Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

Örn Ingi Gíslason, Lífið er LEIK-fimi, í Listasafninu á Akureyri

44893341_2072918909396607_8294508560784556032_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 3. nóvember 2018 kl. 15 verður opnuð, í Listasafninu á Akureyri, yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) undir yfirskriftinni Lífið er LEIK-fimi.

Sýningin er í raun skipulagður gjörningur um það hvernig bók verður til – bók um fjöllistamanninn Örn Inga sem var sjálfmenntaður og ósmeykur við að vera öðruvísi en aðrir.

Fræðistarfið sem fram fer á sýningartímanum hefst á því að skrásetja myndverk og efnistök, hlusta á frásagnir samferðamanna fjölistamannsins. Við opnun sýningarinnar eru fjölmargir viðarkassar í sýningarrýminu. Þeir eru lokaðir en við þá standa fyrrverandi nemendur listamannsins í hvítum sloppum, tilbúnir til að opna þá og hefja rannsóknarvinnuna. Eftir því sem á líður sýninguna verður hægt að fylgjast með störfum fræðimannsins við að taka fleiri verk upp úr kössunum (málverk, skúlptúra, tréverk, skartgripi, ljósmyndir o.fl.), skoða þau og meta, skrásetja og setja í samhengi, fá fagmenn til að gera við þau, ljósmynda, hlusta á aðra tala um þau og tengsl sín við listamanninn. Fara til baka til listaverkanna, horfa á þau og virða þau fyrir sér í nýju ljósi. Skrifa. Endurskrifa og prófarkalesa, setja upp bók og kynna á síðustu sýningarhelginni. Kassarnir standa auðir á gólfinu og myndheimur Arnar Inga umlýkur sali safnsins. Bókin er tilbúin og hún býður gestum að líta til sín á sýningartjaldið, óþreyjufull að komast á blað – á blað sögunnar.

Gestir eru hvattir til að koma oftar en einu sinni á sýninguna því hún breytist frá degi til dags. Þeir sem koma við sögu hafa unnið með fjöllistamanninum, tekið afstöðu til myndheimsins sem hann vann út frá, ferðast með honum um ókunn svæði, sótt til hans hugmyndir og efnivið um umheiminn. Hvað skildi hann eftir?

Sýningarstjóri: Halldóra Arnardóttir listfræðingur.

Hönnuður sýningar: Javier Sánchez Merina, arkitekt.

Sýningin stendur til 27. janúar 2019 og er opin alla daga kl. 12-17.

15.30 Ávarp: Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri.

Gj-ÖrnIngar 3. nóvember
15.00 – 15.30 Rannsókn hefst. Fyrstu kassar opnaðir með aðstoð fyrrverandi nemenda Arnar Inga.
15.15 – 15.30 Dans „ Frelsi“. Sólveig Sánchez.
15.45 – 16.15 „Ótímasett tímamótaræða“ + samferðamenn Arnar Inga afhenda greinar: Oliver Kentish, Jonathan Bager, Ævar Kjartansson, Hreinn Valdimarsson og Lýður Sigurðsson.
16.20 – 16.45 „Sjálfsskoðun,“ með þátttöku gesta.

Gj-ÖrnIngar 4. nóvember
15.00 Kassar opnaðir með aðstoð fyrrum nemenda Arnar Inga.
15.30 Akureyringurinn. Samferðamenn Arnar Inga afhenda greinar: Eiríkur B. Björgvinsson og Guðbjörg Ringsted.
16.00 Ágúst Ólafsson, tæknimaður, setur upp hljóð og mynd.

Fólk er hvatt til að kaupa árskort á Listasafnið og koma oftar en einu sinni á Lífið er LEIK-fimi sem breytist frá degi til dags. Sérstök viðburðadagskrá auglýst á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðlum.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/305000076990711


Björg Eiríksdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins

44857168_2337031399658943_4246662327102865408_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-amt2-1

Hand- og sjónverk

Björg Eiríksdóttir
Mjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins
3. – 11. nóv. 2018
Opnun 3. nóv. kl. 14-17.

 

Á sýningunni verða útsaumsverk og málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Munstur, lagskipting og samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í fyrirrúmi. Munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma.

Björg hefur haldið níu einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og er starfandi bæjarlistamaður Akureyrar eins og er.
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/615

Allir hjartanlega velkomnir
.

https://www.facebook.com/events/1974632455948177


Emmi Jormalainen sýnir í Deiglunni

44556263_933073636876025_6068367023459532800_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Emmi Jormalainen, gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni um helgina.

Í átt að hinu óþekkta
Emmi Jormalainen er myndlistamaður, teiknari og grafískur hönnuður frá Finnlandi. Hún vinnur með teikningar, sjónræna frásögn og prentuð bókverk. Flestar bækur hennar eru þöglar bækur án texta þar sem sögurnar eru aðeins sagðar með myndum.

Nýja bókin hennar “Eksyksissä / Áttavillt” verður til sýnis að hluta í Deiglunni ásamt stærri teikningum. Áttavillt er um hest sem reynir að finna leið út úr skóginum.

“Ég fer oft í göngur í skóginum, fyrir mig þá er skógurinn rólegur og glaðlegur staður til að vera á. Ég get gengið og leitað af sveppum og berjum klukkustundum saman. Oftast tekst mér að týnast og í sekúntubrot verður skógurinn óhugnalegur og fjandsamlegur þar sem ég veit ekki hvaðan ég kom eða hvort ég sé að ganga í hringi. Hingað til hefur mér tekist að komast út.”

Það verður einnig pop-up bókabúð og vinnustofa þar sem gestir geta komið og teiknað sína eigin sögu og útbúið litla bók.

Opnun á föstudag, 26. október kl. 20:00
Einnig opið laugardag og sunnudag, 27. - 28. okt. kl. 14 – 17:00.

instagram: @illustratoremmi
www.emmijormalainen.com

Nánari upplýsingar: emmi@fastmail.com
Sýningin er styrkt af Finnish Cultural Foundation.

//

Emmi Jormalainen:
Towards the Unknown

Emmi Jormalainen (FI) is an artist, illustrator and graphic designer. She works with drawings, visual storytelling and printed artist books. Most of her books are silent books without any text and stories are told only with images.

Part of her next book “Eksyksissä / Being Lost” will be seen in the gallery Deiglan together with bigger drawings. “Being Lost” is about a horse who tries to find its way out of the forest.

“I often take walks in the forest. For me, forest is a calm and happy place. I can walk and look for mushrooms and berries for hours. Almost every time I get lost. For a split second the happy place turns into scary and hostile. I don’t know where I came from, I don’t know if I’m walking in circles. So far I’ve found my way out.”

There is also a pop-up bookshop and a workshop where you can come and draw your own story as a small book.

Opening on Friday October 26 at 20.00
Gallery open on Saturday & Sunday, October 27-28, at 14.00-17.00

instagram: @illustratoremmi
www.emmijormalainen.com

More info: emmi@fastmail.com

https://www.facebook.com/events/1013480418860619


“BROT ÚR LÍNU/FRAGMENT OF A LINE”, opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri

43511048_10156706768292829_4158887394734505984_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 3. nóvember 2018.
“BROT ÚR LÍNU/FRAGMENT OF A LINE”
Nóvember 3 2018 Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Listamenn/Artists: Þorgerður Þórhallsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason.
Sýningarstjórar/Curators:
Sigurður Guðjónsson, Gústav Geir Bollason
Texti/Text:Jóhannes Dagsson

Verksmiðjan á Hjalteyri, 03.11 – 25.11 2018 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri
Opnun laugardaginn 3 nóvember kl. 14:00. Opið þri-sun 14:00-17:00/Opening: Saturday, November 3rd  at 2 PM. Open daily except on Mondays 2:00 – 5:00 PM
3 nóvember – 25 nóvember 2018
Brot úr línu

Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins.
Í Brot úr línu er hráefnið ljós. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins.

Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins.
Rammar kvikmyndarinnar eru löngu orðnir táknmynd fyrir hreyfingu sem hægt er að skynja og skilja. Atvik og framrás hreyfinga brotin niður í eigindir sem svo er raðað saman aftur um leið og kveikt er á sýningarvélinni. Þessi táknmynd er um margt samofin hugmyndum um orsök og afleiðingu, að rökrétt framrás stýri eða hafi í það minnsta áhrif á það sem birtist í næsta ramma. Við leitum skýringar á myndrænu innihaldi rammans í rammanum á undan og þannig koll af kolli. Þess samsláttur tveggja skýringarkerfa styrkist enn með hliðsjón af efnislegum eiginleikum filmunnar. Hún er klippt niður og skeytt saman aftur, en aðeins með því að samskeytin haldi heldur myndin áfram að birtast. Við heillumst af niðnum í hjóli sýningarvélarinnar, ekki aðeins af því það er nostalgísk ímynd, heldur einnig af því að við skiljum hvaða orsakasamhengi er hér að verki. Innan vídeómiðilsins er þetta samband mun brothættara, og jafnvel ekki til staðar. Það sem gerist stafrænt er kóðað og dulið, gerist fyrir aftan hinn sýnilega heim, og birtist aðeins sem afsprengi sitt, ekki sem afleiðing sem hægt er að skynja og skilja í krafti orsakar.
Tími er aðeins breyting, á meðan ekkert breytist, líður enginn tími. Mynd eftir mynd, vísar til þessara framrásar. Narratíva eða saga (sögurþráður) er trúlega það form sem við erum vönust að horfa á þetta fyrirbæri í gegnum, eitt leiðir af öðru í framrás sögunnar og þannig líður tíminn um leið. Hreyfing er aðeins breyting. Efnislegur hlutur færist af einum stað til annarrs, fingur ýtir á rofa, ljós kviknar, það verður göngufært inní stofuna. Tilgangur, eða ætlan er trúlega það form sem við erum vönust að horfa á þetta fyrirbæri í gegnum. Hreyfing er þannig annaðhvort athöfn,(sem útskýrist af ætlan þess sem framkvæmir athöfnina) eða atvik (sem útskýrist af lögmálum eðlisfræðinnar, eða með vísun í hendingu). Það að skynja er þannig alltaf að skilja um leið, við horfum ekki án þess að horfa í gegnum ákveðið form og aðeins í gegnum það sjáum við, tíma, breytingu, framrás, athöfn.
Í Brot úr línu er ljós aðal hráefnið. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins. Skynreynslu sem er marglaga og flókin, en vísar um leið í grunn spurningar, en slíkar spurningar eru yfirleitt einfaldar.

///

3rd November – 25th  November 2018
Fragment of a Line
Fragment of a Line opens in November at Verksmiðjan. The four emerging artists taking part; Þorgerður Þórhallsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason and Þorbjörg Jónsdóttir, all take up residency at the intersection of film and video in their works. They work with influences and solutions from these different mediums in works characterized by a strong sense of narration, personal aesthetics, and playful engagement with the properties of the medium. The exhibition space is integrated into the works, the factory re-vitalised, through light, sound and the conglomeration of the inner space of the works and the actual space of the exhibition.
Light is the material in this Fragment of a line. Light, not only as the medium that carries the image to the surface, but as material in the same way as references, memories, ideas, and hard discs are materials. The raw space of the factory is a container for this material, and a good one at that, further strengthened by the November darkness. The inner space of the works becomes bodily and the light material. This is a mixing of references to the past, being lost in the desert, and a child’s game.  

Fragment of a Line opens in November at Verksmiðjan. The four emerging artists taking part; Þorgerður Þórhallsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason and Þorbjörg Jónsdóttir, all take up residency at the intersection of film and video in their works. They work with influences and solutions from these different mediums in works characterized by a strong sense of narration, personal aesthetics, and playful engagement with the properties of the medium. The exhibition space is integrated into the works, the factory re-vitalised, through light, sound and the conglomeration of the inner space of the works and the actual space of the exhibition.
The frames of the film have become the symbol for movement that can be perceived and understood. Events and processes broken down into units, and then re-assembled with the turning on of a film projector. This symbol is intertwined with ideas (and symbols) of cause and effect, a coherent continuation of the content of one frame following another. We look for explanations of the visual content of each frame, by referring to the previous one, and so ad infinitum. This interchanging of two explanatory systems is strengthened even further by the material properties of the film. It is cut and pasted together, but only if the pasting holds, does the image continue to appear. We are infatuated by the murmur of the wheel, not only because of the nostalgic image, but also because we perceive and understand what kind of a causal chain is at work. In the medium of video the perception of this chain is much more difficult and even impossible. What happens digitally happens in the realm of codes, as hidden, happens somewhere behind the visible. It only shows as an offspring, not as an outcome of a coherent process to be perceived and understood.
Time is only change. As long as nothing changes, no time has passed. Image after image, the after is the continuation. Narration or a story is probably the form that we most commonly look though at this phenomenon. One thing leads to another in the story and that is how time also passes. Movement is only change. Material object moves from one place to another, a finger presses a light switch, the light comes on, the living room becomes manageable. Purpose or intention are probably the forms we most commonly look at this phenomenon through. Movement can be either an action (explained by the intention of the one performing the action) or an occurrence (explained by laws of physics, or by chance). To perceive is therefore always also to understand. We perceive through a form, and only by doing so do we see time, change, continuation, action, event.
Light is the material in this Fragment of a line. Light, not only as the medium that carries the image to the surface, but as material in the same way as references, memories, ideas, and hard discs are materials. The raw space of the factory is a container for this material, and a good one at that, further strengthened by the November darkness. The inner space of the works becomes bodily and the light material. This is a mixing of references to the past, being lost in the desert, and a child’s game, into a sensual experience that is layered and complicated, but at the same time it brings forward important questions, and as usual these are of the simple kind.  

Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450/ Sigurður Guðjónsson, sgudjonsson@gmail.com sími: 8669134

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og hluti af opinberri dagskrá afmælisársins.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði, Hörgársveit og Ásprenti.

https://www.facebook.com/events/2263293370567260


D. Brynja Harðardóttir Tveiten opnar sýningu í listaskálanum að Brúnum

44452946_10155499136331829_68910435276947456_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lhr3-1

D. Brynja Harðardóttir Tveiten opnar málverkasýningu föstudaginn 26. október kl. 18:00-21:00 í listaskálanum að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. 

Brynja sækir innblástur sinn í draumkenndar minningar um útsýnið sem blasti við frá herbergisglugga æskuheimilis hennar á Árskógssandi. Himinn, fjöll og haf renna saman við sjóndeildarhringinn en Brynju líður hvergi betur en með hafið og himininn fyrir augum.

Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin um helgar, 13:00-18:00 á opnunartíma gallerís og kaffihúss. 

Verið öll hjartanlega velkomin.

https://www.facebook.com/events/245864199422163


Brynhildur Kristinsdóttir sýnir í Hofi

brynh3161

„Blýnótt“ er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur sem opnuð verður kl. 17 föstudaginn 5. október í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin fjallar um nánd og myrkur í ljósi, hvernig manneskjan ferðast frá ljósi í dimmu og aftur til baka.

Brynhildur Kristinsdóttir, fædd 1965, nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Brynhildur hefur starfað við eigin myndsköpun, kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.


Námskeið með Susan Singer í Deiglunni

43128041_924274964422559_2526768804000694272_o

Að fanga dramatík íslensks landslags með pastellitum.
Námskeið með Susan Singer, 10-11 nóvember kl. 10 – 16 í Deiglunni. 10 nemendur.
Verð, 30.000 kr. – efni innifalið að hluta. Möguleiki á endurgeiðslu frá stéttarfélögum gegn framvísun kvittunar. 5.000 kr. Staðfestingargjald við skráningu.

Nemendur læra um möguleika þurrpastellita og vinna landslagsmyndir. Farið verður yfir helstu strauma og stefnur, hvernig litirnir eru búnir til og hvernig þeir eru notaðir, mismunandi tegundir pastels og pappír og hvernig er unnið út frá . Susan verður með sýnikennslu.
Nemendur munu vinna myndir út frá uppstillingu og út frá ljósmyndum. Farið verður yfir hvernig er unnið út frá landslagsljósmyndum, hvernig á að taka góða ljósmynd til að vinna út frá, ef veður leyfir verður farið út til að taka myndir.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með einhverja reynslu í teikningu eða málun. Kennt verður á ensku.

Susan Singer er myndlistarmaður frá Virginíu í Bandaríkjunum. Hún vinnur helst með pastel, olíu og bókagerð. Í þriggja daga stoppi á Íslandi árið 2015 varð hún ástfangin af Íslandi og síðan þá hefur hún eytt eins miklum tíma hér og mögulegt við að mála íslenska landslagið. Hún hefur sýnt þessi verk, bæði í Deiglunni 2016 við lok gestavinnustofudvalar sinnar þar og í ýmsum galleríum í Bandaríkjunum. Meðfram myndlistinni er Susan líka kennari sem nýtur þess að hjálpa nemendum sínum að kynda undir sköpunargáfunni og bæta kunnáttu sína. Susan dvelur sem gestalistamaður í Gamla Skóla í Hrísey í nóvember.

Skráning og nánari upplýsingar hjá gilfelag@listagil.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband