Prjónaheimur Lúka í Gallerí Boxi á Akureyri

m_3767775e596b98289e61eeb40183decb Prjónaheimur Lúka
Í Gallerí Boxi á Akureyri 19. apríl til 4. maí 2008
 
Tvíburasysturnar Gunnhildur og Brynhildur Þórðardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka laugardaginn 19. apríl kl.16 í Gallerí Boxi á Akureyri.  Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem var stofnað haustið 2004 en þær hafa nú verið í samstarfi við Glófa á Akureyri þar sem þær hönnuðu munstur fyrir íslensku ullina sem Glófi prjónaði. Hugmyndina að munstrinu er unnin út frá lakkrískonfekti og lakkrísreimum og eru þær nú búnar að setja upp innsetningu og hanna vörur úr efninu.  Systurnar stefna svo á að fara með sýninguna í haust eða næsta vor erlendis á vegum Útflutningsráðs Íslands.
Brynhildur er lærður textíl-og fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og með MSc í tæknilegum textílum frá Leeds University árið 2006.  Gunnhildur er með BA(HONS) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006.
 
 
Sýningin stendur til sunnudagsins 4. maí og er opin alla laugar-og sunnudaga kl.14-17.
Gallerí Box, Kaupvangsstræti 10, Akureyri.
 
 
www.galleribox.blogspot.com
www.myspace.com/lukaartdesign

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband