Bloggfærslur mánaðarins, september 2017

Cindy Small sýnir í Deiglunni

21586663_585297154927370_56513268300425286_o
 
Þér er boðið á opnun sýningarinnar "Voyager / Ferðalangur" í Deiglunni á laugardag, 23. september kl. 14 - 17. Einnig opið 14 - 17 á sunnudag.
Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
 
"Ferðalangur"
Stuttu eftir að ég kom til Akureyrar heimsótti ég safnið sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt við kortin gripu mig - fallegu landfræðiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sæskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.
Eftir því sem ég verð öruggari á þessu "ættleidda heimili" breytist skilningur minn á landi og þjóð. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóði og lykt. 
Ég hef búið til ný kort með uppgötvunum mínum, með áherslu á sjálfsmynda, "skrímsla" sem Ferðalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til staðar, tákna ferðina sem hefur prentast í hjarta mitt.
Takk, Akureyri.
Takk, Ísland.
 
Deiglan,  Kaupvangsstræti 23, Akureyri.
Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu
 
///
 
You are invited to the opening of the exhibition "Voyager" by Cindy Small, artist in residence, in Deiglan on Saturday, September 23rd at 2 - 5 pm. Also open on Sunday 2 - 5 pm. 
 
"Voyager"
Shortly after I arrived in Akureyri, I visited the museum which currently has on display a collection of ancient maps of Iceland. Many things about the maps struck me-the beautiful topographical illustrations and use of color, the fantastical sea monsters, and the ever-changing shape of the island as new discoveries were learned. 
As I became more comfortable in this "adopted home", I noticed my changing insights of this land and culture. Each day brings a different awareness of the climate, the landscape, the sounds and smells of this place.
My work speaks to creating new maps of my discoveries, highlighting the self-portrait "monsters" as the Voyager. The boats that are often times present, symbolize the journey, which is absolutely leaving an imprint on my heart. 
Thank you, Akureyri. 
Thank you, Iceland.
 
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október

11053284_293979480725807_5383994652796239428_n

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október, um er að ræða 16. - 23. október og 23. - 30. október - afhent eftir hádegi á mánudegi og skilað fyrir hádegi á mánudegi. Verð fyrir vikuna er 25.000 kr. Innifalið í verði er möguleiki á að halda viðburð/sýningu í Deiglunni eftir samkomulagi.
Vinnustofan er í Kaupvangsstræti 23, Akureyri, og er fullbúin og hentar ágætlega fyrir einn til tvo listamenn. Nánari upplýsingar um aðstöðuna er á heimasíðu okkar, www.listagil.is
Áhugasamir hafi samband á studio.akureyri@gmail.com


Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Þriðjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefðir og menningu sem skapast hafa í tengslum við ljósmyndun – bæði listræna- og heimildaljósmyndun. Rætt verður um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Aðgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráðu í húmanískum fræðum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim og vinnur um þessar mundir að list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


Listasafnið á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafnið á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verksmiðjan er afar hrátt húsnæði og skapar þar af leiðandi heillandi umgjörð um þessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki verið áberandi í safneign Listasafnsins en á síðustu árum hefur orðið þó nokkur breyting þar á. Sýningin er liður í því að sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klængur Gunnarsson og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, með fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

21370858_1594477887240714_8404349444339974086_n

Þriðjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Þór Sigurðsson, margmiðlunarhönnuður, fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins sem að þessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum mun Jón Þór fjalla um Fab Lab smiðjuna sem var opnuð í VMA í desember 2016. Að smiðjunni standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, VMA, Akureyrarbær og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alþjóðlegt net stafrænna smiðja með tækjum og tólum. Smiðjan gefur fólki á öllum aldri tækifæri til þess að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alfredo Esparza, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

listak.is


Fundur fólksins: Er skapandi starf metið að verðleikum?

21368967_1591805944174575_1115217223806905939_o

Listasafnið á Akureyri ásamt Sambandi íslenskra myndlistarmanna tekur þátt í Fundi fólksins í Hofi á Akureyri.

Dagskráin fer fram laugardaginn 9. september kl. 11:00-11:50 á sviðinu í Hamraborg í Hofi.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna, Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og myndlistarkonan Rúrí verða í pallborði og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metið að verðleikum auk fleiri spurninga um hvernig hægt sé að efla menningu, lýðræði og gangrýna hugsun í samfélaginu.

Átak SÍM, "Við borgum myndlistarmönnum", hefur verið áberandi og einnig umræðan um listkennslu í skólum. Fjármagn sem fer til menningarmála og mikilvægi menningar fyrir samfélagið verður einnig rætt. Öllum er velkomið að leggja orð í belg og taka þátt í umræðunum.

Sama dag, laugardaginn 9. september kl. 15, opna tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi - Rúrí: Jafnvægi-Úr Jafnvægi og Friðgeir Helgason: Stemning.

Meðfylgjandi mynd er af gjörningnum "Léttvæg tilvistarkreppa" eftir Heiðdísi Hólm á nýafstaðinni A! Gjörningahátíð.

https://www.facebook.com/events/517948458553761


Rúrí og Friðgeir Helgason opna tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri

21248650_1590179307670572_6852619891905375658_o 21272819_1590183261003510_5312249703590882089_o

Laugardaginn 9. september kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu, Ketilhúsi, annars vegar sýning Rúrí, Jafnvægi-Úr Jafnvægi, og hins vegar sýning Friðgeirs Helgasonar, Stemning.

Á sýningu sinni leggur Rúrí listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda. Verkið er innsetning og er samsett úr fjölda eininga.

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnað skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar að gerð en byggja allar á jafnvægi. Vogir og ýmis önnur mælitæki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af þeim heimi sem við þekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki við ójafnvæga afstöðu milli t.d. hagkerfa og vatnsforða jarðar, stríðs og friðar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016)

Rúrí hefur starfað að myndlist frá 1974. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og þau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk þess sem útilistaverk eftir hana hafa verið sett upp bæði á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2003 þar sem verkið Archive – Endangered Waters vakti mikla athygli. Frekari upplýsingar má finna á ruri.is.

Stemning þjóðveganna fönguð

Friðgeir Helgason (f. 1966) flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann lagði stund á kvikmyndagerð í Los Angeles City College í Hollywood 2005-2006, þar sem ljósmyndun fangaði huga hans. Hann stundaði ljósmyndanám við sama skóla frá 2006 til 2009 og hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ljósmyndirnar á þessari sýningu voru teknar á árunum 2008-2013 þegar ég þvældist um þau svæði sem mér þykir vænst um: annars vegar á Íslandi og hins vegar í Louisiana í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Myndirnar voru allar teknar á Kodakfilmu sem ég prentaði í stækkara upp á gamla mátann. Það jafnast fátt á við að keyra stefnulaust um þjóðvegi með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmu í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla við innfædda. Skynja andrúmsloftið og taka ljósmynd þegar tækifæri gefst. Þessi sýning á að fanga þá stemningu.“

Fjölskylduleiðsögn um sýningarnar

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verður Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, með fjölskylduleiðsögn og segir börnum og fullorðnum frá sýningunum. Að lokinni leiðsögn verður gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk. Aðgangur er ókeypis en tilkynna þarf um þátttöku á netfangið heida@listak.is.

listak.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband