Handverks- og tómstundasýning í Ketilhúsinu


Á morgun, laugardaginn 18. apríl, kl. 14 verður opnuð sýning í Ketilhúsinu á
verkum þeirra sem sækja handverksmiðstöðina Punktinn. Einnig verða sýnd verk
grunnskólabarna sem sótt hafa tómstundanámskeið á vegum samfélags- og
mannréttindadeildar.
Sýningin verður opin til 26. apríl milli kl. 14 og 17 alla daga nema
mánudaga.

Á Punktinum geta allir verið með. Þar er saumað, prjónað, heklað, smíðað,
skorið út, unnið með mósaík, þæft, unnið með gler, mótað í leir, gerðir
skartgripir, kennt að baka og gerður er brjóstsykur og ýmislegt fleira.

Á tómstundanámskeiðum barna er m.a. boðið upp á mósaík, brjóstsykursgerð,
ppt (pasta-pítsa-tortillas), ullarþæfingu, tálgun í tré, leirmótun,
skartgripagerð, snyrtingu- og förðun og plötusnúðanámskeið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband