Söngvísur og baráttuljóð í Deiglunni

songbok_kapar Söngvísur og baráttuljóð
í Deiglunni á Akureyri
laugardaginn 19. apríl kl. 15:00
Í tilefni af útkomu norrænu söngbókarinnar ’Ska nya röster sjunga’


Fram koma Bengt Hall frá Svíþjóð ritstjóri söngbókarinnar og harmonikkuleikari og Per Warming frá Danmörku, rithöfundur, söngvaskáld og söngvari. Þeir félagar munu taka lagið og spjalla stuttlega um tilgang og tilurð söngbókarinnar.

Aðrir flytjendur eru Gunnar Guttormsson, Þórarinn Hjartarson og Solveig Hrafnsdóttir, Kristján Hjartarson og Kristjana Arngrímsdóttir

Kynnir: Pétur Pétursson læknir.

Dagskráin mun taka um tvo tíma með kaffihléi.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur.
(1.000 krónur fyrir félagsmenn Gilfélagsins og Norræna félagsins)

Allir fá söngbókina í hendur við innganginn og geta keypt hana þar með afslætti eða skilað henni í lok dagskrár.

Að dagskránni stendur áhugahópur í samstarfi við Norrænu upplýsingaskrifstofuna, NF á Akureyri, Gilfélagið og syngjandi norræna gesti og heimamenn.

Útgefandi söngbókarinnar er Nordisk socialistisk folkeoplysningsforbund (NSFOF)


Nánari upplýsingar hjá:
Norræna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband