30.4.2008 | 10:30
Báshás og Mark með opnar vinnustofur á 1. maí
Sjónlistadagurinn 1. maí
Fimmtudaginn 1. maí halda myndlistarmenn á Íslandi upp á Sjónlistadaginn, annað árið í röð. Tilgangurinn með hátíðahöldunum er að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið er á vinnustofum listamanna víðs vegar um landið. Hátíðahöldin fara fram með þeim hætti að myndlistarmenn opna vinnustofur sínar og taka á móti gestum.
Opið verður í Listamannahúsinu Seljavegi 32 milli kl 14 og 17.
Á Korpúlfsstöðum verður opið milli 13 og 17.
Þar sýna myndlistarmenn í kjallaranum sýninguna Flóð, en eins og kunngjört er flæddi inn á vinnustofur listamanna í byrjun árs. Vinnustofur verða einnig opnar og á milli kl. 14 og 16 munu tónlistarmenn úr hljómsveitinni Hjaltalín, Sigríður Thorlacius söngkona, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari flytja tónlistaratriði í stóra salnum. Útibú Myndlistaskóla Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum mun einnig standa opið.
Eftirfarandi vinnustofur verða einnig opnar:
Báshás, (Ásta, Bogga og Sveinka) Brekkugötu 13, neðri hæð, 600 Akureyri frá 14-17
Samúel Jóhannsson, Mark, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri frá 14-17
Kristinn Már Pálmason, Freyjugötu 14, 101 Reykjavík
Álfheiður Ólafsdóttir, Auðbrekku 6 Kópavogur
Elsa Nielsen, Skólabraut 16, 170 Seltjarnarnes
Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn, Borgarholtsbraut 57, Kópavogi
Steinunn Marteinsdóttir, Hulduhólum, Mosfellsbæ
ART11 Auðbrekku 4, Kópavogi
Jökull Snær Þórðarson og Garðar Eymundsson Seyðisfirði
Lista yfir aðra listamenn sem opna dyr sínar fyrir almenningi, ásamt opnunartíma hvers og eins, er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra myndlistarmanna, www.sim.is
28.4.2008 | 13:13
Baldvin Ringsted á Glasgow international
Beyond Visibility: Exploring the spiritual in contemporary artistic practice
Part of GI Glasgow International Festival of Contemporary Visual Art
Exhibition featuring video installation by t.s. Beall, photographs by
Thomas Joshua Cooper and sound installation by Baldvin Ringsted
exploring notions of place, vision and spirituality.
Baldvin Ringsted's sound installation is in Glasgow Cathedral, next
door to The St. Mungo Museum.
The exhibition will be opened by Dr Richard Holloway, Chair of a new
joint board for the Scottish Arts Council and Scottish Screen at a
public launch event, 6pm 8pm on Friday 11 April. All welcome.
The exhibition is run in collaboration with the University of Glasgow
Centre for the Study of Literature, Theology and the Arts, the Diocese
of Glasgow and Galloway, and the Glasgow School of Art.
Saturday 12 April to Monday 26 May.
St Mungo Museum of Religious Life and Art
2 Castle Street
Glasgow
G40RH
http://www.glasgowinternational.org
25.4.2008 | 13:50
Guðrún Vera opnar sýninguna ,,Áhorfandi” í Deiglunni á laugardag
Laugardaginn 26. apríl kl.14-17 opnar myndlistakonan Guðrún Vera sýningu sína ,,Áhorfandi í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.
Guðrún Vera um sýninguna Áhorfandi:
Áhorf er gagnvirkt. Sá sem horfir og það sem horft er á horfir í raun til baka.
Þannig hugsa ég listaverk. Sem ígildi áhorfanda.
Listaverkið er staður þar sem áhorfandinn sér sjálfan sig því það beinist að honum sjálfum.
Á milli listaverks og áhorfanda skapast rými. Annars vegar rými sem er mælt í fjarlægð á milli hlutar og manneskju og hins vegar innra rými, sálræn tenging gegn um upplifun.
Ég hef unnið með þetta rými síðan ég mótaði minn fyrsta áhorfanda árið 1996, sem situr á svölum, áhugalaus og daufur í bragði.
Fyrir sýninguna í Deiglunni kviknaði forvitni að sjá hvar áhorfandinn er staðsettur þegar listaverk horfir á listaverk, ígildi áhorfanda gengt ígildi áhorfanda.
http://this.is/veransu/vera
S.8633763
http://www.listagil.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 22:14
Fólk óskast í Deigluna
Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta.
23.4.2008 | 21:45
Listsýning 15+1 í Ketilhúsinu
Árleg útskriftarsýning nemenda af Listnámsbraut VMA verður opnuð í Ketilhúsinu föstudaginn 25. apríl klukkan 20:00. Sýningin verður svo opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl klukkan 13: til 18:00.
23.4.2008 | 09:04
Opin Gestavinnustofa á laugardag
22.4.2008 | 09:57
Helgi og hljóðfæraleikararnir með kvöldskemmtun og bók
Populus Kynnir:
Helgi og hljóðfæraleikararnir
Föstudaginn 25.apríl kl.21:00
Kvöldskemmtun í tilefni útgáfu bókarinnar Sukkskinnu
Föstudaginn 25. apríl kl. 21:00 mun hljómsveitin góða Helgi og Hljóðfæraleikararnir halda kvöldskemmtun í Populus tremula.
Boðið verður upp á upplestur og tónleika; sérleg vinahljómsveit H&H mun reka inn nefið.
Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina Sukkskinnu, þar sem skráðar eru sögur úr 20 ára ferli hljómsveitarinnar í máli og myndum. Bókin er gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum.
Aðgangur ókeypis malpokar leyfðir.
http://poptrem.blogspot.com
Menning og listir | Breytt 23.4.2008 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 15:48
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2008
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2001. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 7.5 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir.
Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.
Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 13. júní næstkomandi.
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2008. Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar:
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600.
Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur
18.4.2008 | 08:37
Jón Laxdal sýnir í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 19da apríl kl.14.00 verður opnuð sýning á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar í Jónas Viðar Gallery Listagilinu á Akureyri.
Sýndir verða hlutir (objektar) gerðir úr bókum, pappa, gleri og þaksaumi, allir nýir af nálinni undir heitinu fáeinir fortitlar og bók eftir Mann.
Jónas Viðar Gallery er opið nú um helgina 14.00-18.00 laugardag og 13.00-18.00 sunnudag.
Annars föstudaga og laugardaga 13.00 til 18.00.
Sýningin stendur til 11. maí.
Allir velkomnir
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
sími: 8665021
17.4.2008 | 16:54
Safnasafnið opnar á laugardag
Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Ávörp flytja Margrét M. Norðdahl framkvæmdastjóri landshátíðarinnar Listar án landamæra og Guðmundur Vignir Óskarsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, félagar í Huglist lesa upp ljóð og Kristján Þór Júlíusson 1. þingmaður Norðausturkjördæmis opnar sýningar safnsins
Í anddyrinu er samsýning á verkum fjögurra listakvenna, máluðu fjörugrjóti eftir Önnu Ágústsdóttur á Hvammstanga, skrautkortum eftir Jóhönnu Bjarnadóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, tálguðum fuglum eftir Oddnýju Jósepsdóttur í Sporði í Línakradal, Húnaþingi Vestra, og tálguðu höfðum með spónahári eftir Sigrúnu Gísladóttur á Flögu í Skaftárhreppi
Í Brúðusafninu er ný grunnsýning og fólk sem við þekkjum eftir nemendur 5. og 6. bekkja í Grenivíkurskóla. Í Leikfangasafninu eru einnig ný grunnsýning og þar sýna jafnaldrar þeirra í Valsárskóla hluti sem þau bjuggu til undir áhrifum af leikföngum safnsins
Safnasafnið tekur þátt í List án landamæra með tveimur sýningum: Huglistarhópinn á Akureyri sýnir verk úr ýmsum efnum eftir Brynjar Freyr Jónsson, Atla Viðar Engilbertsson, Finn Inga Erlendsson, Hallgrím Siglaugsson, Ragnheiði Örnu Arnarsdóttur og Stefán J. Fjólan; á Gamlársdag 2007 afhenti Guðmundur Vignir Óskarsson Safnasafninu til varðveislu listaverk eftir bróður sinn, Ingvar Ellert (1944-1992), 639 pappírsmyndir í stærðunum A3-A5, unnar með blýanti, krít, vatnslitum og tússi á 8. og 9. áratugnum, og kynnir nú safnið hluta þessara verka
Í Vestursal er fyrri sýning af tveim á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Arnarneshreppi; í Langasal er safnsýning á lágmyndum eftir Óskar Beck (d), Reykjavík, sem hann gerði úr plasthúðuðu þakjárni; í bókasafni eru lágmyndir og postulínsverk eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur í Reykjavík; í verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co eru nálapúðar eftir Hannyrðasystur úr Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsströnd, Akureyri og Reykjavík; í Svalbarðsstrandarstofu er sýning sem ber heitið Menningarerfðir og nýsköpun þar sem tveir elstu árgangarnir í Leikskólanum Álfaborg sýna hluti innan um hefðbundið handverk, efni og gripi
Steyptar og málaðar höggmyndir Ragnars Bjarnasonar frá Öndverðarnesi taka svo að venju á móti gestum á hlaðinu. Léttar veitingar verða bornar í boði safnsins
Safnasafnið er opið kl. 14-17 um helgar til 17. maí; síðan daglega kl. 10-18 til 31. ágúst; eftir það skv. samkomulagi til 12. október. Flestar sýningarnar munu standa fram á vor 2009.
17.4.2008 | 09:24
Söngvísur og baráttuljóð í Deiglunni
Söngvísur og baráttuljóð
í Deiglunni á Akureyri
laugardaginn 19. apríl kl. 15:00
Í tilefni af útkomu norrænu söngbókarinnar Ska nya röster sjunga
Fram koma Bengt Hall frá Svíþjóð ritstjóri söngbókarinnar og harmonikkuleikari og Per Warming frá Danmörku, rithöfundur, söngvaskáld og söngvari. Þeir félagar munu taka lagið og spjalla stuttlega um tilgang og tilurð söngbókarinnar.
Aðrir flytjendur eru Gunnar Guttormsson, Þórarinn Hjartarson og Solveig Hrafnsdóttir, Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir
Kynnir: Pétur Pétursson læknir.
Dagskráin mun taka um tvo tíma með kaffihléi.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
(1.000 krónur fyrir félagsmenn Gilfélagsins og Norræna félagsins)
Allir fá söngbókina í hendur við innganginn og geta keypt hana þar með afslætti eða skilað henni í lok dagskrár.
Að dagskránni stendur áhugahópur í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna, NF á Akureyri, Gilfélagið og syngjandi norræna gesti og heimamenn.
Útgefandi söngbókarinnar er Nordisk socialistisk folkeoplysningsforbund (NSFOF)
Nánari upplýsingar hjá:
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007
17.4.2008 | 08:59
Festarklettur - listhús opnar
Opnunardagur fimmtudaginn 17. apríl kl. 17
Allir velkomnir
Festarklettur - listhús
Kaupangsstræti 29
600 Akureyri
16.4.2008 | 12:04
Joris Rademaker opnar myndlistarsýninguna Sjónvit í Populus tremula
Populus Kynnir
S J Ó N V I T
Myndlistarsýning
Joris Rademaker
Laugardaginn 19. apríl kl. 14:00 opnar Joris Rademaker myndlistarsýninguna Sjónvit í Populus tremula. þar sýnir Joris verk sem unnin eru á 20 ára tímabili, frá 1988 til dagsins í dag, í mismunandi tækni og víddum.
Joris Rademaker var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006. Hann hefur sýnt reglulega, allt frá 1993, á Akureyri og víðar.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 20. apríl kl. 14:00-17:00.
