Færsluflokkur: Dægurmál

Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601

baldvin.jpg

Baldvin Ringsted sýnir hjá Gallerí Víð8ttu 601 15. apríl til 5. maí í Leirutjörn á Akureyri

Sýningin átti upphaflega að opna annan dag páska en henni var frestað vegna þess að listaverkinu var stolið af hólmanum í tjörninni skömmu eftir uppsetningu. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglunnar á Akureyri og lýst var eftir verkinu í fjölmiðlum og sáu þjófarnir fljótlega að sér og skiluðu því/skildu eftir við hús í Aðalstræti. Listaverkið hefur nú verið sett upp aftur og fær vonandi að vera í friði þar til sýningu lýkur.

Líta má á útiskúlptúrinn "Trommusett nr.2" sem nokkurskonar minnisvarða,ónytjahlut sem dregur dám af glysgirni og hlutadýrkun. Einmana en þó í undarlegu sambandi við opna náttúruna og kallast sjónrænt á við glitrandi vatnið í kring.

Baldvin Ringsted útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2004 og lauk mastersgráðu frá Listaháskólanum í Glasgow 2007. Hann vinnur gjarnan með tónlist og popp-kúltúr af ýmsu tagi í verkum sínum en þau eru unnin í margvíslega miðla. Baldvin hefur sýnt víða að undanförnu þar á meðal í Center of Contemporary Arts,Glasgow, Kunstverein Arnsberg, Artnews Projects, Berlín og í Listasafninu á Akureyri.


Birgir Sigurðsson opnar myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.

vinnuskor_827152.jpg

 

PÁSKARNIR 2009 Í POPULUS TREMULA 11.-13. APRÍL

 

 

RAFVIRKI 1 2 3

Opnun laugardaginn 11. apríl kl.14:00

BIRGIR SIGURÐSSON

 

Laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna RAFVIRKI 1 2 3 í Populus Tremula.

 

Með sýningunni tengir rafvirkinn og myndlistarmaðurinn fortíð og nútíð. Efniviðurinn er fenginn úr ýmsum áttum og mörgum listformum blandað saman. Dansverk, ljósskúlptúrar, innsetning, reglugerðarupplestur og ljóðaupplestur. Dansgjörningur á opnun.

 

Sýningin verður einnig opin á páskadag og annan í páskum kl. 14:00-17:00

 

 

 

TÓNLEIKAR

Mánudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00

JOHAN PIRIBAUER

 

Johan Piribauer söngvari, lagahöfundur og alþýðurokkari frá Lapplandi heldur tónleika í Populus Tremula að kvöldi annars í páskum. Ásamt honum koma fram Gabriel Liljenström fiðluleikari og söngkonan Maud Rombe. Johan syngur á sænsku en tónlist hans og textar sækja innblástur í menningu og náttúru Lapplands.

 

Johan hefur gefið úr fimm hljómplötur síðan 1995 og hefur flutt tónlist sína víða um heim við góðan orðstír og frábæra dóma.

Auk tónleikanna í Populus koma þau fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði og í Kaffi Hljómalind í Reykjavík.

 

Húsið verður opnað kl. 20:30 | Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir


Sýningin Förumenn og flakkarar opnar í Leikminjasafninu í Laxdalshúsi

Sýningin Förumenn og flakkarar opnar laugardaginn 11. apríl kl. 14:00 í Laxdalshúsi á Akureyri.

Markmiðið með sýningunni er að varpa nokkru ljósi á förumenn og flakkara.  Betl, förumennska og vergangur var umborið í fyrri tíð, enda höfðu förumenn ákveðið hlutverk í samfélaginu, s.s. að flytja fréttir, segja sögur, kveða og fara með þulur, ásamt smákaupskap og lausavinnu.  Þegar vel áraði var umburðarlyndið gagnvart þeim meira og þeir fóru síður svangir frá bæ.  Má segja að þeir hafi fengið sögulaun og oft voru þetta viðburðir í sveitum þegar förumenn komu á bæi.  Úr slíku dró í slæmu árferði, þá gekk nánasta heimilisfólkið fyrir og þeir lægra settu liðu skort.

Veitingar verða í boði.

Laxdalshús verður opið alla páskahelgina milli 14:00-17:00.

Höfundar að sýningunni eru Þórarinn Blöndal myndlistarmaður og Sigurgeir Guðjónsson sagnfræðingur.

Sýningin er styrkt af Eyþing.

Meðfylgjandi mynd er í eigu Minjasafnsins á Akureyri.


Leikminjasafnið í Laxdalshúsi.


Jónas Viðar opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery

jv_jvs_paskar_09.jpg

Málverkasýning

fimmtudaginn 9. apríl kl 15.00 opnar Jónas Viðar málverkasýningu í
Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri.....

Þér og þínum er boðið

______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Sýningin "Einu sinni er" opnuð í Safnasafninu á Svalbarðsströnd

image001_896

Verið velkomin á sýningu Handverks og hönnunar

"Einu sinni er"

sem opnuð verður í Safnasafninu á Svalbarðsströnd laugardaginn 4. apríl kl. 15.
Sýnendur eru:
Anna Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir, George Hollanders, Guðrún Á.
Steingrímsdóttir, Guðbjörg Káradóttir, Frosti Gnarr, Guðný Hafsteinsdóttir,
Karen Ósk Sigurðardóttir, Inga Rúnarsdóttir Bachmann, Stefán Svan
Aðalheiðarson, Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára
Vilbergsdóttir, Fjölnir Björn Hlynsson, Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ólöf
Einarsdóttir, Páll Garðarsson, Margrét Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn
Ágústsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir, Kristín
Sigfríður Garðarsdóttir, Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson.

Sýningin stendur til 13. apríl. Opið alla daga kl. 13 til 17. Aðgangur
ókeypis.


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu

helga.jpg


Helga Sigríður Valdemarsdóttir

Fagurfræðilegt dundur 

04.04.09 - 01.05.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu laugardaginn 4. apríl 2009 klukkan 15.

Helga Sigríður Valdemarsdóttir er fædd á Akureyri, 1975 og útskrifaðist frá  Myndlistaskólanum á Akureyri 2003.

Á 19. öld var myndlistakennslu stúlkna ætlað að búa þær undir framtíðarhlutverk sín sem mæður og húsfreyjur. Teiknikennsla stúlkna flokkaðist með handavinnu og markmiðið var að auðvelda þeim að hanna og teikna eigið útsaumsmynstur. Myndlistakennslan átti jafnframt að auka fegurðarskyn og smekkvísi ungmeyja.

Arfleifð þessarar sögu – útsaumurinn – er viðfangsefni Helgu. Á sýningunni koma fyrir sjónir fimm olíumálverk á striga og sækir Helga efnivið sinn í mynstur í púða sem hún fann í fórum föðurömmu sinnar. Sama mynstur er í verkunum en þau eru máluð í ólíkum litum.
Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 1. maí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.

Sýningar:
-Unglist, Deiglan á Akureyri haustið 2000
-Samsýning listnema myndlistardeildar, á Akureyri vorið 2002
-Útskriftarsýning í Ketilhúsinu á Akureyri vorið 2003
-Frá konu til konu, Black box gallery í Toronto Kanada veturinn 2006
-Heima er bezt, Minjasafnið að Hnjóti í Örlygshöfn sumarið 2008
-Heima er bezt, Hópið Tálknafirði desember 2008-janúar 2009
-Kappar og ofurhetjur, samsýning Myndlistarfélagsins, GalleríBOX í Listagilinu á Akureyri febrúar 2009

Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í tölvupósti blackmolly3(hjá)hotmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir


Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýna í GalleríBOXi

jona_og_stelpurnar.jpg

Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir
stofnuðu BOXið 16. mars 2005. Nú er tími til þess að kveðja og þær vilja
bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með
þeim og sjá brot af list þeirra.

Opnaði sýning í galleríBOXi nú sal Myndlistarfélagsins í tilefni þessa laugardaginn 14. mars kl. og  stendur til sunnudagsins 29. mars.

Dögg Stefánsdóttir(1978) býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Dögg sýnir málverkið  STREYMI.

Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965,  fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, var við nám í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk síðan diploma  hjá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2006.  Sýnir hún verkið FYRIR/EFTIR sem eru útsaumuð textaverk og notar þar gamalt handverk með nýjum tón.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir(1978) er fædd í Reykjavík en býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007.
Á sýningunni mun Jóna Hlíf vera með bókverkið HÉR og veggspjaldið THINK DIFFERENT til sölu.
Einnig mun Jóna sýna innsetningu sem er á tilraunastigi og málverk.

GalleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14:00 til 17:00.


Eiríkur Arnar opnar einkasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_eirikur_arnar_604.jpg

Laugardaginn 14. mars kl. 15 opnar Eiríkur Arnar einkasýningu í Jónas
Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.

þér og þínum er boðið á opnun

Eiríkur Arnar Magnússon
f. 08.05.1975
Grenivöllum 12, 600 Akureyri
Netfang: eirikurarnar@gmail.com
Sími: 695 2227, 461 1562
Er með vinnustofu í Listagili, Kaupvangsstræti 12.

Námsferill
2008 - 2009 Myndlistaskóli Akureyrar, listhönnunardeild.
2004 - 2007 Listaháskóli Íslands, myndlistadeild.
2006            Listaháskóli Eistlands Tallinn.
2006            Kuno Express námskeið, Muhu-eyja, Eistlandi.
2003 - 2004 Myndlistaskóli Akureyrar, 1. ár fagurlistadeildar.
2004                 Listamiðstöð Akureyrar, námskeið.
2002 - 2003 Myndlistaskóli Akureyrar, fornám.
1998 - 1999 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Listnámsbraut
1996 - 1997 Iðnskólinn í Reykjavík, Iðnhönnunarbraut

Sýningar
2009 einkasýning, Jónas Viðar gallery,
2009 Kappar og ofurhetjur ­ félagasýning
2007 útskriftarsýning Listaháskóla Íslands
2006 samsýning, Viana do Costello, Portugal
2006 samsýning, Gallery Gyllinhæð, Reykjavík
2005 einkasýning, Café Karólína, Akureyri
2003 samsýning, Deiglan, Akureyri
2003 og 2004, vorsýningar myndlistaskóla Akureyrar

Annað
2005 Aðstoðarmaður listamanns, Listahátíð Reykjavíkur, Gabriel Kuri,
Suggestion for taxationscheme.
2006 Aðstoðarmaður listamanns, Sense in Place' Site-ations', Sarah Browne,
A Model Society.

Verðlaun og styrkir
2006 1. verðlaun, málverkasamkeppni, III Bienal Internacional “Artes da
Raya” Casa do Curro Moncao, Portugal.
2006 Erasmus, styrkur.
2006 Kuno Express, styrkur


Sýningaropnun í GalleríBOXi á laugardag

box_810683.jpg

Laugardaginn 14. mars kl. 16 munu stofnendur galleríBOX opna sýningu sína.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir stofnuðu hið upphaflega galleríBOX 16. mars 2005, sem í dag er salur Myndlistarfélagsins.
Nú er tími til þess að kveðja og við viljum bjóða öllum sem hafa komið og átt gleðilegar stundir í BOXinu að gleðjast með okkur og sjá brot af list þeirra. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. apríl 2009


galleríBOX

Kaupvangsstræti 10
600 Akureyri


JORIS RADEMAKER sýnir í Populus tremula

JORIS RADEMAKER í Populus tremula 14.-15. mars

MYNDLISTARSÝNING OG BÓK

Laugardaginn 14. mars kl. 14:00 mun Joris Rademaker opna myndlistarsýningu í Populus Tremula á Akureyri. Sýnd verða ný spaghettí/sprey-verk á pappír.

Jafnframt gefur Populus tremula út bókina SAM-SPIL með hugleiðingum Jorisar um samspil orðs og línuteikningar.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 15. mars frá 14:00-17:00

Aðeins þessi eina helgi.

Populus vill einnig minna á að áður útgefnar bækur menningarsmiðjunnar eru til sölu í rýminu þegar opið er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband