28.5.2009 | 17:18
Sýningin “Hertar sultarólar” opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri
gálgi - ónýt heimilistæki listamaður sígarettur kjóll gildi straujárn - ferskur fiskur frístundafólk markaður blússa - fjársjóður - úrelt dagatöl langanir - klippimyndir safnarar matarumbúðir dagblöð pils hönnuður myndverk vél - ruslakista - hráefni og konsept.
Sýningarstjóri Hertra sultaróla er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og hefur hún fengið 14 listamenn til liðs við sig. Þau eru:
Pétur Kristjánsson
Helgi Þórsson
George Hollanders
Henriette van Egten
Anna Richards
Jónborg Sigurðardóttir
Haraldur Ingi Haraldsson
Safn Hafdísar Ólafsson
Kristinn Rúnar Gunnarsson
Erika Lind
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Laufey Pálsdóttir
Arnfinna Björnsdóttir
Hans Kristján
7. og 8. bekkur Þelamerkurskóla undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur
Sýningaropnun er 30. maí kl.15.00. Sýningin stendur til 21. júní og er eingöngu opin um helgar frá kl. 14.00 til 17.00.
Sýningargestir eru hvattir til að leggja til hliðar ráðandi verðmætamat og njóta líðandi stundar.
Rúta fer frá Torfunesbryggju á opnunina kl:14:45 og fer til baka um 17:00.
Miðaverð er 500 kr.
Aðeins fer ein rúta svo við bendum fólki á að panta sér sæti hjá Þórarni Blöndal "thorarinnb(hjá)simnet.is
eða hjá Hlyni Hallssyni "hlynur(hjá)gmx.net"
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 09:05
Ásta Bára Pétursdóttir sýnir í Populus Tremula
ÁSTA BÁRA PÉTURSDÓTTIR
málverkasýning
Laugardaginn 23. maí kl. 14:00 verður opnuð málverkasýning Ástu Báru Pétursdóttur í Populus Tremula.
Ásta Bára er nýútskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri.
Verkin á sýningunni eru ný olíumálverk, öll unnin á þessu ári.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 24. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 21:26
HUGINN ÞÓR ARASON OPNAR Í KUNSTRAUM WOHNRAUM Á AKUREYRI
HUGINN ÞÓR ARASON
ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)
17.05. - 21.06.2009
Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Þór Arason sýninguna ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT) í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Á sýningunni í KW er hugmyndin að útfæra skissu af Evrópusambandsfána þar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stað stjarnanna. Hún var upphaflega gerð af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt að útfæra þessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hægt verður svo að panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabilið gegnum KW. Fáninn verður skjannahvítur. Á sýningunni verða einnig tvær pappírsklippimyndir og kveðjur sem sendar hafa verið fjölskyldunni að Ásabyggð 2; aðstandendum KW, frá Ástralíu.
Huginn Þór Arason stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og unnið að nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann þátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unnið að sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ. Hann býr og starfar í Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2.
Sýning Hugins Þórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
15.5.2009 | 13:49
SAMSÝNINGIN "Í RÉTTRI HÆÐ" OPNAR Í POPULUS TREMULA

Laugardaginn 16. maí kl. 14:00 verður opnuð samsýningin Í RÉTTRI HÆÐ í Populus Tremula.
Þar sýna verk sín listamennirnir Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristján Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hengd upp í réttri hæð. Sýningarstjóri er Gunnar Kr.
Við þetta tækifæri er einnig endurútgefin ljóðabók Jóns Laxdal, sem Populus tremula gaf út 2007 og verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Bókin, sem var fyrsta útgáfuverkefni Pt, verður til sölu á staðnum, eins og aðrar bækur útgáfunnar, sem nú fylla tvo tugi.
Uppákomur verða á opnun.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00
Aðeins þessi eina helgi15.5.2009 | 09:33
Ari Svavarsson opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery
opnun
laugardaginn 16. maí kl 15.00 opnar Ari Svavarsson málverkasýningu
í Jónas Viðar Gallery listagilinu á Akureyri.
þér og þínum er boðið á opnun
______________________________________________
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is/
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
15.5.2009 | 09:17
Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17

Rúna á langan listferil að baki og hefur starfað í listum allt frá 1950 til dagsins í dag. Rúna hefur sýnt víða bæði í samsýningum og einkasýningum og er einn af frumkvöðlum íslenskar leirlistar ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni (1920-2003), og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Árið 2005 hlaut hún titilinn heiðurslistamaður Hafnarfjarðar.Meðal starfa á sviði myndlistar var Rúna fyrsti formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistamanna, og sinnti formennsku FÍM, Félagi íslenskra myndlistamanna. Auk þess sat hún í stjórn Norræna myndlistafélagsins og Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnlandi. Rúna sýnir nýleg verk í DaLí Gallery. Hún sýnir meðal annarra myndverka flísamálverk sem hún er þekkt fyrir og þjóðhátíðarplattarnir verða með í för.
Sýning Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur er til 6. júní og eru allir velkomnir.
DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17
14.5.2009 | 21:22
Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar sýningu í Kópaskersvita
Ykkur er hér með boðið á opnun sýningarinnar Brennið þið vitar! í Kópaskersvita nk. sunnudag 17. maí kl. 15.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir er listamaður Kópaskersvita en Ásdís fæst við myndbanda og gjörningalist þar sem hún bregður sér í ólík hlutverk dulspárra vera. Með hjálp nýjustu tækni endurvekur hún fornar goðsagnir og ræður áhorfendum heilt, sem dæmi hefur hún nýtt sér veraldarvefinn til þess að miðla boðskap sínum persónulega til fólks. Frekari upplýsingar um Ásdísi má finna á heimasíðu hennar: www.asdissifgunnarsdottir.com
Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Menningarráðs Eyþings og Vitastígs á Norðausturlandi.
Sama dag hefur Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opna sýninguna Verk í vinnslu í Fagurlistasmiðjunni Bragganum við Öxarfjörð. Opið kl.11-18
14.5.2009 | 09:26
Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson sýna á bókasafni Háskólans á Akureyri
Afhending hvatningarverðlauna CP-félagsins
Föstudaginn 15. maí klukkan 16:00 opna Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guðmundsson (Kalli) sýninguna Himintjöld og dansandi línur á bókasafni Háskólans á Akureyri. Verkin á sýningunni eru unnin með akrýllitum á bómullargrisju. Við opnunina verða veitt hvatningarverðlaun CP-félagsins. Hugtakið CP (Cerebral Palsy) er notað yfir algengustu hreyfihömlun meðal einstaklinga.
Karl og Rósa Kristín hafa unnið saman að myndlist í mörg ár. Samstarfið var lengi vel samspil nemanda og kennara en hefur þróast markvisst yfir í samvinnu tveggja vina, félaga í listinni. Líta má á listir sem samskiptamáta; samtal listamannsins við áhorfandann, samspil listamannsins við efnið, en líka samtal eða samleik listamanna. Rósa Kristín og Karl hafa skapað verk saman á ýmsa vegu. Karl hefur málað efni byggt á eigin hugmyndum og Rósa unnið áfram með það á mismunandi vegu, oft sem uppistöðu í textílverkum sem byggja á sjónrænu samtali beggja. Að þessu sinni málaði Rósa efnin fyrst, en Karl tók við og málaði sínar dansandi línur. Innsetningin Himintjöld og dansandi línur er afrakstur þessa samtals eða samspils listamannanna.
Við sýningaropnunina verða veitt HVATNINGARVERÐLAUN CP félagsins á Íslandi en félagið hefur árlega afhent hvatningarverðlaun til þeirra sem eru góðar fyrirmyndir fyrir félagsmenn. Hvatningarverðlaunin í ár hljóta þau Brynhildur Þórarinsdóttir lektor og rithöfundur og listamannatvíeykið Rósa Kristín Júlíusdóttir lektor og Karl Guðmundsson. Þriðjudaginn 5. maí sl. opnaði Karl Guðmundsson sýninguna KALLI25 og þykir félaginu við hæfi þegar Karl og Rósa opna aðra sýninguna á tveimur vikum að hittast við opnunina og afhenda hvatningarverðlaunin í ár.
Dagskrá:
Karl Guðmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir opna sýninguna Himintjöld og dansandi línur.
Ávarp: Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri.
Ásdís Árnadóttir afhendir hvatningarverðlaunin fyrir hönd CP félagsins.
Brynhildur Þórarinsdóttir les kafla úr bók sinni Nonni og Selma; fjör í fríinu.
Hljómlist flytja Þórgnýr Inguson, Bjarni Helgason og Egill Logi Jónsson.
Léttar veitingar í boði CP félagsins.
14.5.2009 | 00:26
Sýningin "Viltu leika?" í GalleríBOXi
Viltu leika?
GalleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
opið 14:00 - 17:00 laugardaga og sunnudagaOpnar á laugardaginn 16. maí kl.15.00.
Nemendur Oddeyrarskóla og Brekkuskóla ásamt kennurum sínum unnu sérstaklega fyrir þessa sýningu. Er afrakstur þeirra vinnu til sýnis og er ætlað að vera einskonar leiðarvísir fyrir áframhaldandi vinnu.
Því þetta er bara byrjunin, þessari sýningu er ætlað að vaxa og breytast. Öllum er heimilt að koma með verk á sýninguna eða gera verk á staðnum. Sérlega er horft til þess að fullorðnir og börn vinni saman verk og skilji þau eftir. Einnig heimilt að vinna áfram þau verk sem eru á staðnum og halda áfram með þau. Þetta er lifandi sýning og hún gæti þróast í hvaða þá átt sem henni þóknaðist. En mikilvægast er, að myndlistin er sá samræðugrundvöllur sem allir mætast á.
Umsjónarmenn sýningarinnar eru; Brynhildur Kristinsdóttir, Joris Rademaker og Þórarinn Blöndal.
Sýningin stendur til 7. júní.
13.5.2009 | 20:08
Ingirafn Steinarsson sýnir á VeggVerki
VeggVerk
Strandgötu 17
600 Akureyri
Ingirafn Steinarsson
Rauð teikning
15.05 - 28.06 2009
Ingirafn Steinarsson sýnir verkið Rauð teikning á VeggVerki föstudaginn 15. mai 2009.
Verkið er teikning unnin með "kalklínu". Frjálsflæðandi stranglínu og
tækniteiknun sem myndar óskiljanlegt þekkingarform.
Ingirafn Steinarsson er útskrifaður úr Myndlista og Handíðaskóla
Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur með
innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til að velta fyrir sér
fagurfræði og virkni þekkingar.
this.is/ingirafn/
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
sími: 6630545
veggverk.org
13.5.2009 | 11:27
Yfirlitssýning Huldu Hákon í Listasafninu á Akureyri
Tveir menn, kona og sæskrímsli
Yfirlitssýning Huldu Hákon
í Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 16. maí verður opnuð yfirlitssýning á verkum Huldu Hákon í Listasafninu á Akureyri og er sýningin hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Allt frá upphafi ferils síns hefur Hulda Hákon (f. 1956) haft auga fyrir því að varpa einkennilegum hetjuljóma á hversdagslífið. Verk hennar eru bautasteinar um litla sigra, óhöpp eða bara forvitnileg atvik sem hún varðveitir í uppstillingum, myndum og texta, og minnir á að þau eru alveg jafn merkileg og þau viðfangsefni sem oftast eru uppspretta opinberra skúlptúra. Sýningin veitir einstaka innsýn í skrautlegan hugmyndaheim Huldu undanfarna tvo áratugi þar sem hún hendir gaman að heimóttarlegum veruleika okkar, snýr upp á hann og kitlar ímyndunaraflið um leið.
Hulda fann fljótlega sinn stíl með því að blanda saman slípuðu konsepti og velættaðri íslenskri villimennsku, fígúratífum mótífum og náttúrulegu innsæi, formum og hugdettum, fortíð og nútíð. Oftast er niðurstaðan lágmynd með fígúrum fólki, hundum eða fuglum og hnyttinn texti sem fer með veggjum og leynir á sér. Í verkum hennar má finna skip og skrímslafjöld, farfugla og þekkta furðufugla, nafngreinda hunda og gamla þjóðlega siði eins og að troðast fram fyrir í röðinni hreinræktaða sjálfumgleði og þvermóðsku. Þannig fjallar hún um hið fámenna þjóðfélag sem situr fast við sinn keip þótt allt virðist á hverfanda hveli.
Í seinni tíð hafa verkin stundum verið bútuð niður í hreina texta, orð án mynda sem draga upp blendnar tilfinningar og ýta undir hálfgerðan flökurleika. Lágmyndirnar standa hins vegar í lappirnar og hafa yfirbragð skúlptúrs í dálítið afdalalegum en mjög meðvituðum stíl. Hvöss samfélagsádeila skýtur öðru hvoru upp kollinum líkt og þríhöfða þurs milli glettinna vísana í kunningjaþjóðfélagið. Þó eru verk Huldu Hákon ávallt söm við sig og ná hvað eftir annað að botnfrysta andartakið þegar Íslendingurinn hittir skyndilega sjálfan sig fyrir, sitt eðlislæga déjà vu, þótt hann eigi ekki eins fínt orð yfir það og Frakkarnir. Hann er kominn í dragt eða jakkaföt og þykist orðinn sjóaður í nútímanum og alþjóðlegum samskiptum en innst inni er hann ennþá í lopapeysu og á sauðskinnsskóm.
Í tengslum við sýninguna gefur Listasafnið á Akureyri út bók um Huldu með ítarlegum texta eftir Auði Jónsdóttur rithöfund og fyrsta hirðskáld Borgarleikhússins, sem lagði sig fram við að kynna sér verkin og manneskjuna á bak við þau. Verkin verða svo nærtæk í meðförum Auðar að þau gætu allt eins átt við þjóðfélagið eftir hrunið mikla eins og lífið í litlu sjávarþorpi úti á landi á sjötta áratugnum eða útþensluskeiðið á þeim tíunda. Í þessari bók eru einnig dregnir saman á einn stað ýmsir af helstu textum um Huldu eftir innlenda og erlenda fræðimenn.
Auður hefur sig hátt á loft og steypir sér fimlega ofan í félagsfræði hversdagsleikans í verkum Huldu og allar grátbroslegu samsteypurnar sem þar er að finna: Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson [standa] á tröppum gamla Safnahússins. Þeir stara út í veröldina. Steyptir í efni listamannsins, nauðbeygðir að standa þarna um alla eilífð, óþægilega manneskjulegir hlið við hlið. Minnisvarðinn um þá hefur annan blæ en minnisvarðarnir um alþjóðlegu fótboltahetjurnar sem Hulda reisti líka. Þetta er minnisvarði um menn í samlitum jakkafötum sem munu skreyta veggi minjasafna um ókomna tíð. Þeir eru þekktir að góðu og illu, það fer eftir augnablikum sögunnar. Hvenær hver horfir á þá. Sumum kann að þykja þeir standa of nærri okkur, sjálfsagt þykir þeim nóg um hve nálægt þeir standa hvor öðrum. Verkið tilheyrir seríu þar sem Hulda hefur skeytt saman frægum persónum svo úr verða dægurpör; það er óður til síbylju fjölmiðlanna og masins í þjóðarsálinni. Dægurstjörnurnar Andrea Gylfadóttir og Ragnhildur Gísladóttir standa hlið við hlið og andspænis þeim gæti áhorfandinn hugsað: Þær voru, eru og verða. Hvert par segir sína sögu um fólkið sem skrifar og les um það á degi hverjum; fræg andlit eru birtingarmynd þjóðarinnar sem gerir það frægt. Tíðarandinn breytir því stöðugt lágmyndinni af Ólafi og Davíð. Verkið er allt annað en það sem leit dagsins ljós fyrir fjölmiðlafrumvarpið. Annað verk en það var fyrir kreppuna. Annað verk en það er í miðri kreppunni. Hvert eðli þess verður í framtíðinni er ómögulegt að segja. Kannski þarf aðra þjóð til að lesa í hana. Kannski þvælumst við of mikið hvert fyrir öðru í fámenninu til að sjá nokkuð.
Sýning Huldu stendur til 28. júní. Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurðsson forstöðumaður í síma 461-2610 / 899-3386. Netfang: hannes@art.is. Listasafnið er opið alla daga frá kl. 12-17 og er aðgangur ókeypis í boði Akureyrarbæjar.
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI
AKUREYRI ART MUSEUM
Erika Lind Isaksen
Safnfulltrúi
Museum Coordinator
Kaupvangsstræti 12
600 Akureyri, Iceland
Sími/Tel: +354 461 2610
GSM: +354 868 8506
Fax: +354 461 2969
art@art.is
http://www.listasafn.akureyri.is
13.5.2009 | 11:13
List í opinberu rými, Norræna húsinu 15. maí

Á fundinum býðst kjörið tækifæri að kynnast starfsemi Listskreytinga sjóða: Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands.
Norrænn fundur um list í opinberu rými við breyttar aðstæður býður gestum að koma á opna dagskrá fundarins í Norræna húsinu, föstudaginn 15. maí 2009.
Á fundinum munu fulltrúar listskreytingasjóða Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar kynna starfsemi sinna sjóða.
09:00 - 09:30 Kynning frá fulltrúum Íslands
09:30 - 09:40 Spurningar
09:40 - 10:10 Kynning frá fulltrúum Noregs
10:10 - 10:20 Spurningar
10:20 - 10:40 Kaffihlé
10:40 - 11:10 Kynning frá fulltrúum Svíþjóðar
11:10 - 11:20 Spurningar
11:20 - 11:50 Kynning frá fulltrúum Danmerkur
11:50 - 12:00 Spurningar
12:00 - 12:30 Almennar umræður
Fundarstjóri er Sveinbjörn Hjálmarsson, formaður Listskreytingasjóðs ríkisins.
Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri
í síma 551 1346 / sim@simnet.is
Hrund Jóhannesdóttir
Listskreytingasjóður ríkisins
Hafnarstræti 16
IS - 101 Reykjavík
tel: +354 5511346
netfang: sim@sim.is
www.listskreytingasjodur.is
12.5.2009 | 12:36
Hlynur Hallsson sýnir hjá Gallerí Víð8ttu601 á Akureyri
Gallerí Víð8tta601
Hlynur Hallsson
Landnám - Ansiedlung - Settlement
16.05. - 15.07. 2009
Hlynur Hallsson opnar sýninguna Landnám - Ansiedlung - Settlement hjá Gallerí Víð8ttu601 laugardaginn 16. maí. klukkan 15.
Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar verður settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de
Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.
Sýningin hjá Gallerí Víð8ttu601 stendur til 15. júlí 2009. Nánari upplýsingar um Gallerí Við8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason í 435 0033 eða 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net
10.5.2009 | 13:42
Áfram heldur List án landamæra á Norðurlandi

Mjög mikil stemning hefur verið á viðburðum sem fram hafa farið á Norðurlandi á vegum Listar án landamæra. Formlega opnunin um síðustu helgi tókst með mikilli prýði og má sem dæmi nefna að Safnvörðurinn sem nú stendur stoltur við Safnasafnið á Svalbarðsströnd hefur vakið óskipta athygli en heiðurinn að honum á hinn mjög svo öflugi Huglistarhópur. Um daginn var opnuð í Gallerí Ráðhús sýningin KALLI25 og þykir hún hafa tekist einkar vel. Rósa Kristín Júlíusdóttir hefur unnið með Kalla í mörg ár.
Á laugardaginn klukkan 14 er komið að opnun í Amtsbókasafninu á sýningu nemenda í Fjölmennt en það er miðstöð símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldri. Sýningin ber yfirskriftina Norðurheimskautið og verða þar sýnd verk úr ýmiskonar efnivið. Leikhópurinn Hugsanablaðran stígur á stokk og sýnir hluta af tilraunaverkefni með söng- og leiklist. Á laugardaginn verður einnig opið hús 14-17 í GalleríBOX í Listagilinu þar sem yfirskriftin er Komdu að leika. Þar mun myndlistarfólk vinna með með börnum og er sýningunni ætla að gefa gestum fjölbreytt sýnishorn af því hvernig myndlistarfólk og börn vinna saman.
Hátíðin List án landamæra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíðin breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Þátttakendum fjölgar með hverju ári og í ár eru fleiri bæjarfélög með atburði á dagskrá en nokkru sinni fyrr.
Markmið hátíðarinnar er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri.
Nánari upplýsingar um sýninguna í Amtsbókasafninu gefur Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkennari (868-3599)
Upplýsingar um hátíðina í heild sinni gefur Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra hátíðarinnar (691-8756)
Nánari upplýsingar um hátíðina er einnig að finna á heimasíðunni www.listanlandamaera.blog.is
8.5.2009 | 14:43
VORSÝNING MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI 2009



Þrítugasta og fimmta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Fimmtíu og fjórir nemendur stunduðu nám í dagdeildum skólans og af þeim munu þrjátíu og tveir brautskrást frá skólanum að þessu sinni - átta grafískir hönnuðir og níu myndlistarmenn eftir þriggja ára sérhæft nám. Sextán ljúka alhliða undirbúningsnámi í fornámsdeild.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag.
Heimasíða skólans: www.myndak.is
VORSÝNING 2009
Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 9. - 10. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16
7.5.2009 | 11:28
Aðalfundur Myndlistarfélagsins
AÐALFUNDUR MYNDLISTARFÉLAGSINS
verður haldinn í GalleríBOXi fimmtudaginn 21. maí 2009, kl. 20:00
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar.
3. Stjórnarkosning.
4. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs.
5. Lagabreytingar.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.
6.5.2009 | 11:52
Kjartan Sigtryggsson opnar myndlistarsýningu í Populus Tremula

KJARTAN SIGTRYGGSSON SÝNIR | 9. maí
Laugardaginn 9. maí kl. 14:00 mun Kjartan Sigtryggsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula.
Að þessu sinni sýnir Kjartan teikningar ýmist tölvugerðar, hefðbundnar eða teiknicollage. Kjartan útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2006.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 - 17:00 | Aðeins þessi eina helgi
2.5.2009 | 21:59
Karl Guðmundsson opnar sýningu í Gallerí Ráðhús
Gallerí Ráðhús
Geislagata 9
600 Akureyri
05.05.2009 - 01.10.2009
Þriðjudaginn 5. maí 2009 klukkan 12:15 opnar Karl Guðmundsson sýninguna KALLI25. Verkin á sýningunni eru unnin með olíulitum á bókbandspappa.
Sýningin er hluti af List án landamæra. www.listanlandamaera.blog.is
Karl Guðmundsson (Kalli) hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Í mörg ár hefur Karl komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur kennara og myndlistakonu þar sem þau hafa unnið saman að listsköpun, bæði sem kennari og nemandi en fyrst og fremst sem félagar og vinir í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr
innra með honum. Hann útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og hefur ekki slegið slöku við í myndlistinni. Vorið 2008 tók hann þátt í
listahátíðinni List án Landamæra með sýningunni Snúist í hringi sem var í Ketilhúsinu á Akureyri.
Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Léttar veitingar
Allir velkomnir
www.jonahlif.com
2.5.2009 | 13:26
List án landamæra á fljúgandi ferð og núna á Norðurlandi
Það verður mikil hátíð á Norðurlandi um helgina en þá er komið að formlegri opnun norðurlandshluta listahátíðainnar List án landamæra.
Herlegheitin hefjast á laugardaginn klukkan 11.30 með opnun ljósmyndasýningar Finns Inga Erlendssonar.
Þaðan liggur leiðin í Safnasafnið á Svalbarðsströnd þar hinn fimm metra hái Safnvörður verður afhjúpaður af Huglistarhópnum sem á heiðurinn að verkinu.
Frá Safnasafninu er haldið í Ketilhúsið þar sem List án landamæra á Norðurlandi er formlega sett klukkan þrjú þennan dag. Setningin er í höndum Hermans Jóns Tómassonar formanns bæjarráðs og verðandi bæjarstjóra á Akureyri.
Huglistarhópurinn opnar sýninguna Vappað inn i vorið, Stefán Fjólan flytur ljóð, Finnur Ingi Erlendsson frumflytur lag í tilefni dagsins og svokölluð Inúítaflétta verður frumflutt en heiðurinn að henni á tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson. Í Inúítafléttunni koma saman barnakór Lundaskóla, blásarar og trommarar.
Gestir Ketilhússins geta svo látið ljós sitt skína í trommuleik þegar boðið verður upp á trommuhring þar sem allir fá að prófa undir leiðsögn Ingva Rafns Ingvasonar tónlistarmanns og kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Það er mikil eftirvænting vegna komu trommudansarans Önnu Thastum frá Grænlandi en hún er sérstakur gestur hátíðarinnar. Anna mun flytja magnaða særingatrommudansa í Deiglunni klukkan 16.30 og 17.30 og er það einnig von þeirra sem standa að Inúítafléttunni að Anna taki þátt í þeim flutningi.
Þegar dagskrá lýkur í Ketilhúsinu og Deiglunni er hægt að líta við í Lautinni sem er athvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir.
Gleðin heldur svo áfram í Ketilhúsinu á laugardagskvöld með mikilli tónlistarveislu sem hefst klukkan 21. Þar koma fram Finnur Ingi Erlendsson og Brynjar Freyr Jónsson en þeir munu m.a. spinna verk á gítara, Stefán Fjólan og Ragnheiður Arna Arnarsdóttir flytja ljóðs, poppsveitir nemenda úr Tónlistarskólanum á Akureyri koma fram og að síðustu mun hljómsveitin Skakkamanagehalda uppi stuðinu.
Það verður einnig glatt á hjalla í Fjallabyggð en á laugardaginn opna sýningar undir hatti Listar án landamæra, beggja vegna Héðinsfjarðar. Annarsvegar í Listhúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði og hinsvegar í ráðhúsinu á Siglufirði.
Hátíðin heldur svo áfram eftir helgi með opnunum í Gallerí Ráðhús á Akureyri og Amtsbókasafninu svo dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar um viðburði næstu viku berast eftir helgi.
Hátíðin List án landamæra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíðin breyst og þróast ár frá ári og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Þátttakendum fjölgar með hverju ári og í ár eru fleiri bæjarfélög með atburði á dagskrá en nokkru sinni fyrr.
Markmið hátíðarinnar er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri.
Nánari upplýsingar um viðburðina á Akureyri gefa Jón Hlöðver Áskelsson (861-9505) og Finnur Ingi Erlendsson meðlimur í Huglistarhópnum (898-1739)
Upplýsingar um hátíðina í heild sinni gefur Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra hátíðarinnar í (691-8756)
Nánari upplýsingar um hátíðina er einnig að finna á heimasíðunni www.listanlandamaera.blog.is
2.5.2009 | 13:22
13 nýjar sýningar í Safnasafninu
SAFNASAFNIÐ
Opnun 13 nýrra sýninga á Eyfirskum safnadegi 2. maí kl. 13.00-15.00
Bílastæði
Huglist, Akureyri: Anna Heiða Harðardóttir, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson, Hallgrímur Siglaugsson, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Stefán J. Fjólan og Vilhjálmur Ingi Jónsson - Safnvörðurinn, 5 metra hár skúlptúr afhhjúpaður, kynntur undir merkjum Listar án landamæra. Bakhjarlar: Blikkrás, BM-Vallá, Flügger-litir, Hotel Natur, Húsasmiðjan, Menningarráði Eyþings og Rarik, Sandblástur og málmhúðun, Slippurinn
Anddyri:
Leikföng - sýnishorn á veggjum og í glerskáp, töfrað upp úr dótakassanum nokkrum sinnum á dag
Miðrými:
Þorsteinn Díómedesson (d), Hvammstanga - tálgaðir málaðir fuglar
Laufey Jónsdóttir, Sæbóli, Húnaþingi vestra - fólk og húsdýr klippt úr pappír
Guðjón R. Sigurðsson (d), Fagurhólsmýri - fólk og húsdýr úr tré og ull
Svava Skúladóttir (d), Reykjavík - máluð tréhús, kirkjur, kastalar og virkisbrýr
Ókunnir höfundar, vistmenn á Kleppsspítala 1980-1995 - fólk úr leir
Halldóra Kristinsdóttir, Reykjavík (frá Ánastöðum á Vatnsnesi) - pappírsbátar með fólki og varningi
Bára Sævaldsdóttir (d), Svalbarðsströnd - skálar úr kortum
Pétur Hraunfjörð (d), Reykjavík - andlit máluð á litla samsetta steina og önnur efni
Brúðusafn:
Grunnsýning (flutt og stækkuð)
Íslenskt brúðuhús frá 1938, smíðað af August Håkansson, þýskt innbú (gefandi Sonja Håkansson)
Veitingasalur:
Sögufélag Svalbarðsstrandar - svart/hvítar ljósmyndir af mannlífi í hreppnum áður fyrr
Vestursalur:
Helgi Þórsson, Reykjavík - innsetning
Austursalur:
Guðjón Ketilsson, Reykjavík - innsetning
Svalbarðsstrandarstofa:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd I: Kúabúskapur fyrr og nú - styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Samstarf við Sögufélag Svalbarðsstrandar um ljósmyndir og texta; auk þess tæki og áhöld í eigu safnsins
Valsárskóli, 5. og 6. bekkir - kýr og kálfar (leiðbeinandi: Ómar Þór Guðmundsson)
Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co:
Grunnsýning
Tískufatnaður sem Þóra Björk Sveinsdóttir, Akureyri, saumaði á tvær ungar dætur sínar um og eftir 1960
Lyftuhús:
Ragnar Hermannsson, Húsavík - veiðimenn úr máluðum viði
Fræðslubókasafnið:
Sigríður Ágústsdóttir, Akureyri - leirker
Norðursalir:
Arna Valsdóttir, Akureyri - gjörningur á opnun; Með Heiminn í Höndunum, pappírsmyndir af mönnum og dýrum sem hún klippti út í samstarfi við syni sína, Ólaf Val og Viktor
Guðbjörg Ringsted, Akureyri - málverk
Ásta Ólafsdóttir, Reykjavík - teikningar
Langisalur:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd II, sýnd undir merkjum hátíðarinnar Listar án landmæra og styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri - ljósmyndir af börnunum að drullumalla
Vinnustofan Ás, Styrktarfélag vangefinna - handklæði: útsaumaðar sjálfsmyndir starfsfólksins; hönnun: Julysses Neau, Frakklandi
Annað:
Gamla-Búð:
Í risinu er 76m2 lista- og fræðimannsíbúð, útbúin eins og minjasafn, og gefst fólki tækifæri til að skoða hana um helgina, en síðan verður hún leigð í skemmri eða lengri tíma (kynningarverð í maí: 15.385 kr. nóttin)
Kaffihús:
Léttar veitingar í boði safnsins
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Karlar og kerlingar úr eldspýtnastokkum og -bréfum (6-9.000 kr. stykkið)
Hlað:
Ragnar Bjarnason (d), Reykjavík - grunnsýning: 13 málaðir steyptir skúlptúrar
Fólk er hvatt til að mæta á opnun og njóta þess sem í boði er á þessum hátíðisdegi Eyfirskra safna; bent er á að rútur ganga á milli þeirra og skemmtilegir leiðsögumenn verða til frásagnar um náttúru og mannlíf að fornu og nýju. Nánari upplýsingar eru veittar í Menningarmiðstöðinni á Akureyri, á www.sofn.is og www.museums.is
6. júní verður opnuð sýning í Reitnum; þá 3 sýningar inni 11. júlí; og 3 þann 21. júlí (þær verða kynntar í fjölmiðlum og á www.safnasafnid.is). Safnasafnið er opið um helgar í maí frá kl. 14-17