Síðasta sýningarhelgi Portrett Nú! í Listasafninu á Akureyri

03-206x300

Nú er komið að síðustu sýningarhelgi Portrett Nú! í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samstarfi við Fredriksborgarsafn í Danmörku, en hér er á ferðinni samnorræn portrettsýning sem fyrst var sett upp árið 2008. Á sýningunni PortrettNú! er að finna verk frá öllum Norðurlöndunum og er öllum birtingarformum portrettlistarinnar gert jafn hátt undir höfði.

Að sýningu lokinni á Akureyri mun Portrett Nú! halda ferðalagi sínu áfram um Norðurlönd. Í janúar 2011 verður hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Þá taka Norðmenn við þar sem sýningin verður sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011.

Listasafnið á Akureyri er opið á laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 17.

Þann 15 janúar 2011 opnar safnið á ný með samsýningu listamannanna Sigtryggs Baldvinssonar og Þorra Hringssonar.

Frekari upplýsingar veitir Örlygur Hnefill Örlygsson safnfulltrúi í síma 848 7600.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband