Færsluflokkur: Dægurmál
13.5.2009 | 20:08
Ingirafn Steinarsson sýnir á VeggVerki
VeggVerk
Strandgötu 17
600 Akureyri
Ingirafn Steinarsson
Rauð teikning
15.05 - 28.06 2009
Ingirafn Steinarsson sýnir verkið Rauð teikning á VeggVerki föstudaginn 15. mai 2009.
Verkið er teikning unnin með "kalklínu". Frjálsflæðandi stranglínu og
tækniteiknun sem myndar óskiljanlegt þekkingarform.
Ingirafn Steinarsson er útskrifaður úr Myndlista og Handíðaskóla
Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur með
innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til að velta fyrir sér
fagurfræði og virkni þekkingar.
this.is/ingirafn/
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími: 6630545
veggverk.org
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2009 | 11:27
Yfirlitssýning Huldu Hákon í Listasafninu á Akureyri
Tveir menn, kona og sæskrímsli
Yfirlitssýning Huldu Hákon
í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 16. maí verður opnuð yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon í Listasafninu á Akureyri og er sýningin hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Allt frá upphafi ferils síns hefur Hulda Hákon (f. 1956) haft auga fyrir því að varpa einkennilegum hetjuljóma á hversdagslífið. Verk hennar eru bautasteinar um litla sigra, óhöpp eða bara forvitnileg atvik sem hún varðveitir í uppstillingum, myndum og texta, og minnir á að þau eru alveg jafn merkileg og þau viðfangsefni sem oftast eru uppspretta opinberra skúlptúra. Sýningin veitir einstaka innsýn í skrautlegan hugmyndaheim Huldu undanfarna tvo áratugi þar sem hún hendir gaman að heimóttarlegum veruleika okkar, snýr upp á hann og kitlar ímyndunaraflið um leið.
Hulda fann fljótlega sinn stíl með því að blanda saman slípuðu konsepti og velættaðri íslenskri villimennsku, fígúratífum mótífum og náttúrulegu innsæi, formum og hugdettum, fortíð og nútíð. Oftast er niðurstaðan lágmynd með fígúrum fólki, hundum eða fuglum og hnyttinn texti sem fer með veggjum og leynir á sér. Í verkum hennar má finna skip og skrímslafjöld, farfugla og þekkta furðufugla, nafngreinda hunda og gamla þjóðlega siði eins og að troðast fram fyrir í röðinni hreinræktaða sjálfumgleði og þvermóðsku. Þannig fjallar hún um hið fámenna þjóðfélag sem situr fast við sinn keip þótt allt virðist á hverfanda hveli.
Í seinni tíð hafa verkin stundum verið bútuð niður í hreina texta, orð án mynda sem draga upp blendnar tilfinningar og ýta undir hálfgerðan flökurleika. Lágmyndirnar standa hins vegar í lappirnar og hafa yfirbragð skúlptúrs í dálítið afdalalegum en mjög meðvituðum stíl. Hvöss samfélagsádeila skýtur öðru hvoru upp kollinum líkt og þríhöfða þurs milli glettinna vísana í kunningjaþjóðfélagið. Þó eru verk Huldu Hákon ávallt söm við sig og ná hvað eftir annað að botnfrysta andartakið þegar Íslendingurinn hittir skyndilega sjálfan sig fyrir, sitt eðlislæga déjà vu, þótt hann eigi ekki eins fínt orð yfir það og Frakkarnir. Hann er kominn í dragt eða jakkaföt og þykist orðinn sjóaður í nútímanum og alþjóðlegum samskiptum en innst inni er hann ennþá í lopapeysu og á sauðskinnsskóm.
Í tengslum við sýninguna gefur Listasafnið á Akureyri út bók um Huldu með ítarlegum texta eftir Auði Jónsdóttur rithöfund og fyrsta hirðskáld Borgarleikhússins, sem lagði sig fram við að kynna sér verkin og manneskjuna á bak við þau. Verkin verða svo nærtæk í meðförum Auðar að þau gætu allt eins átt við þjóðfélagið eftir hrunið mikla eins og lífið í litlu sjávarþorpi úti á landi á sjötta áratugnum eða útþensluskeiðið á þeim tíunda. Í þessari bók eru einnig dregnir saman á einn stað ýmsir af helstu textum um Huldu eftir innlenda og erlenda fræðimenn.
Auður hefur sig hátt á loft og steypir sér fimlega ofan í félagsfræði hversdagsleikans í verkum Huldu og allar grátbroslegu samsteypurnar sem þar er að finna: Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson [standa] á tröppum gamla Safnahússins. Þeir stara út í veröldina. Steyptir í efni listamannsins, nauðbeygðir að standa þarna um alla eilífð, óþægilega manneskjulegir hlið við hlið. Minnisvarðinn um þá hefur annan blæ en minnisvarðarnir um alþjóðlegu fótboltahetjurnar sem Hulda reisti líka. Þetta er minnisvarði um menn í samlitum jakkafötum sem munu skreyta veggi minjasafna um ókomna tíð. Þeir eru þekktir að góðu og illu, það fer eftir augnablikum sögunnar. Hvenær hver horfir á þá. Sumum kann að þykja þeir standa of nærri okkur, sjálfsagt þykir þeim nóg um hve nálægt þeir standa hvor öðrum. Verkið tilheyrir seríu þar sem Hulda hefur skeytt saman frægum persónum svo úr verða dægurpör; það er óður til síbylju fjölmiðlanna og masins í þjóðarsálinni. Dægurstjörnurnar Andrea Gylfadóttir og Ragnhildur Gísladóttir standa hlið við hlið og andspænis þeim gæti áhorfandinn hugsað: Þær voru, eru og verða. Hvert par segir sína sögu um fólkið sem skrifar og les um það á degi hverjum; fræg andlit eru birtingarmynd þjóðarinnar sem gerir það frægt. Tíðarandinn breytir því stöðugt lágmyndinni af Ólafi og Davíð. Verkið er allt annað en það sem leit dagsins ljós fyrir fjölmiðlafrumvarpið. Annað verk en það var fyrir kreppuna. Annað verk en það er í miðri kreppunni. Hvert eðli þess verður í framtíðinni er ómögulegt að segja. Kannski þarf aðra þjóð til að lesa í hana. Kannski þvælumst við of mikið hvert fyrir öðru í fámenninu til að sjá nokkuð.
Sýning Huldu stendur til 28. júní. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson forstöðumaður í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
AKUREYRI ART MUSEUM
Erika Lind Isaksen
Safnfulltrúi
Museum Coordinator
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri, Iceland
Sími/Tel: +354 461 2610
GSM: +354 868 8506
Fax: +354 461 2969
art@art.is
http://www.listasafn.akureyri.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 13:42
Áfram heldur List án landamæra á Norðurlandi

Mjög mikil stemning hefur verið á viðburðum sem fram hafa farið á Norðurlandi á vegum Listar án landamæra. Formlega opnunin um síðustu helgi tókst með mikilli prýði og má sem dæmi nefna að Safnvörðurinn sem nú stendur stoltur við Safnasafnið á Svalbarðsströnd hefur vakið óskipta athygli en heiðurinn að honum á hinn mjög svo öflugi Huglistarhópur. Um daginn var opnuð í Gallerí Ráðhús sýningin KALLI25 og þykir hún hafa tekist einkar vel. Rósa Kristín Júlíusdóttir hefur unnið með Kalla í mörg ár.
Á laugardaginn klukkan 14 er komið að opnun í Amtsbókasafninu á sýningu nemenda í Fjölmennt en það er miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldri. Sýningin ber yfirskriftina Norðurheimskautið og verða þar sýnd verk úr ýmiskonar efnivið. Leikhópurinn Hugsanablaðran stígur á stokk og sýnir hluta af tilraunaverkefni með söng- og leiklist. Á laugardaginn verður einnig opið hús 14-17 í GalleríBOX í Listagilinu þar sem yfirskriftin er Komdu að leika. Þar mun myndlistarfólk vinna með með börnum og er sýningunni ætla að gefa gestum fjölbreytt sýnishorn af því hvernig myndlistarfólk og börn vinna saman.
Hátíðin List án landamæra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíðin breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Þátttakendum fjölgar með hverju ári og í ár eru fleiri bæjarfélög með atburði á dagskrá en nokkru sinni fyrr.
Markmið hátíðarinnar er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri.
Nánari upplýsingar um sýninguna í Amtsbókasafninu gefur Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennari (868-3599)
Upplýsingar um hátíðina í heild sinni gefur Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra hátíðarinnar (691-8756)
Nánari upplýsingar um hátíðina er einnig að finna á heimasíðunni www.listanlandamaera.blog.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 11:28
Aðalfundur Myndlistarfélagsins
AÐALFUNDUR MYNDLISTARFÉLAGSINS
verður haldinn í GalleríBOXi fimmtudaginn 21. maí 2009, kl. 20:00
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Stjórnarkosning.
4. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs.
5. Lagabreytingar.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 11:52
Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula

KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí
Laugardaginn 9. maí kl. 14:00 mun Kjartan Sigtryggsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Að þessu sinni sýnir Kjartan teikningar ýmist tölvugerðar, hefðbundnar eða teiknicollage. Kjartan útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 21:59
Karl Guðmundsson opnar sýningu í Gallerí Ráðhús
Gallerí Ráðhús
Geislagata 9
600 Akureyri
05.05.2009 - 01.10.2009
Þriðjudaginn 5. maí 2009 klukkan 12:15 opnar Karl Guðmundsson sýninguna KALLI25. Verkin á sýningunni eru unnin með olíulitum á bókbandspappa.
Sýningin er hluti af List án landamæra. www.listanlandamaera.blog.is
Karl Guðmundsson (Kalli) hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Í mörg ár hefur Karl komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur kennara og myndlistakonu þar sem þau hafa unnið saman að listsköpun, bæði sem kennari og nemandi en fyrst og fremst sem félagar og vinir í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr
innra með honum. Hann útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og hefur ekki slegið slöku við í myndlistinni. Vorið 2008 tók hann þátt í
listahátíðinni List án Landamæra með sýningunni Snúist í hringi sem var í Ketilhúsinu á Akureyri.
Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Léttar veitingar
Allir velkomnir
www.jonahlif.com
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 13:22
13 nýjar sýningar í Safnasafninu
SAFNASAFNIÐ
Opnun 13 nýrra sýninga á Eyfirskum safnadegi 2. maí kl. 13.00-15.00
Bílastæði
Huglist, Akureyri: Anna Heiða Harðardóttir, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson, Hallgrímur Siglaugsson, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Stefán J. Fjólan og Vilhjálmur Ingi Jónsson - Safnvörðurinn, 5 metra hár skúlptúr afhhjúpaður, kynntur undir merkjum Listar án landamæra. Bakhjarlar: Blikkrás, BM-Vallá, Flügger-litir, Hotel Natur, Húsasmiðjan, Menningarráði Eyþings og Rarik, Sandblástur og málmhúðun, Slippurinn
Anddyri:
Leikföng - sýnishorn á veggjum og í glerskáp, töfrað upp úr dótakassanum nokkrum sinnum á dag
Miðrými:
Þorsteinn Díómedesson (d), Hvammstanga - tálgaðir málaðir fuglar
Laufey Jónsdóttir, Sæbóli, Húnaþingi vestra - fólk og húsdýr klippt úr pappír
Guðjón R. Sigurðsson (d), Fagurhólsmýri - fólk og húsdýr úr tré og ull
Svava Skúladóttir (d), Reykjavík - máluð tréhús, kirkjur, kastalar og virkisbrýr
Ókunnir höfundar, vistmenn á Kleppsspítala 1980-1995 - fólk úr leir
Halldóra Kristinsdóttir, Reykjavík (frá Ánastöðum á Vatnsnesi) - pappírsbátar með fólki og varningi
Bára Sævaldsdóttir (d), Svalbarðsströnd - skálar úr kortum
Pétur Hraunfjörð (d), Reykjavík - andlit máluð á litla samsetta steina og önnur efni
Brúðusafn:
Grunnsýning (flutt og stækkuð)
Íslenskt brúðuhús frá 1938, smíðað af August Håkansson, þýskt innbú (gefandi Sonja Håkansson)
Veitingasalur:
Sögufélag Svalbarðsstrandar - svart/hvítar ljósmyndir af mannlífi í hreppnum áður fyrr
Vestursalur:
Helgi Þórsson, Reykjavík - innsetning
Austursalur:
Guðjón Ketilsson, Reykjavík - innsetning
Svalbarðsstrandarstofa:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd I: Kúabúskapur fyrr og nú - styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Samstarf við Sögufélag Svalbarðsstrandar um ljósmyndir og texta; auk þess tæki og áhöld í eigu safnsins
Valsárskóli, 5. og 6. bekkir - kýr og kálfar (leiðbeinandi: Ómar Þór Guðmundsson)
Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co:
Grunnsýning
Tískufatnaður sem Þóra Björk Sveinsdóttir, Akureyri, saumaði á tvær ungar dætur sínar um og eftir 1960
Lyftuhús:
Ragnar Hermannsson, Húsavík - veiðimenn úr máluðum viði
Fræðslubókasafnið:
Sigríður Ágústsdóttir, Akureyri - leirker
Norðursalir:
Arna Valsdóttir, Akureyri - gjörningur á opnun; Með Heiminn í Höndunum, pappírsmyndir af mönnum og dýrum sem hún klippti út í samstarfi við syni sína, Ólaf Val og Viktor
Guðbjörg Ringsted, Akureyri - málverk
Ásta Ólafsdóttir, Reykjavík - teikningar
Langisalur:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd II, sýnd undir merkjum hátíðarinnar Listar án landmæra og styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri - ljósmyndir af börnunum að drullumalla
Vinnustofan Ás, Styrktarfélag vangefinna - handklæði: útsaumaðar sjálfsmyndir starfsfólksins; hönnun: Julysses Neau, Frakklandi
Annað:
Gamla-Búð:
Í risinu er 76m2 lista- og fræðimannsíbúð, útbúin eins og minjasafn, og gefst fólki tækifæri til að skoða hana um helgina, en síðan verður hún leigð í skemmri eða lengri tíma (kynningarverð í maí: 15.385 kr. nóttin)
Kaffihús:
Léttar veitingar í boði safnsins
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Karlar og kerlingar úr eldspýtnastokkum og -bréfum (6-9.000 kr. stykkið)
Hlað:
Ragnar Bjarnason (d), Reykjavík - grunnsýning: 13 málaðir steyptir skúlptúrar
Fólk er hvatt til að mæta á opnun og njóta þess sem í boði er á þessum hátíðisdegi Eyfirskra safna; bent er á að rútur ganga á milli þeirra og skemmtilegir leiðsögumenn verða til frásagnar um náttúru og mannlíf að fornu og nýju. Nánari upplýsingar eru veittar í Menningarmiðstöðinni á Akureyri, á www.sofn.is og www.museums.is
6. júní verður opnuð sýning í Reitnum; þá 3 sýningar inni 11. júlí; og 3 þann 21. júlí (þær verða kynntar í fjölmiðlum og á www.safnasafnid.is). Safnasafnið er opið um helgar í maí frá kl. 14-17
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 12:55
Opnar vinnustofur á Degi myndlistar
Dagur myndlistar 2. maí
Dagur myndlistar er árviss viðburður, haldinn fyrsta laugardag í maí,
en þá opna myndlistarmenn, vítt og breitt um landið, vinnustofur sínar
fyrir gestum og gangandi. Að þessu sinni verður opið hús milli kl. 13
og 16 á fjölmörgum vinnustofum vítt og breitt um landið, m.a. í
Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, á Ísafirði, Skagaströnd, Akureyri
og í Freyjulundi við Eyjafjörð, á Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Hruna.
Dagur myndlistarinnar er skipulagður af Sambandi íslenskra
myndlistarmanna, SÍM. Sjá nánar á vef SÍM, www.sim.is
Á undanförnum mánuðum hefur orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi
beðið nokkurn hnekki. Íslenskir listamenn eru þó meðal fárra
starfsstétta sem ekki hafa glatað tiltrú heimsins.Myndlist er ört
vaxandi grein á Íslandi og eru félagsmenn í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna nú rúmlega 700.
Flestir myndlistarmenn vinna einir á vinnustofum sínum en þó kjósa
margir að vinna í nánu sambýli hverjir við aðra. Á Seljavegi 32 vinna
rúmlega 50 myndlistarmenn og í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum
eru um 40 myndlistarmenn og hönnuðir með vinnuaðstöðu. Þar er einnig
að finna verkstæði fyrir leir, textíl og grafík.
Íslenskir myndlistarmenn reka alþjóðlega gestavinnustofu fyrir erlenda
kollega í gestaíbúðum SÍM SÍMResidencies á Seljavegi 32 og á
Korpúlfsstöðum. Á síðasta ári dvöldu um 150 erlendir gestir við
myndlistarstörf á vegum SÍM. Sjá http://simresidency.blogspot.com/
Myndlistarmenn selja verk sín ýmist á vinnustofum sínum eða gegnum
gallerí. Á vefnum www.umm.is er að finna mikið af upplýsingum um
myndlist og myndhöfunda á Íslandi. Í Artóteki Borgarbókasafns er hægt
að leigja (og kaupa) verk eftir íslenska myndlistarmenn á góðum
kjörum. Sjá www.artotek.is
Á Degi myndlistar verða opnar vinnustofur á eftirtöldum stöðum:
101 Reykjavík:
Brunnstígur 5, Vinnustofa Daða Guðbjörnssonar
Hverfisgata 35, Auga fyrir auga, Vinnustofa Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur
Seljavegur 32, Vinnustofur u.þ.b. 50 félagsmanna í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna
Sjá http://seljavegur.blogspot.com/
Öldugata 14, kj., Vinnustofa Ernu Guðmarsdóttur
105 Reykjavík:
Borgartún 1, kj., Vinnustofa Huldu Vilhjálmsdóttur
Hverfisgata 105, 2. h.t.v., Vinnustofa Kristínar Hauksdóttur
109 Reykjavík:
Brekkusel 10, kj. Vinnustofa Þórdísar Elínar Jóelsdóttur
112 Reykjavík:
Bakkastaðir 113, Vinnustofa Brynhildar Þorgeirsdóttur
Logafold 46, Vinnustofa Öldu Ármönnu Sveinsdóttur
Thorsvegur 1, Sjónlistamiðstöðin á Korpúlfsstöðum, Vinnustofur u.þ.b.
40 listamanna og hönnuða í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og
Hönnunarmiðstöð Íslands
Sjá http://korpulfsstadir.blogspot.com/
200 Kópavogur:
Auðbrekka 4, ART 11, Vinnustofur Guðmundu Kristinsdóttur og Kristínar
Tryggvadóttur
Auðbrekka 25, Vinnustofur Freyju Önundardóttur og Sesselju Tómasdóttur
Bjarnhólastígur 3 (bakhús), Vinnustofa Ásdísar Arnardóttur
Lindarhvammur 13, Vinnustofa Kristínar Þorkelsdóttur
210 Garðabær
Krókur í minjasafni Garðabæjar, Garðaholti, Anna María Lind Geirsdóttir
220 Hafnarfjörður:
Fornubúðir 8, Flensborgarhöfn, Vinnustofa Soffíu Sæmundsdóttur
Brekkuhvammur 16, Vinnustofa Dominique Ambroise
400 Ísafjörður:
Hrannargata 8, Vinnustofa Ómars Smára Kristinssonar
545 Skagaströnd
Fjörubraut 8, Listamiðstöðin Nes, vinnustofa Sissúar (Sigþrúðar Pálsdóttur)
600 Akureyri:
Engimýri 12, Vinnustofa Bjargar Eiríksdóttur
Kaupvangsstræti 12, e.h., Vinnustofur Bryndísar Kondrup, Hönnu Hlífar
Bjarnadóttur og Þórarins Blöndal
601 Akureyri:
Freyjulundur, Vinnustofa Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns
Halldórssonar Laxdal
700 Egilsstaðir:
Selás 15, Vinnustofa Ólafar Birnu Blöndal
710 Seyðisfjörður:
Fossgata, Vinnustofa Þórunnar Eymundardóttur og Helga Arnar Péturssonar
845 Flúðir:
Hruni, Vinnustofa Sigríðar Helgu Olgeirsdóttur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 22:07
Lokaverkefni nema á Listnámsbraut VMA í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Laugardaginn 2. maí munu nemendur í Lokaverkefni á Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, opna sýninguna "Þrír í þriðja" í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Sýningin opnar kl. 14:00 og verður hún opin aðeins þessa einu helgi, laugardag og sunnudag 3. maí milli 14:00 - 18:00.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 21:13
Handverks- og tómstundasýning í Ketilhúsinu
Á morgun, laugardaginn 18. apríl, kl. 14 verður opnuð sýning í Ketilhúsinu á
verkum þeirra sem sækja handverksmiðstöðina Punktinn. Einnig verða sýnd verk
grunnskólabarna sem sótt hafa tómstundanámskeið á vegum samfélags- og
mannréttindadeildar.
Sýningin verður opin til 26. apríl milli kl. 14 og 17 alla daga nema
mánudaga.
Á Punktinum geta allir verið með. Þar er saumað, prjónað, heklað, smíðað,
skorið út, unnið með mósaík, þæft, unnið með gler, mótað í leir, gerðir
skartgripir, kennt að baka og gerður er brjóstsykur og ýmislegt fleira.
Á tómstundanámskeiðum barna er m.a. boðið upp á mósaík, brjóstsykursgerð,
ppt (pasta-pítsa-tortillas), ullarþæfingu, tálgun í tré, leirmótun,
skartgripagerð, snyrtingu- og förðun og plötusnúðanámskeið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)