Aðeins þessi eina helgi.
http://poptrem.blogspot.com
Menning og listir | Breytt 17.4.2008 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 13:48
Prjónaheimur Lúka í Gallerí Boxi á Akureyri

Í Gallerí Boxi á Akureyri 19. apríl til 4. maí 2008
Tvíburasysturnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka laugardaginn 19. apríl kl.16 í Gallerí Boxi á Akureyri. Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem var stofnað haustið 2004 en þær hafa nú verið í samstarfi við Glófa á Akureyri þar sem þær hönnuðu munstur fyrir íslensku ullina sem Glófi prjónaði. Hugmyndina að munstrinu er unnin út frá lakkrískonfekti og lakkrísreimum og eru þær nú búnar að setja upp innsetningu og hanna vörur úr efninu. Systurnar stefna svo á að fara með sýninguna í haust eða næsta vor erlendis á vegum Útflutningsráðs Íslands.
Brynhildur er lærður textíl-og fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og með MSc í tæknilegum textílum frá Leeds University árið 2006. Gunnhildur er með BA(HONS) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006.
Sýningin stendur til sunnudagsins 4. maí og er opin alla laugar-og sunnudaga kl.14-17.
Gallerí Box, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.
www.galleribox.blogspot.com
www.myspace.com/lukaartdesign
13.4.2008 | 17:08
Marína opnar á Akureyri
Næstkomandi sunnudag 13.apríl milli 12 og 17 verður sannkölluð markaðsstemning í Strandgötu 53 á Akureyri. Staðurinn heitir nú Marína Akureyri og hýsti áður skemmtistaðinn Oddvitann til margra ára. Nýjar áherslur eru á rekstrarformi staðarins og er húsið nú leigt út til veislu- og fundahalda ásamt því að rekstraraðilar standa sjálfir að viðburðum. Yfir sumartímann verður staðnum breytt í Þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri.
Fyrsti markaðsdagur í Marínu verður næstkomandi sunnudag undir yfirskriftinni "Komdu og skoðaðu í kistuna mína" Þar munu vel á þriðja tug aðila koma með nýjar og notaðar vörur og leggja undir sig húsið sem telur yfir 700 fermetra. Kaffi og vöfflustemning - Krakkahorn - Hvetjum alla til að kíkja við
Meðal viðburða sem verða á næstunni má helst nefna "Gráu hárin heilla" sýningu 18.apríl. Þar mun Gestur Einar Jónasson rifja upp tónlist sjöunda áratugarins ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur, Heimi Bjarna Ingimarssyni, Dagnýju Halldórsdóttur og bítlahljómsveit, með grátt í vöngum. Það verður sannkölluð bítlastemning í anda Hljóma, Dáta, Ingimars Eydal, Kinks, Smokie, Led Zeppelin og þá eru einungis nokkrir nefndir. Miðaverð er 2.500.- á sýningu sem hefst klukkan 21:30. Pantanir í síma 864-3633 og á marina@marina.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 11:07
Haraldur Ólafsson hamskeri opnar sýningu í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 12 apríl kl 15.00 opnar Haraldur Ólafsson sýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri Haraldur er hamskeri og hefur hann unnið til fjölda verðlauna á því sviði út um allan heim hann sýnir okkur eitt verk að þessu sinni..
Um Listaverkið
Uppstoppaður Lax sem ættaður er úr Laxá í Aðaldal og var gerður fyrir Heimsmeistaramót sem haldið var í Salzburg í Austurríki í febrúar 2008. Keppti fiskurinn í meistaraflokki og fékk fyrstu einkunn eða 90 stig af 100 mögulegum.
Ef grannt er skoðað þá má sjá fiska sem eru tálgaðir út úr rekaviðrót sem er umgjörð utan um verkið og gert í þeim tilgangi til að skora stig fyrir listræna útfærslu á verkinu.
Haraldur Ólafsson
f. á Akureyri 1962
Haraldur Ólafsson er menntaður sem tækniteiknari og starfaði sem slíkur um tíu ára skeið á Póst og síma hér í bæ, hann byrjaði fljótlega upp úr 1990 að stoppa upp fugla og var þetta sem áhugamál til að byrja með.
Haraldur vann nokkur ár sem Fangavörður við fangelsið á Akureyri en árið 1997 tók hann þá ákvörðun að helga sig eingöngu list sinni og hefur hann starfað sem Hamskeri (uppstoppari) síðan þá.
Frá árinu 2000 hefur Haraldur tekið þátt í 9 stórum sýningum og keppni í þeirri listgrein sem hefur verið kölluð Hamskurður og eða Uppstoppun og sérhæft sig í fiska-uppstoppun, má segja að sú grein tengist listmálun allnokkuð ,þar sem litir,málun og litgreining fara saman.
Haraldur er giftur Ernu Arnardóttur og eru börn þeirra Sonja og Örn.
Einnig er hundurinn Hecktdor og kötturinn Óliver partur af fjölskyldunni.
Gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, skáld, tónlistarmenn eða hverja þá sem starfa að listsköpun.
Á neðri hæð hússins er 70 fm vinnusalur með setustofu, trönum, vaski og vinnuborðum. Hljómburðurinn í salnum er mjög góður og hentar vel fyrir tónleika og upptökur á tónlist. Þar er einnig baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni er björt stúdíóíbúð (rúm fyrir tvo).
Dvalartími er að jafnaði 1 mánuður, en hann er þó umsemjanlegur. Í lok dvalartíma er þess óskað að listamenn kynni verk sín fyrir almenningi í salnum. Dvalargjald er kr. 15.000 kr. á mánuði, hiti og rafmagn innifalið. Möguleiki er á þráðlausri adsl tengingu fyrir 3000 kr. á mánuði.. Tryggingargjald er 3000 kr. sem dvalargestur fær endurgreitt í lok dvalar enda sé húsnæði í sama standi og hann tók við því.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Herhússins. Umsóknarfrestur fyrir sumarmánuðina (júní-ágúst) er 31.janúar sama ár. Hægt er að sækja um aðra mánuði ársins hvenær sem er. Við mat á umsóknum er litið til starfsferils, menntunar og félagslegra þátta (hvað hentar starfsemi Hússins á hverjum tíma).
Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Herhússins eða í síma 8945219.
www.herhusid.com
herhusid@simnet.is
11.4.2008 | 09:49
Hlynur Hallsson með leiðsögn um sýninguna “Bæ bæ Ísland” á sunnudag
Sunnudaginn 13. apríl klukkan14:00 mun Hlynur Hallsson vera með leiðsögn um sýninguna Bæ bæ Ísland í Listasafninu á Akureyri.
Rýnt verður í einstök verk og velt upp spurningum um samfélagið og sýn listamanna og almennings á það. Spurningum verður velt upp eins og: Hvað er fallegt? Er allt leyfilegt? Getur listin breytt einhverju? Er komin kreppa? Hvar endar þetta? Boðið verður uppá umræður um sýninguna og einstök verk.
Leiðsögnin ásamt umræðum mun standa yfir í um 40 mínútur og er öllum opin.
Heiti verkefnisins, Bæ bæ Ísland, vísar í fyrsta lagi til kveðjuhófs eða útfarar um 19. og 20. aldar hugmyndarinnar um Ísland. Það sem í gær var unga Ísland er nú tákn hins liðna. Bless bless (hin kristilega blessun) víkur fyrir hinu ennþá óformlegra bæ bæ og vitnar um leið um það hvernig íslenskan er farin á límingunum. Í öðru lagi hljómar bæ eins og sögnin að kaupa (buy) á ensku og verður því til eins konar undiráróður: Kaupum kaupum Ísland! Bæ bæ Ísland er þannig uppgjör við hugmyndina um tunguna sem upphaf og endi sögulegrar tilvistar þjóðarinnar, sem og möguleika hennar til að lifa af menningarlega útjöfnun hnattvæðingarinnar.
Tímarit eða sýningarskrá með upplýsingum um verkefnið, listamenn, verkin og þjóðfélagið kom út fyrir opnun sýningarinnar og dreift án endurgjalds og án kostunaraðila.
Unnið er að því að gefa út viðamikla bók síðar á árinu þar sem tugir ef ekki hundruð Íslendinga gera upp við gamla konseptið Ísland og fyrirhugað er að halda ráðstefnu undir sama nafni. Bókin er hugsuð sem safnrit og jafnframt nokkurs konar leiðarvísir. Í henni verður m.a. tekið á bankakerfinu, þjóðarímyndinni, útlendingum á Íslandi, fjölmiðlum, stóriðju- og náttúruverndarsjónarmiðum og siðferði í stjórnmálum, auk þess sem þar verður einnig að finna umfjöllun um framlag listamannanna á sýningunni og myndir af verkum þeirra.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Þ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Arason, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir.
Sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson.
Hlynur Hallsson er myndlistarmaður og einn þátttakenda í sýningunni Bæ bæ Ísland.
Ítarlegar upplýsingar um listamennina og inntak sýningarinnar er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is.
11.4.2008 | 09:16
Lýðræðisdagurinn 2008 á Akureyri
Lýðræðisdagurinn 2008 verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. í Brekkuskóla á Akureyri undir yfirskriftinni "Þú & ég & Akureyri". Tilgangurinn með framtakinu er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ.
Dagskráin hefst kl. 13.00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 17.00. Vonast er eftir góðri þátttöku þar sem fólk getur valið um að ræða málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa. Flestar málstofurnar verða haldnar tvisvar og því ætti jafnvel að vera hægt að taka þátt í tveimur þeirra ef vilji er fyrir hendi.
Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt.
Málstofurnar eru eftirfarandi:
Íbúalýðræði
Framsaga: Ágúst Þór Árnason - agust@unak.is
Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir
Mengun, umferð og lýðheilsa
Framsaga: Pétur Halldórsson - peturh@ruv.is
Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir
Göngu- og hjólreiðastígar
Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson - ghs@vgkhonnun.is
Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Lýðheilsa og skipulag
Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir - matthildur@alta.is
Umræðustjóri: Karl Guðmundsson
Hæglætisbær eða heimsborgarbragur?
Framsaga: Hólmkell Hreinsson - holmkell@akureyri.is
Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Vistvernd í verki. Allra hagur.
Framsaga: Stella Árnadóttir - gstella@heimsnet.is
Umræðustjóri: Gunnar Gíslason
Að eldast á Akureyri.
Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir - sigrunsv@unak.is
Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð
Akureyri fjölskylduvænt samfélag.
Framsaga: Jan Eric Jessen - 24jej@ma.is
Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, setur Lýðræðisdaginn kl. 13.00 með stuttu ávarpi og síðan hefst vinnan í málstofunum. Að þinginu loknu, upp úr kl. 16.00, mun María Sigurðardóttir, nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sjá um að slíta samkomunni á viðeigandi hátt.
Skorað er á Akureyringa að fjölmenna og taka þátt í líflegum umræðum um bæinn sinn.
8.4.2008 | 22:26
Jóhannes Dagsson opnar myndlistasýninguna ,,Stöðumyndir" í DaLí Gallery laugardaginn 12. apríl kl. 17
Efnivið sinn sækir Jóhannes í tvö af fyrirferðarmeiri menningarfyrirbærum liðinnar aldar, módernisma og fótbolta. Stöðumyndir er ellefta einkasýning Jóhannesar og á hann einnig að baki þátttöku í fjölmörgum samsýningum.
Jóhannes lauk myndlistanámi frá Myndlistaskólanum á Akureyri 1997 og námi í heimsspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands 2000. Síðan lá leið hans til Skotlands til listnáms í Edinburgh College of Art sem hann lauk árið 2002, en í dag stundar hann meistaranám í heimspeki við Háskóla Íslands.
Jóhannes fagnar nú tíu ára sýningarafmæli á þessu ári en í september fyrir 10 árum hóf hann sýningarferil sinn á samsýningunni ,,Konur" í Safnahúsinu á Húsavík .
Sýningin ,,Stöðumyndir stendur til 27. apríl í DaLí Gallery á Akureyri og er sýningin opin föstudaga og laugardaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi.
Allir eru velkomnir
Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
Brekkugata 9, 600 Akureyri
8957173 / 8697872
dagrunm(hjá)snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opið föstudaga og laugardaga kl.14-17
og eftir samkomulagi