þetta hans 27. einkasýning.

Samúel sótti nokkur námskeið á unglingsárum, að öðru leiti er hann sjálfmenntaður og hefur sinnt myndlistinni stöðugt frá 1980.

Samúel Jóhannsson
Sími: 8987326 & 4622273
Netfang: sajoh@akmennt.is
Vefsíða: www.samueljohannsson.wordpress.com


Ken Leslie opnar sýningu í gallerí BOXi á þrettándanum

mynd_ak.jpg

Sýning í gallerí BOXi, Listagilinu, Akureyri, 6.-12. janúar 2011.

Ken Leslie, sem nú dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins, opnar sýningu á verkum sínum í gallerí BOXi, sal Myndlistarfélagsins, á þrettándanum, fimmtudaginn 6. janúar kl. 17 – 19.  Sýningin verður opin til miðvikudagsins 12. janúar, alla daga frá kl. 14 – 18.

Ken, sem fæddur er og uppalinn í New York, býr nú í Vermont í Bandaríkjunum þar sem hann kennir og stundar sína myndlist.

 

Eftirfarandi er lýsing á verkunum:

 In June 1999, while I was in residence at the Gestavinnustofa, I painted Sólstöður à Akureyri, a 24-page circular artist's book that followed the sun, one page per hour, as it circled the full 360º panorama of the city as seen from Akureyrarkirkja.  (Please see the attached jpeg.) Since then I have painted similar cycle books around the Arctic in summer and in winter--in Kotzebue Alaska, Iqaluit Canada, Inari Finland, Kjøllefjord Norway and Longyearbyen Svalbard. It is with great pleasure that I have returned to paint the winter version of my Akureyri summer book.  

 These works are painted in watercolor on folded paper, opening to large 125cm diameter circles.  You can see them in the "Arctic Cycles" pages of my website, www.KenLeslie.net , but even better than seeing them on your computer, you can come to the Box Gallery and see the actual works and more.  The exhibition opens on 6 January and runs through the 12th.  During the exhibition I will be in the gallery working on my Akureyri Winter Cycle.  I hope to see you there!  

 

Ken Leslie

Professor of Fine Arts

Chair, Visual Arts Center

Johnson State College

337 College Hill

Johnson, Vermont 05656

(802) 635-1315

Ken.Leslie@jsc.edu

http://www.KenLeslie.net


Gestavinnustofa á Spáni

progr_at_countryside.jpg

Call for the Artist-in-Residency Program at the Countryside
Inland - art, agricultures and countryside.

Artists of different disciplines will be invited and comissioned, to inmerse and produce in diverse locations of the spanish countryside that represent paradigmatic cases of the current rural milieu.

Selected artists would be from 1st April untill 30 th August in the sites defined within Inland Residencies Program. The will became neighbours for a certain period of time, from a Cantabrian Mountains village, to a colonisation town of Extremadura, the plain lands of Tierra de Campos or a fishing community in Galicia

They will have a local resource person, a training workshop, a work space and accomodation, production resources,  curator´s guidance,  documentation of the process , with a publication and exhibition at the end of the residency.

The goal of the Inland Residency Program is to put in practice the statements posed during last Inland International Conference, Madrid 21-24 October, and at the same time have a creative investment in the rural question.

On support of experimenting with collaborative, site-specific and process art, where the portrait, the crithic, the transformation or elaboration of the essences and concepts within the rural are possible.

It will be also a chance to contrast the role of art and the artist in a local context.

For any other information, read the rules or download the registrance forms, visit   http://www.campoadentro.es

INLAND- CAMPO ADENTRO is a project that examines the role of territories, geopolitics, culture and identity in the relationship between the city and the countryside in Spain today.

Its objective is to launch a cultural strategy in support of rural life over a period of three years (2010-2013), specifically made up of an international conference, artistic production through a residency program, an exhibition and a publication.


Aðventa í menningu á Akureyri og nágrenni

gil-vetur

Aðventa í Populus tremula: Hinn árlegi jólabasar Helga og Beate verður allar helgar fram að jólum og auk þess síðustu dagana fyrir jól. Allskonar drasl og druslur, meira og minna heimasmíðað og yfirþyrmandi þjóðleg hönnun. Þá verða þrælíslensk jólatré og greinar til sölu frá 11. desember til jóla. Auk þess munu gestir bjóða varning sinn. Opið frá kl. 14:00-18:00.

 Aðventa í Freyjulundi: Listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson opna vinnustofur sínar og heimili í Freyjulundi aðventuhelgarnar í desember. Opið frá kl. 14:00-18:00.

 Keramikgallerí Margrétar Jónsdóttur, Gránufélagsgötu 48: Opið verður í desember alla virka daga frá 15:00-18:00 og laugardaga frá 13:00-16:00.

Aðventa í Minjasafninu á Akureyri: "Hvað var í pakkanum", örsýning í tilefni aðventunnar. Opið alla daga frá kl. 13:00-16:00. Kíkið líka í jólaglugga Minjasafnsins í versluninni Víking, Hafnarstræti.
 

Laugardagur 18. desember.
 Ketilhús kl. 14:00: Jólatónleikar tónskóla Roars Kvam. Nemendur skólans munu leika hugljúfa tónlist og jólalögin okkar vinsælu. Tónlistarflutningur sem gleður og léttir lund. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.
 
 Populus tremula kl. 14:00: Georg Óskar Manúelsson opnar myndlistarsýninguna “This moment is nothing special about nothing - only me and Claude Debussy”. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um að festa niður vangaveltur líðandi stundar - líkt og að halda dagbók. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl. 14:00-17:00.

 
Græni hatturinn kl: 22:00: Jólastjörnur, útgáfutónleikar. Fram koma Hvanndalsbræður, Jana María Guðmundsdóttir, Rúnar eff, Bryndís Ásmundsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Margot Kiis, Katrín Arna og Thelma Hrönn Sigurðardóttir ásamt hljómsveit. Miðasala kr. 2.000. Forsala í Eymundsson.
 

Yfirstandandi sýningar, námskeið og annað:

 Café Karólína: Sýning Huga Hlynssonar og Júlíu Runólfsdóttur, “It's like living in your own world” Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Sýningin stendur til 8. janúar 2011. Café Karólína er opin frá kl. 17:00 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15:00 Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.

 Gallerí BOX: Sýning Marjolijn van der Meij og Lind Völundardóttur í sal Myndlistarfélagsins. Sýningin stendur til 19. desember og er opin um helgar frá kl. 14:00-17:00.

 Jónas Viðar Gallery: Sýning Kristjáns Eldjárns "Við pollinn".

 Gallerí Ráðhús - Bæjarstjórnarsalur, 4. hæð: Sýningin "Óskir til handa akureyringum". Stendur fram að áramótum. Nánar á www.visitakureyri.is

 Hof - menningarhús: Jólasýning á verkum Hugrúnar Ívarsdóttur en hún sækir innblástur í laufabrauðið, hátíðarbrauð okkar Íslendinga. Á sýningunni eru skúlptúrverk unnin í plexigler ásamt kynningu á vörulínu sem Hugrún hefur verið að hanna og þróa undanfarin ár.Hugrún stofnaði Laufabrauðssetrið árið 2009 en þar er leitast við að halda á lofti þessu fallega handverki og einstöku hefð. Vörulína sem Hugrún hefur verið að hanna og þróa undanfarin ár er fáanleg þar, auk þess sem fagurlega skreyttar laufabrauðskökur eru til sýnis.

 Milli Ketilhúss og Listasafns: Ljósmyndasýningin "Sjáðu" úr samnefndri bók eftir Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnsson.

 Gallerí VeggVerk á horni Strandgötu og Glerárgötu: Sýning Jorisar Rademaker.  

 ATHUGIÐ!
Umsókn um þátttöku á Listasumri 2011 rennur út 20. desember 2010.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband