Herhúsið á Siglufirði, gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda listamenn

mainimage159

Gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda myndlistarmenn, skáld, tónlistarmenn eða hverja þá sem starfa að listsköpun.
Á neðri hæð hússins er 70 fm vinnusalur með setustofu, trönum, vaski og vinnuborðum. Hljómburðurinn í salnum er mjög góður og hentar vel fyrir tónleika og upptökur á tónlist. Þar er einnig baðherbergi með sturtu. Á efri hæðinni er björt stúdíóíbúð (rúm fyrir tvo).

Dvalartími er að jafnaði 1 mánuður, en hann er þó umsemjanlegur.  Í lok dvalartíma er þess óskað að listamenn kynni verk sín fyrir almenningi í salnum. Dvalargjald er kr. 15.000 kr. á mánuði, hiti og rafmagn innifalið. Möguleiki er á þráðlausri adsl tengingu fyrir 3000 kr. á mánuði.. Tryggingargjald er 3000 kr. sem dvalargestur fær endurgreitt í lok dvalar enda sé húsnæði í sama standi og hann tók við því.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Herhússins. Umsóknarfrestur fyrir sumarmánuðina (júní-ágúst) er  31.janúar sama ár. Hægt er að sækja um aðra mánuði ársins hvenær sem er. Við mat á umsóknum er litið til starfsferils, menntunar og félagslegra þátta (hvað hentar starfsemi Hússins á hverjum tíma).

Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Herhússins eða í síma 8945219.

www.herhusid.com
herhusid@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband