Sigrún Guðjónsdóttir - Rúna opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 16. maí kl. 14-17

flisamyndlitil.jpg

Rúna á langan listferil að baki og hefur starfað í listum allt frá 1950 til dagsins í dag. Rúna hefur sýnt víða bæði í samsýningum og einkasýningum og er einn af frumkvöðlum íslenskar leirlistar ásamt manni sínum Gesti Þorgrímssyni (1920-2003), og er heiðursfélagi Leirlistafélagsins. Árið 2005 hlaut hún titilinn heiðurslistamaður Hafnarfjarðar.Meðal starfa á sviði myndlistar var Rúna fyrsti formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistamanna, og sinnti formennsku FÍM, Félagi íslenskra myndlistamanna. Auk þess sat hún í stjórn Norræna myndlistafélagsins og Norrænu listamiðstöðvarinnar á Sveaborg í Finnlandi. Rúna sýnir nýleg verk í DaLí Gallery. Hún sýnir meðal annarra myndverka flísamálverk sem hún er þekkt fyrir og þjóðhátíðarplattarnir verða með í för.

Sýning Rúnu - Sigrúnar Guðjónsdóttur er til 6. júní og eru allir velkomnir.

DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
http://daligallery.blogspot.com
opið lau-sun kl.14-17

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband