Lýðræðisdagurinn 2008 á Akureyri

ak

Lýðræðisdagurinn 2008 verður haldinn laugardaginn 12. apríl nk. í Brekkuskóla á Akureyri undir yfirskriftinni "Þú & ég & Akureyri". Tilgangurinn með framtakinu er fyrst og fremst að efla íbúalýðræðið og koma af stað frjóum umræðum um það hvernig bæjarbúar sjái fyrir sér að gera megi Akureyri að ennþá betri bæ.

Dagskráin hefst kl. 13.00 og er áætlað að henni ljúki um klukkan 17.00. Vonast er eftir góðri þátttöku þar sem fólk getur valið um að ræða málin í átta ólíkum málstofum þar sem fjallað verður um ýmis áhugaverð málefni sem varða hag bæjarbúa. Flestar málstofurnar verða haldnar tvisvar og því ætti jafnvel að vera hægt að taka þátt í tveimur þeirra ef vilji er fyrir hendi.

Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að hafa áhrif á bæjarbraginn, deila skoðunum sínum og sjónarmiðum með öðrum, og láta gott af sér leiða í bæjarmálum almennt.

Málstofurnar eru eftirfarandi:

      Íbúalýðræði
      Framsaga: Ágúst Þór Árnason - agust@unak.is
      Umræðustjóri: Margrét Guðjónsdóttir

      Mengun, umferð og lýðheilsa
      Framsaga: Pétur Halldórsson - peturh@ruv.is
      Umræðustjóri: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir

      Göngu- og hjólreiðastígar
      Framsaga: Guðmundur Haukur Sigurðarson - ghs@vgkhonnun.is
      Umræðustjóri: Inga Þöll Þórgnýsdóttir

      Lýðheilsa og skipulag
      Framsaga: Matthildur Elmarsdóttir - matthildur@alta.is
      Umræðustjóri: Karl Guðmundsson

      Hæglætisbær eða heimsborgarbragur?
            Framsaga: Hólmkell Hreinsson - holmkell@akureyri.is
            Umræðustjóri: Katrín Björg Ríkarðsdóttir


      Vistvernd í verki. Allra hagur.
      Framsaga: Stella Árnadóttir - gstella@heimsnet.is
      Umræðustjóri: Gunnar Gíslason

      Að eldast á Akureyri.
      Framsaga: Sigrún Sveinbjörnsdóttir - sigrunsv@unak.is
      Umræðustjóri: Þórgnýr Dýrfjörð

      Akureyri – fjölskylduvænt samfélag.
      Framsaga: Jan Eric Jessen - 24jej@ma.is
      Umræðustjóri: Sigríður Stefánsdóttir


Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, setur Lýðræðisdaginn kl. 13.00 með stuttu ávarpi og síðan hefst vinnan í málstofunum. Að þinginu loknu, upp úr kl. 16.00, mun María Sigurðardóttir, nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, sjá um að slíta samkomunni á viðeigandi hátt.

Skorað er á Akureyringa að fjölmenna og taka þátt í líflegum umræðum um bæinn sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband