SAMSÝNINGIN "Í RÉTTRI HÆÐ" OPNAR Í POPULUS TREMULA

_rettrihaed_9_5_09.jpg

Laugardaginn 16. maí kl. 14:00 verður opnuð samsýningin Í RÉTTRI HÆÐ í Populus Tremula.

Þar sýna verk sín listamennirnir Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristján Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hengd upp í réttri hæð. Sýningarstjóri er Gunnar Kr.

Við þetta tækifæri er einnig endurútgefin ljóðabók Jóns Laxdal, sem Populus tremula gaf út 2007 og verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Bókin, sem var fyrsta útgáfuverkefni Pt, verður til sölu á staðnum, eins og aðrar bækur útgáfunnar, sem nú fylla tvo tugi.

Uppákomur verða á opnun.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 17. maí kl. 14:00 - 17:00

Aðeins þessi eina helgi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband